Bæjarráð - 491. fundur - 28. ágúst 2006

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


 


Íþrótta- og tómstundanefnd 23/8.  63. fundur.


Fundargerðin er í þrettán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Undir þessum lið var tekið fyrir bréf Jóns Björnssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa, dags. 28. ágúst 2006, þar sem óskað er niðurfellingu á gjaldi fyrir börn og ungmenni 16 ára og yngri í sundlaugar Ísafjarðarbæjar í septembermánuði 2006.


Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir skýrslu um aðsókn barna og ungmenna að sundlaugunum að reynslutímabilinu loknu.


 


Umhverfisnefnd 23/8.  238. fundur.


Fundargerðin er í tólf liðum.


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


9. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


10. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


12. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við núverandi lóðarhafa.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 3-0.



Landbúnaðarnefnd 23/8.  75. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


2. tölul. Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 3-0.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.



2.  Minnisblað bæjarstjóra ? áætlun almenningsvagna. 2006-07-0049.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 25. ágúst sl. varðandi áætlun almenningsvagna í tengslum við erindi Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. sem lagt fram á fundi bæjarráðs 25. júlí sl. Gerð er tillaga að einni ferð á dag verði bætt við akstur strætisvagna á morgnana. Fyrirkomulagið gildi til reynslu til næstu áramóta enda verði nýting annarra ferða athuguð og tillaga gerð um niðurfellingu sé engin nýting á þeim ferðum. Viðbótarkostnaði vegna aukaferða er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins.


Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra. Guðni G. Jóhannesson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.


 


3. Olíudreifing ehf  ? olíubirgðastöð á Ísafirði. 2006-01-0054.


Lagt fram bréf frá Herði Gunnarssyni, framkv.stj. Olíudreifingar ehf, dagsett 21. ágúst sl. varðandi staðsetningu olíubirgðastöðvar félagsins á Ísafirði og með fyrirspurnum um tímaáætlun framkvæmda á Mávagarði, tímasetningu viðræðna við félagið og um kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins við flutning birgðastöðvarinnar.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara og leggja svarið fyrir bæjarráð.



4. Súðavíkurhreppur  ? kjör fulltrúa í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis. 2005-02-0076.


Lagt fram bréf frá Ómari Má Jónssyni, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dagsett 18. ágúst sl. þar sem tilkynnt er að Sigurdís Samúelsdóttir sé aðalfulltrúi Súðavíkurhrepps í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði og að Valgeir Hauksson sé varamaður hennar.


Lagt fram til kynningar.



5. Bænarskjal íbúa við Miðtúnsbrekku ? hraðahindranir. 2006-08-0045.


Lagt fram bæjarskjal frá fjórtán íbúum við Miðtúnsbrekku Ísafirði, ódagsett með ósk um að hraðahindrun verði sett upp í Miðstúnsbrekku á Ísafirði.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar. Sigurður Pétursson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.



6. Kiwanisklúbburinn Básar ? umdæmisþing og ósk um styrk.


Lagt fram bréf frá Kristjáni G. Jóhannssyni, dagsett 24. ágúst sl. með ósk um styrk til greiðslu á leigu íþróttahússins á Torfnesi vegna umdæmisþings Kiwanis fyrir umdæmið Ísland-Færeyjar haldið dagana 15. - 17. september nk.


Bæjarráð fagnar komu Kiwanisfélaga til Ísafjarðarbæjar og samþykkir styrk 195.000 kr. á móti húsaleigu. Kostnaður bókist á 21-81-9951.



7. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ? myrkvun.


Lagt fram bréf frá Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, dagsett 24. ágúst sl. með ósk um að slökkt verði á götuljósum og öðrum ljósum í eigum sveitarfélagsins þann 28. september nk. kl. 22:00-22:30 í tilefni opnunardags Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika sveitarfélagsins til þátttöku.



8. Nanortalik ? heimsókn grænlensk kórs.


Lagt fram bréf frá Debora Kleist, varabæjarstjóra Nanortalik vinabæjar Ísafjarðar í Grænlandi, dagsett 12. júlí sl. varðandi heimsókn og móttöku kórs sem kom til Ísafjarðarbæjar 19. - 25.  júlí sl.


Lagt fram til kynningar.



9. 51. Fjórðungsþing Vestfirðinga ? málefni þingsins.


Rætt um málefni á 51. Fjórðungsþingi Vestfirðinga haldið í Súðavík 1. og 2. september nk.


Formaður bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:


Áskorun frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar sem óskað er eftir að tekin verið til umfjöllunar á 51. Fjórðungsþingi Vestfirðinga:


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur stöðu vegamála á Vestfjörðum vera það slæma að ekki megi draga úr eða fresta framkvæmdum frá því sem segir í samgönguáætlun.


Við vígslu flugvallarins á Þingeyri 19. ágúst sl. lýsti samgönguráðherra því yfir að hann stefndi að því að framkvæmdum við brú yfir Mjóafjörð og aðliggjandi vegi í Ísafjarðardjúpi auk Arnkötludals yrði lokð á árinu 2008. Bæjarráð fagnar þessari yfirlýsingu ráðherra en bendir á að útboð verka mega ekki dragast lengur eigi markmið samgönguráðherra að nást og samgönguáætlun Alþingis 2003-2014 að standast. Samkvæmt samgönguáætlun á bundið slitlag að vera komið um Ísafjarðardjúp og Arnkötludal í lok árs 2008 og um Vestfjarðaveg 2010. Stefna ríkisstjórnarinnar var að nýta hluta af söluandvirði Símans til að gera þessar framkvæmdir mögulegar innan fyrrgreindra tímamarka.


Ennfremur er vísað til bókunar bæjarráðs frá 3. júlí sl.:


?Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega ákvörðun ríkisstjórnar Íslands, um að fresta útboði á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum. Aðgerðir til að draga úr þenslu í hagkerfinu eru nauðsynlegar en eiga að taka á þeim svæðum sem búa við þenslu. Uppruni þenslu í hagkerfinu er ekki á Vestfjörðum og það er óásættanlegt að draga úr bráðnauðsynlegum vegaframkvæmdum í fjórðungnum, ekki síst eftir að strandsiglingar lögðust af.  Vegirnir bera ekki þungaumferð og slysahætta skapast vegna ástands þeirra.


 Skorað er á ríkisstjórn Íslands að leita annarra leiða til að draga úr þenslu, en þeirra að draga úr framkvæmdahraða við vegagerð á Vestfjörðum, þar sem verið er að leysa af hólmi 50 ára gamla malar- og moldartroðninga, sem eru ónothæfir fyrir þungaflutninga og almenna umferð.?


 Bæjarráð samþykkir tillögu formanns bæjarráðs að framangreindri bókun og felur bæjarstjóra að senda bókunina til 51. Fjórðungsþings Vestfirðinga. Ennfremur samþykkir bæjarráð að senda bókun bæjarráðs frá 21. ágúst sl. um staðsetningu sjúkraflugvélar á Ísafirði.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:28.


     


Þórir Sveinsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?