Bæjarráð - 497. fundur - 9. október 2006
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 3/10. 273. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 3/10. 126. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 4/10. 6. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 4/10. 241. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Greinargerð atvinnu- og ferðamálafulltrúa, um úttekt á tjaldsvæðum í Ísafjarðarbæ 2006. 2006-08-0059.
Lagt fram minnisblað bæjarritara ásamt úttekt atvinnu- og ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar Rúnars Óla Karlssonar, á tjaldsvæðum í Ísafjarðarbæ 2006, en óskað var eftir slíkri úttekt á 489. fundi bæjarráðs þann 8. ágúst s.l. Í úttektinni er fjallað um tjaldsvæðin í Tungudal, á Þingeyri, á Flateyri, við Dynjanda, sem og önnur svæði í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
3. Greinargerð bæjartæknifræðings, um vegslóða í Leirufjörð. 2004-08-0049.
Lögð fram greinargerð (úttekt) Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, á frágangi og lagfæringum við vegslóða í Leirufjörð í Jökulfjörðum. Farin var vettvangsskoðun þann 7. september s.l. af þeim Jóhanni og Þorbirni Jóhannessyni, bæjarverkstjóra.
Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar á greinargerð bæjartæknifræðings.
4. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla rekstur og fjárfestingar janúar - ágúst 2006. 2006-05-0073.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 4. október s.l., ásamt mánaðarskýrslu um rekstur og fjárfestingar mánuðina janúar til og með ágúst 2006.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf Lögsýnar ehf. - Sala eignar í Fjarðarstræti 20, Ísafirði. 2006-10-0036.
Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 5. október s.l., þar sem fram kemur að til standi að selja eignarhluta í Fjarðarstræti 20, Ísafirði og spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær hafi áhuga á að eignast eignarhlutann.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara.
6. Bréf Neytendasamtakanna. - Beiðni um styrk. 2006-10-0031.
Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum dagsett 3. október s.l., þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna starfsársins 2007. Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 73.944.-, en miðað er við 18 krónu framlag pr. íbúa 1. desember 2005. Í bréfinu er að hluta greint frá starfsemi Neytendasamtakanna.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
7. Bréf Íbúasamtakanna í Hnífsdal. - Göngustígur, Ísafjörður-Hnífsdalur. 2006-10-0026.
Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum í Hnífsdal dagsett 4. október s.l., þar sem stjórn samtakanna fer þess á leit við Ísafjarðarbæ, að við vinnslu fjárhagsáætlunar ársins 2007 verði gert ráð fyrir framkvæmdum við göngustíg á milli Ísafjarðar og Hnífsdals.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til skoðunar.
8. Minnisblað bæjarritara. - Lögheimilisflutningur.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. október s.l., ásamt umsögn Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, vegna beiðni um lögheimilisflutning í sumarbústað í Ísafjarðarbæ. Í umsögn bæjarlögmanns kemur fram að Ísafjarðarbæ er ekki heimilt að synja framkominni beiðni um skráningu lögheimilis í sumarbústað. Á hinn bóginn verður að telja að einungis sé skylt að samþykkja skráningu lögheimilis á slíkum stað, að viðkomandi aðilar hafi þar í raun aðsetur sitt í skilningi laga um lögheimili.
Bæjarráð samþykkir lögheimilisflutninginn og felur bæjarstjóra að tilkynna það til Þjóðskrár.
9. Ályktun bæjarráðs Bolungarvíkur. - Ratsjárstöðin Bolafjalli.
Lögð fram ályktun bæjarráðs Bolungarvíkur frá 3. október s.l., er varðar málefni Ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli og uppsagnir starfsmanna þar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir með bæjarráði Bolungarvíkur og skorar á ríkisstjórnina að vinna að uppbyggingu atvinnutækifæra á svæðinu í nánu samráði og samstarfi við heimamenn í samræmi við byggðaáætlun. Það er ekki í samræmi við byggðaáætlun, að fækka störfum á landsbyggðinni og fjölga þeim á höfuðborgarsvæðinu.
10. Bréf Leiðar ehf. - Jarðgöng milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. 2006-10-0030.
Lagt fram bréf Leiðar ehf., Bolungarvík, dagsett 4. október s.l., er varðar jarðgöng milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Bréfinu fylgir skýrsla um mat á arðsemi og samfélagsáhrifum. Í bréfinu kemur fram, að ef vilji er til að styrkja félagið og létta því róðurinn við fjármögnun þessa starfs, sem fram hefur farið í þágu bættra samgangna á norðanverðum Vestfjörðum, er það fúslega þegið.
Lagt fram til kynningar.
11. Minnisblað bæjarritara. - Mjólkurframleiðsluréttur frá Bæ í Súgandafirði. 2006-06-0080.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 6. október s.l., er varðar innlausn á mjólkurframleiðslurétti frá Bæ í Súgandafirði alls á 9.200 lítrum og hugsanlega endursölu þeirra til mjólkurframleiðenda í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða mjólkurframleiðendum í Ísafjarðarbæ ofangreindan mjólkurkvóta til kaups.
12. Lánasamningur Lánasjóðs sveitarfélaga og Ísafjarðarbæjar.
Lagður fram lánasamningur nr. 19/2006 á milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Ísafjarðarbæjar. Samningurinn er vegna lántöku Ísafjarðarbæjar hjá sjóðnum, að fjárhæð kr. 106 milljónir.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir að leggja til við bæjarstjórn (hér með), að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 106.000.000.- til 16 ára, í samræmi við skilmála lánssamnings nr. 19/2006, sem liggur fyrir fundinum.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna fjárfestingar ársins, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.
Jafnframt er lagt til, að Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamninginn við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:25.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Jóna Benediktsdóttir.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.