Bæjarráð - 490. fundur - 21. ágúst 2006
Þetta var gert:
1. Bæjartæknifræðingur ? staða framkvæmda.
Mættur til viðræðna við bæjarráð Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur Ísafjarðarbæjar. Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dagsett 21. ágúst frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, varðandi malbikun gatna í Ísafjarðarbæ (Túngata og Sætún, Suðureyri) þar sem lagt er til að leggja malbik á fleiri götur en gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun ársins. Viðbótarkostnaður er 12 millj.kr. sem færist á fjárhagsárið 2007. Almennt var rætt um stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings.
2. Fundargerðir nefnda.
Félagsmálanefnd 9/8. 270. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 15/8. 242. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
3. tölul. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar fram til kynningar.
3. Minnisblað bæjarstjóra ? staðsetning sjúkraflugvélar. 2005-08-0018.
Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 11. ágúst sl. ásamt fylgigögnum, varðandi staðsetningu sjúkraflugvélar á Ísafjarðarflugvelli.
Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu Ísafjarðarbæjar um að sjúkraflugvél verði áfram staðsett á Ísafjarðarflugvelli þar sem enn hafi ekki verið settur upp búnaður til næturflugs á Þingeyrarflugvelli, sem er forsenda fyrir fullnægjandi öryggi í sjúkraflugi.
4. Fjármálastjóri - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar í janúar-
júní 2006. 2006-05-0073.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 10. ágúst sl., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar hjá Ísafjarðarbæ tímabilið janúar - júní 2006.
Lagt fram til kynningar.
5. Bolungarvíkurkaupstaður ? kjör fulltrúa í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis. 2005-02-0076.
Lagt fram bréf Höllu Signýju Kristjánsdóttur, skrifstofustjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, dagsett 11. ágúst sl. þar sem tilkynnt er að Anna Guðrún Edvardsdóttir sé aðalfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði og að Sölvi R. Sólbergsson sé varamaður hennar.
Lagt fram til kynningar.
6. Gunnar Atli Gunnarsson ? afsláttur af leigu íþróttahússins á Torfnesi.
Lagt fram bréf frá Gunnari Atla Gunnarssyni, dagsett 18. ágúst sl. með ósk um styrk til niðurgreiðslu á leigu íþróttahússins á Torfnesi vegna styrktartónleika til handa Krabbameinsfélaginu Sigurvon á Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir að styrkja tónleikana með niðurfellingu leigugjalds umfram 70.000 kr.
7. Félagsmálaráðuneytið ? sameining sveitarfélaga og stjórnsýsluheiti. 2006-08-0028.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá félagsmálaráðuneytinu dagsett 11. ágúst sl. með lista yfir sveitarfélög í landinu, númer þeirra og stjórnsýsluheiti. Í bréfinu er sveitarfélögum bent á að þau eigi að nota stjórnsýsluheiti sitt á opinberum skjölum, s.s. í bréfsefni o.fl.
Lagt fram til kynningar.
8. Sjávarþorpið Suðureyri ? útgáfa götukorts. 2006-08-0027.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali dagsett 13. ágúst sl. frá Benedikt Bjarnasyni, f.h. verkefnisins ?Sjávarþorpið Suðureyri?, með ósk um að götukort fyrir Suðureyri sem gefið var út fyrir tveimur árum verði endurútgefið m.a. vegna breytinga á framboðinni þjónustu frá útgáfudegi.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar.
9. Fjórðungssamband Vestfirðinga ? dagskrá 51. Fjórðungsþings Vestfirðinga.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dagsett 17. ágúst sl. frá Aðalsteini Óskarssyni, f.h. stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, þar sem boðað er til 51. Fjórðungssþings Vestfirðinga 1. og 2. september nk. í Grunnskólanum í Súðavík.
Lagt fram til kynningar.
10. Fjórðungssamband Vestfirðinga ? fundur með þingmönnum.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali dagsett 18. ágúst sl. frá Aðalsteini Óskarssyni, f.h. stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, þar sem boðaður er fundur 31. ágúst nk. með þingmönnum í Norðvesturkjördæmi vegna ákvörðunar ríkisstjórnar um sérstakar aðgerðir til þess að draga úr þenslu. Fundurinn verður haldinn í Þróunarsetri Vestfjarða, Ísafirði, og hefst kl. 20.00.
Lagt fram til kynningar.
11. Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu ? niðurgreiðsla á mat í mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði.
Lagt fram bréf dagsett 18. ágúst sl. frá Ingibjörgu M. Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, þar sem tilkynnt er um vísitöluhækkanir á keyptum mat til mötuneytis Grunnskólans á Ísafirði og tóku breytingarnar gildi 1. ágúst sl. Í bréfinu kemur fram að kostnaður foreldra/forráðamanna mun lækka með nýju afsláttarfyrirkomulagi ef nemendur eru skráðir fyrir kaupum á matarskammti allan veturinn. Ennfremur er lagt til að niðurgreiðsla sveitarfélagsins á matarskammti nemenda í mötuneytinu verði hækkuð úr 100 kr. á matarskammtinn í 110 kr.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar viðbótarkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um aðsókn að mötuneyti grunnskólans, nýtingu þess, kostnaði og tekjum.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00.
Þórir Sveinsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Gísli H. Halldórsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.