Bæjarráð - 502. fundur - 13. nóvember 2006
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Atvinnumálanefnd 6/11. 68. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 7/11. 275. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 9/11. 276. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 8/11. 244. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til meðeigenda sinna að Félagsheimilinu á Suðureyri. 2005-07-0033.
Lagt fram afrit af samhljóða bréfi er Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sendi til meðeigenda Ísafjarðarbæjar að Félagsheimilinu á Suðureyri, dagsett 8. nóvember s.l. Meðeigendur Ísafjarðarbæjar eru Íþróttafélagið Stefnir, Kvenfélagið Ársól og Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Bréfið fjallar um hugsanlega yfirtöku félaganna á hlut Ísafjarðarbæjar, eða heimild til að auglýsa eignina til sölu á almennum markaði.
Lagt fram til kynningar.
3. Bréf heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytis. - Bygging 10 hjúkrunarrýma í Ísafjarðarbæ. 2006-11-0021.
Lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytis dagsett 3. nóvember s.l. og móttekið þann 7. nóvember s.l., þar sem fulltrúar Ísafjarðarbæjar eru boðaðir á fund í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu um uppbyggingu 10 hjúkrunarrýma í Ísafjarðarbæ.
Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra á komandi miðvikudag 15. nóvember.
4. Bréf Landmælinga Íslands. - Landamerki í Geirólfsgnúpi. 2005-08-0062.
Lagt fram bréf frá Landmælingum Íslands dagsett 6. nóvember s.l., varðandi landamerki jarðanna Skjaldabjarnarvíkur í Árneshreppi og Reykjarfjarðar í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu kemur fram, að með tilvísun í úrskurð Örnefnanefndar, um staðsetningu á örnefninu Biskupi, klettadranga yst á Geirólfsgnúpi, munu Landmælingar lagfæra landamerki í kortagrunnum sínum. Óskað er eftir staðfestingu viðkomandi sveitarfélaga á nýrri legu markanna skv. meðfylgjandi korti. Svar óskast fyrir 10. desember 2006.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
5. Bréf Lögsýnar ehf. - Lóðamál Neðri Tungu í Skutulsfirði. 2006-11-0020.
Lagt fram bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði, dagsett 6. nóvember s.l., er varðar leigulóð er fylgdi kaupum á eignum að Neðri Tungu í Skutulsfirði. Komið hefur í ljós, að ekki hefur verið í grunnleigusamningi, gert ráð fyrir lóð vegna véla- og verkfærageymslu.
Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að staðsetja á teikningu þær eignir, sem tilgreindar eru í kaupsamningi dagsettum 20. júlí 2005, varðandi sölu húseigna að Neðri Tungu í Skutulsfirði.
6. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur. 2006-11-0039.
Lagt fram bréf frá Grími Atlasyni, bæjarstjóra Bolungarvíkur, dagsett 7. nóvember s.l., er varðar framtíð Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur og bókun frá bæjarráði Bolungarvíkurkaupstaðar þann 7. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Upplýsingabæklingur. 2006-11-0040.
Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 8. nóvember s.l., er varðar upplýsingabækling EBÍ, sameignarsjóður í þágu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf bæjarstjóra. - Langi Mangi, Ísafirði, úttekt á húsnæði. 2005-11-0038.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 10. nóvember s.l., er varðar úttekt Tækniþjónustu Vestfjarða, er unnin var vegna húsnæðisins að Aðalstræti 22b, Ísafirði. Bæjarráð óskaði eftir slíkri úttekt/samantekt á fundi sínum þann 8. ágúst 2006. Með úttektinni fylgir jafnframt bréf bæjartæknifræðings frá 10. október s.l., þar sem fram kemur að Aðalstræti 22b, er á því svæði samkvæmt skipulagi, sem heimilt er að veita leyfi fyrir kaffihúsi eða skemmtistað.
Bæjarstjóri telur að með framlagningu þessara gagna sé einnig svarað fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, frá 2. október 2006.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf Erlings Tryggvasonar. - Veitingastaðurinn Langi Mangi, Ísafirði. 2005-11-0038.
Lagt fram bréf Erlings Tryggvasonar, Ísafirði, dagsett 8. nóvember s.l., erindi er, að hans mati, varðar seinagang á afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á ýmsum erindum, sem varða veitingastaðinn Langa Manga á Ísafirði og nágrenni hans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:55.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.