Bæjarráð - 481. fundur - 15. maí 2006

 Árið 2006, mánudaginn 15. maí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í á Ísafirði.


Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 9/5.  268. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fræðslunefnd 9/5.  239. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 9/5.  122. fundur.


Fundargerðin er í sex lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 10/5. 232. fundur.


Fundargerðin er í ellefu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Kjörskrá í Ísafjarðarbæ vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006. 2006-03-0089.


Lögð fram kjörskrá í Ísafjarðarbæ vegna sveitarstjórnarkosninga þann 27. maí 2006.  Á kjörskrá frá Hagstofu Íslands, sem miðast við 6. maí s.l., eru alls 2.860 einstaklingar.  Þar af eru alls 1.424 konur og 1.436 karlar.


Bæjarráð vísar staðfestingu kjörskrár til fundar bæjarstjórnar þann 18. maí n.k. 



3. Bréf verkefnisstjóra tæknideildar. - Tvö kauptilboð í Árvelli 5, Hnífsdal. 


 2006-04-0049.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Gunnarssonar, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett þann 11. maí s.l., þar sem fram kemur að borist hafa tvö kauptilboð í húseignina Árvelli 5 í Hnífsdal.  Tilboð frá Benedikt Bjarnasyni og Magnúsi H. Jónssyni, að upphæð            kr. 1.000.000.- og tilboð frá Jóni Sigmundssyni og Línu Þ. Friðbertsdóttur, að upphæð    kr. 720.000.-.  Lagt er til við bæjarráð að samið verði við þá Benedikt og Magnús.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Benedikts Bjarnasonar og Magnúsar H. Jónssonar verði tekið.



4. Bréf Skarphéðins Hjálmarssonar og Lindu Steingrímsdóttur. - Beiðni um endurskoðun kaupverðs á Árvöllum 7, Hnífsdal.  2004-09-0069.


Lagt fram bréf frá Skarphéðni Hjálmarssyni og Lindu Steingrímsdóttur, Grenilundi 2, Ísafirði, dagsett 10. maí s.l., þar sem þau óska eftir viðræðum um endurskoðun á kaupsamningi vegna uppkaupa Ísafjarðarbæjar á Árvöllum 7, Hnífsdal, samkvæmt kaupsamningi dagsettum 29. apríl 2005.  Kaupsamningurinn var á sínum tíma undirritaður með fyrirvara um endurskoðun, breyttust forsendum á mati uppkaupaeigna, vegna ofanflóðahættu.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.



5. Bréf Knattspyrnufélagsins Harðar. - Beiðni um styrk.  2006-05-0045.


Lagt fram bréf frá Kanttspyrnufélaginu Herði á Ísafirði dagsett 9. maí s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að fjárhæð kr. 30.000.- vegna glímumóts þar sem glímt verður um ,,Vestfjarðabeltið? laugardaginn 20. maí n.k.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 30.000.- er færist á liðinn 21-81-995-1.


 


6. Bréf Sundatanga ehf. - Eignarlóð að Aðalstræti 20, Ísafirði.  2006-05-0038.


Lagt fram bréf frá Sundatanga ehf., Ísafirði, dagsett 9. maí s.l., þar sem félagið býður Ísafjarðarbæ til kaups eignarlóð sína að Aðalstræti 20 á Ísafirði.  Lóðin er alls 166,4 fermetrar að stærð.


Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við bréfritara.



7. Fréttatilkynning frá Ísafjarðarbæ. - Símaverið ehf., Ísafirði.


Lögð fram fréttatilkynning frá Ísafjarðarbæ frá 9. maí s.l., er varðar stofnun Símaversins ehf., Ísafirði, þjónustufyrirtækis um símsvörun ofl.  Jafnframt er lögð fram viljayfirlýsing Símaversins og Ísafjarðarbæjar, um símsvörun fyrir Ísafjarðarbæ.


Lagt fram til kynningar. 



8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. 


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 9. maí s.l., þar sem fram kemur að boðað hefur verið til aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 17. maí n.k. kl. 15:00, á Café Riis á Hólmavík.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Lagt fram til kynningar.



9. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um Flugmálastjórn Íslands. 2006-05-0050.


Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 11. maí s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Flugmálastjórn Íslands.  Umsögn berist eigi síðar en 18. maí 2006.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að umsögn Ísafjarðarbæjar.



10. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags - um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur FÍ.  2006-05-0051.


Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 11 . maí s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur FÍ.   Umsögn berist eigi síðar en 18. maí 2006.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að umsögn Ísafjarðarbæjar.



11. Bréf hafnarstjóra. - Lóðaleiga á hafnarsvæði.  2006-05-0049.


Lagt fram bréf frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra hafna Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. maí s.l.  Í bréfinu er vísað til fundar formanns hafnarstjórnar og hafnarstjóra með bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, vegna endurskilgreiningar á hafnarsvæðinu á Ísafirði, lóðaleigu ofl.


Bæjarráð felur fjármálastjóra ásamt hafnarstjóra að vinna að málinu.



12. Bréf bæjartæknifræðings. - Sorphirða, urðun og gámasvæði.  2005-12-0048.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 11. maí s.l., er varðar hugmyndir frá Gámaþjónustu Vestfjarða um gerð gámasvæða á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, sem og tilboð í sorphirðu, urðun á óbrennanlegu sorpi, gámahreinsun og uppbyggingu nýrra gámasvæða.  Bréfinu fylgja ýmis gögn og drög að samningum.


Bæjartæknifræðingur leggur til að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða um sorphirðu til eins árs meðan verið er að undirbúa útboðsgögn.


Bæjartæknifræðingur leggur til að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða um uppbyggingu nýrra gámasvæða og sá samningur verði til 10 ára en að samningstíma loknum eignist Ísafjarðarbær gámasvæðin.


Bæjarráð telur hugmyndir bæjartæknifræðings um uppbyggingu gámasvæða vera áhugaverðar og felur honum að afla frekari upplýsinga um verðsamanburð við önnur sveitarfélög, sem og lagalegar heimildir.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:20.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?