Bæjarráð - 494. fundur - 18. september 2006
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Félagsmálanefnd 12/9. 272. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 12/9. 243. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn 13/9. 118. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 13/9. 64. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
7. liður. Bæjarráð telur ekki þörf á samræmdri aðkomu Ísafjarðarbæjar og vísar liðnum til vinnslu íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 13/9. 239. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
6. liður. Bæjarráð óskar eftir verklýsingu og samningsdrögum varðandi námu á Dagverðardal, áður en málið fer til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Forvarnir í víðum skilningi í barnaverndarnefnd. 2006-09-0063.
Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 15. september s.l., er varðar forvarnir í víðum skilningi í barnaverndarnefnd. Í bréfinu er m.a. fjallað um reynsluna af samstarfi sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum á sviði barnaverndar, sem metin er jákvæð og góð. Æskilegt væri að taka til umræðu aukna samvinnu sveitarfélaga á skyldum sviðum s.s. í félagsmálum. Hugmynd er um að fela barnaverndarnefnd t.d. forvarnar- starf varðandi börn og unglinga og þá í samstarfi við félags-, fræðslu- og íþróttanefndir sveitarfélaganna. Óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til þessarar hugmyndar. Samrit bréfsins sent Reykhólahreppi, Súðavíkurhreppi og Bolungarvíkurkaupstað.
Bæjarráð óskar eftir að formaður barnaverndarnefndar og forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu komi til viðræðna um málið á næsta fund bæjarráðs.
3. Bréf bæjarstjóra. - Kómedíuleikhúsið. 2005-09-0047.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 15. september s.l., ásamt fleiri gögnum, bréf er inniheldur bókanir nefnda varðandi Kómedíuleikhúsið og greinargerð bæjarstjóra um viðræður við Elfars Loga Hannesson f.h. Kómedíuleikhússins. Í lok bréfsins leggur bæjarstjóri fram neðangreinda tillögu.
,,Framlag Ísafjarðarbæjar til tvíhliðasamnings þarf ekki eingöngu að vera í formi styrkja eða fjármagns með beinum hætti. Það má einnig hugsa sér að gera slíkan samning til reynslu þar sem skilgreind yrði verktaka Kómedíuleikhússins, t.d. framkoma í skólum og leikskólum bæjarins (sem er nýtt í dag en er ekki í einum heildarsamningi), þá mætti hugsa sér að leikhúsið tæki að sér framkvæmd ákveðinna menningarviðburða og hátíða.
Undirritaður leggur til að leitað verði slíkra leiða til að koma til móts við Kómedíuleikhúsið. Með þeim hætti þarf heildarfjármagn ekki að aukast heldur er verið að nýta það með markvissari hætti. Með aðkomu bæjarins með þeim hætti styrkist leikhúsið sem annað tveggja atvinnuleikhúsa landsbyggðarinnar. Áfram eru bundnar vonir við styrki frá fleiri aðilum, möguleika á tengingu við vaxtarsamning, leiklistarsjóð og menningarsamning. Takist Kómedíuleikhúsinu að ná rekstrarfjármagni frá sem flestum þessara ætti hlutverk Ísafjarðarbæjar að sama skapi að minnka.?
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman yfirlit yfir greiðslur Ísafjarðarbæjar til Kómedíuleikhússins og Elfars Loga Hannessonar fyrir listviðburði á ársgrundvelli.
4. Bréf Fasteignasölu Vestfjarða. - Forkaupsréttur að eignarhluta í Aðalstræti 37, Ísafirði. 2006-09-0057.
Lagt fram bréf Fasteignasölu Vestfjarða ehf., Ísafirði, dagsett 13. september s.l., er varðar forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að eignarhluta í húseigninni Aðalstræti 37, Ísafirði. Borist hefur kauptilboð í eignarhlutann og spurt er hvort Ísafjarðarbær muni notfæra sér forkaupsrétt. Bréfinu fylgir samþykkt kauptilboð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að forkaupsrétti verði hafnað.
5. Sjúkraflugvél staðsett á Ísafirði. - Frétt á bb.is.
Lögð fram útprentuð frétt af bb.is þann 15. september s.l., þar sem fram kemur, að ákvörðun hafi verið tekin um að sjúkraflugvél verði staðsett á Ísafirði nú í vetur. Vitnað er í ummæli heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum RUV þann 14. september s.l.
Bæjarráð fagnar ákvörðun heilbrigðisráðherra í þessu máli. Lagt fram til kynningar.
6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Kynningarfundur um ný lög um umhverfismat áætlana.
Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 15. september s.l., þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun efnir til kynningarfundar, um ný lög nr. 105 frá 14. júní 2005, um umhverfismat áætlana. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 16. október kl. 14:00 í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða að Árnagötu 2-4, Ísafirði.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.
7. Bréf Launanefndar sveitarfélaga. - Framlenging á heimild vegna greiðslu til leikskólakennara.
Lagt fram bréf frá Karli Björnssyni hjá Samb. ísl. sveitarfélaga, varðandi samþykkt Launanefndar sveitarfélaga á framlengingu heimildar til yfirborgana hjá hluta leikskólakennara til 30. nóvember n.k., þar sem samningar við Félag leikskólakennara verða ekki frágengnir fyrir komandi mánaðarmót.
Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar á svohljóðandi samþykkt LN. ,,Til að tryggja að enginn lækki í launum þ. 1. október 2006 og af tæknilegum ástæðum samþykkir LN, að framlengja heimildir sveitarfélaga til viðbótargreiðslna umfram kjarasamning vegna FL, sem samþykktar voru á 213. fundi LN þann 28. janúar 2006, fram til gildistöku nýs kjarasamnings aðila, en þó ekki lengur en til 30. nóvember 2006.?
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að ofangreind samþykkt Launanefndar sveitarfélaga verði staðfest.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:40.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Sigurður Pétursson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.