Bæjarráð - 500. fundur - 31. október 2006
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 21/10. 274. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 25/10. 67. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. liður. Bæjarráð bendir nefndinni á að heimild þarf að fást í fjárhagsáætlun 2007 áður en til samþykktar fjárútláta kemur.
2. liður. Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundanefnd að halda utan um endurskoðun á starfi Morrans.
3. liður. Bæjarráð fellst á erindið enda verði ekki um beinan útlagðan kostnað að ræða fyrir Ísafjarðarbæ.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Landbúnaðarnefnd 24/10. 76. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
2. liður. Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 26/10. 1. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við formann stjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 25/10. 243. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Frumvarp að fjárhagsáætlun 2007. - Forsendur kostnaðar- og tekjuliða.
Lagt fram afrit bréfs fjármálastjóra til forstöðumanna og sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar, sem dreift var með reiknilíkani fjárhagsáætlunar ársins 2007, er sent hefur verið út. Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2007 verði að óbundnir rekstrarliðir hækki almennt um 8% og gjaldskrár um 10%.
3. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. -Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Lagt fram tölvubréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 27. október s.l., þar sem minnt er á námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn dagana 4. og 5. nóvember n.k., er haldið verður í húsnæði Þróunarseturs við Árnagötu á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarritara að tilkynna fjölda þátttakenda frá Ísafjarðarbæ.
4. Bréf Vátryggingarfélags Íslands. - Dómur Hæstaréttar í máli 92/2006. 2004-04-0002.
Lagt fram bréf Vátryggingafélags Íslands dagsett 20. október s.l., ásamt dómi Hæstaréttar í máli 92/2006, vegna slyss er varð á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal í Skutulsfirði þann 19. mars 2002.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf nefndar samkvæmt ályktun Alþingis, til aðgangs að opinberum gögnum um öryggismál. 2006-10-0092.
Lagt fram bréf nefndar samkvæmt ályktun Alþingis til aðgangs að opinberum gögnum um öryggismál dagsett 17. október s.l., ósk um að upplýst verði hvaða gögn eru til í vörslu móttakanda, sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, á árunum 1945 til 1991.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá forstöðumanni Bæjar- og hérðasskjalasafns Ísafjarðarbæjar.
6. Bréf starfsfólks Leikskólans Eyrarskjóls. 2006-10-0112.
Lagt fram bréf starfsfólks Leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði, þar sem þakkaður er styrkur Ísafjarðarbæjar við ferð starfsmanna á ráðstefnu Hjallastefnuskóla, sem haldin var á Selfossi 19. - 21. október s.l.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Hestamannafélagsins Storms, Þingeyri.
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Storms, Þingeyri, dagsett 20. október s.l., er varðar samkomulag félagsins og Ísafjarðarbæjar, um byggingu reiðskemmu að Söndum í Dýrafirði. Félagið er að óska eftir hraðari greiðslum á framlagi Ísafjarðarbæjar, heldur en um getur í samkomulagi aðila frá 12. apríl 2006.
Bæjarráð telur ekki rétt að verða við erindinu og vísar til samkomulagsins frá 12. apríl 2006.
8. Bréf Ungmennafélags Íslands. - Sameiginlegt verkefni UMFÍ og HSV. 2006-10-0128.
Lagt fram bréf Valdimars Gunnarssonar, landsfulltrúa UMFÍ, dagsett 22. október s.l., er varðar ósk um þátttöku bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar í sameiginlegum fundi um verkefni UMFÍ og HSV, verkefni sem kallast ,,Tröllið? og er ætlað ungu fólki í efsta bekk grunnskóla og þremur fyrstu bekkjum menntaskóla. Fundurinn verður haldinn á Ísafirði föstudaginn 3. nóvember n.k. og er boðaður með dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Ágóðahlutagreiðslur EBÍ. 2006-10-0127.
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dagsett 26. október s.l., er varðar ágóðahlutagreiðslur EBÍ á komandi árum.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði, vísað til fjármálastjóra til upplýsinga.
10. Bréf Skógræktarfélags Íslands. - Ályktun aðalfundar. 2006-10-0135.
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands til sveitarfélaga dagsett 25. október s.l., þar sem fram kemur ályktun aðalfundar félagsins um m.a., að sveitarfélög ætli skógrækt aukið vægi í aðal- og deiliskipulagsáætlunum sínum. Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
11. Bréf Fasteigna ríkisins. - Landskrá fasteigna. 2006-10-0134.
Lagt fram bréf Fasteigna ríkisins dagsett 24. október s.l., er varðar stöðuskýrslu um þinglýsingarhluta Landskrár fasteigna. Skýrslan fylgir bréfinu.
Lagt fram til kynningar.
12. Önnur mál.
Í lok fundar lagði Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, fram skriflega fyrirspurn til bæjarstjóra um úttekt á húsnæði veitingastaðarins Langa Manga við Aðalstræti á Ísafirði. Á fundi bæjarráð þann 2. október s.l., var lögð fram fyrirspurn um sama efni, en úttektin hefur ekki borist.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.