Bæjarráð - 507. fundur - 18. desember 2006
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Barnaverndarnefnd 14/12. 76. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 14/12. 277. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
3. liður. Bæjarráð telur húsnæðisframlag koma til greina sem styrk og óskar eftir að fulltrúi frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu ræði við verkefnastjóra.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 13/12. 247. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
2. liður. Bæjarráð vísar þessum lið til hafnarstjórnar til skoðunar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir kynningu á aðalskipulaginu á næsta fundi bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Minnisblað bæjarritara. - Eignarhluti í Fjarðarstræti 20, Ísafirði. 2006-10-0036.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 14. desember s.l., þar sem gerð er grein fyrir að viðræður hafi átt sér stað á milli Ísafjarðarbæjar og eiganda að eignarhluta í Fjarðarstræti 20, Ísafirði, um kaup Ísafjarðarbæjar á eignarhlutanum. Bæjarráð hafði áður falið bæjarstjóra, að ganga til þeirra viðræðna.
Bæjarráð samþykkir kaup á eignarhluta Gunnlaugs Jónassonar í Fjarðarstræti 20, Ísafirði, fyrir kr. 1.600.000.-. Kaupverð verður greitt á árinu 2007.
3. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar og Foreldrafélags Grunnskóla Önundarfjarðar. 2006-12-0026.
Lagt fram bréf sem sent er Ísafjarðarbæ fyrir hönd Íbúasamtaka Önundarfjarðar og Foreldrafélags Grunnskóla Önundarfjarðar, móttekið þann 8. desember 2006. Bréfinu fylgir ályktun er samþykkt var á sameiginlegum fundi íbúasamtakanna og foreldrafélagsins, er haldinn var þann 5. desember s.l. og fjallar um og tekur afstöðu til hugmynda er verið hafa í umræðunni um hugsanlega breytingu á skólastarfi í Grunnskóla Önundarfjarðar.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til fræðslunefndar til skoðunar.
4. Bréf Engilberts Ingvarssonar. - Vegslóði í Leirufjörð. 2006-12-0038.
Lagt fram bréf Engilberts Ingvarssonar, Hólmavík, dagsett 12. desember s.l., er varðar vegslóða í Leirufjörð. Bréfinu fylgir undirritað erindi landeigenda, sumarhúsa- eigenda og ferðaþjónustuaðila á Snæfjallaströnd, til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Sólbergs Jónssonar, landeiganda Leiru, er varðar vegslóða í Leirufjörð, notkunartíma hans og lagningu vegslóða af Öldugilsheiði upp að Drangajökli.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar, þar sem nefndin er að vinna að aðalskipulagi á þessu svæði. Bæjarráð óskar eftir að erindið sé sent átthagafélögum, er tengjast svæðinu, til umsagnar, sem og Umhverfisstofnun.
5. Samningur um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. 2003-11-0062.
Lagður fram samningur um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, á milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ er undirritaður var þann 13. desember s.l. Undirritun Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, f.h. Ísafjarðarbæjar er með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
6. Bréf atvinnu- og ferðamálafulltrúa. - Evrópuverkefnið UseVenue. 2005-10-0077.
Lagt fram bréf Rúnars Óla Karlssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa, dagsett 14. desember s.l., um Evrópuverkefnið UseVenue. Ísafjarðarbær hefur s.l. þrjú ár tekið þátt í verkefninu og gerir Rúnar Óli grein fyrir þátttöku Ísafjarðarbæjar í bréfinu.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og sendir bréfið til atvinnumálanefndar til kynningar.
7. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Markaðsstofa Vestfjarða. 2004-11-0081.
Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 13. desember s.l., er varðar framlög til Markaðsstofu Vestfjarða 2006 ofl. Bréfinu fylgir m.a. minnisblað til FV um starfsemi MV á árinu 2006 og áætlun um starfsemi á árinu 2007.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2006-06-0043.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 12. desember s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. desember 2006.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá foreldrum á Suðureyri. - Grunnskóli Suðureyrar. 2006-12-0047.
Lagt fram bréf undirritað af Vernharði Jósefssyni f.h. foreldra á Suðureyri, dagsett þann 15. desember 2006. Bréfinu fylgja undirrituð mótmæli foreldra á Suðureyri, vegna hugmynda um sparnað í grunnskólamálum unglingastigs á Suðureyri og á Flateyri.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til fræðslunefndar til skoðunar.
10. Bréf íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði. 2006-01-0051.
Lagt fram bréf frá íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði dagsett þann 13. desember 2006, um samskipti bæjarstjórnar og íbúa í Dýrafirði. Óskað er eftir skriflegum svörum bæjarstjórnar við atriðum sem upp eru talin í bréfinu.
Jafnframt fylgja bréfinu áherslupunktar frá íbúasamtökunum Átaki, sem unnir voru af stjórn samtakanna haustið 2005.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi íbúasamtakanna.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:05.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.