Bæjarráð - 487. fundur - 17. júlí 2006

í Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, setti fundinn, en vék síðan af fundi við afgreiðslu 3. liðar 236. fundargerðar umhverfisnefndar undir 1. dagskrárlið og undir 2. dagskrárlið.  Inn á fund bæjarráðs kom í hans stað Svanlaug Guðnadóttir.  Gísli H. Halldórsson, varaformaður bæjarráðs, tók við stjórn fundarins í fjarveru Guðna Geirs. 


Þetta var gert:





1. Fundargerð nefndar.


Umhverfisnefnd 12/7.  236. fundur.


Fundargerðin er í sextán liðum.


2. liður.  Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


9. liður.  Afgreiðsla umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


10. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


11. liður. Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarritara að afla frekari upplýsinga um erindið.


12. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 3-0.


 


2.  Minnisblað bæjarritara. - Lóðin Sundstræti 36, Ísafirði.  2006-03-0149.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 14. júlí s.l., þar sem gert er grein fyrir að viðræður hafi átt sér stað um hugsanleg kaup Ísafjarðarbæjar á hluta lóðarinnar Sundstrætis 36, Ísafirði.  Með minnisblaðinu fylgir bréf frá G7 ehf., Ísafirði, dagsett þann 7. júlí s.l., þar sem félagið býður Ísafjarðarbæ til kaups sinn eignarhluta í lóðinni, að stærð 1.140 fermetrar. 


Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um lóðakaup Ísafjarðarbæjar s.l. 5 ár og hugsanlegan samanburð við sambærileg sveitarfélög.



3. Bréf Hafstjörnunnar, Ísafirði. - Beiðni um styrk.  2006-06-0069.


Lagt fram að nýju bréf frá Hafstjörnunni, unglingadeild, Ísafirði, dagsett þann 7. júní s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna utanlandsverðar 9 unglinga og tveggja fararstjóra.  Hafstjarnan er deild í Björgunarfélagi Ísafjarðar.


Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 30.000.-, sem færist á 21-81-995-1 í bókhaldi.



4. Bréf Miðfells hf., Ísafirði. - Sorpeyðingargjöld.  2006-07-0031.


Lagt fram bréf frá Miðfelli hf., Ísafirði, dagsett 23. júní s.l., er varðar álagningu sorpeyðingargjalds á fyrirtækið og skipan þess í gjaldflokk.


Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til skoðunar.



5. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Ágóðahlutagreiðsla 2006. 2006-07-0036.


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 10. júlí s.l., þar sem m.a. er tilkynnt um ágóðahlutagreiðslu félagsins til Ísafjarðarbæjar á árinu 2006.  Hlutur Ísafjarðarbæjar er kr. 21.690.000.- og kemur til útborgunar þann 15. október 2006.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.  Sent fjármálastjóra til kynningar.



6. Minnisblað bæjarritara. - 2. liður 235. fundargerðar umhverfisnefndar. 2005-06-0019.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 14. júlí s.l., varðandi tillögu umhverfisnefndar í 2. lið 235. fundargerðar nefndarinnar frá 21. júní s.l.  Frestað var á 485. fundi bæjarráðs, að greiða atkvæði um þennan lið, þar sem erindi þess hafði ekki formlega verið auglýst í Stjórnartíðindum.  Tillagan varðar deiliskipulag fyrir skólasvæðið við Austurveg og Aðalstræti 36 á Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt með vísan til greinargerðar bæjartæknifræðings.


Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar 3-0.



7. Minnisblað bæjarritara. - Bréf Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. - Sorphirða og gámahreinsun í Ísafjarðarbæ.  2005-10-0064.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 14. júlí s.l., varðandi samþykkt bæjarráðs frá 3. júlí s.l., þar sem samþykkt var að samið yrði við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., um sorphirðu, gámahreinsun og urðun á óbrennanlegu sorpi til eins árs.


Borist hefur bréf frá Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., í framhaldi af samþykkt bæjarráðs og er þar boðið upp á að samið verði um sorphreinsun og gámahreinsun í Ísafjarðarbæ til eins árs með 10% hækkun á núverandi verðum.  Ekki er fallist á að ganga til samninga við Ísafjarðarbæ um urðun á óbrennanlegu sorpi til eins árs.


Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn einu að gengið verði til samninga við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.


Sigurður Pétursson óskaði bókað, að hann er á móti tilboðinu, þar sem hækkun um 10% er umfram verðlagshækkanir undangengið ár.



8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Landsþing 2006.  2006-06-0051.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 6. júlí s.l., er varðar 20. landsþing sambandsins er haldið verður á Akureyri dagana 27. til 29. september n.k.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:27.


         


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Svanlaug Guðnadóttir.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?