Bæjarráð - 480. fundur - 8. maí 2006

480. fundur bæjarráðs Ísafjarðarbæjar


Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 4/5.  68. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


Íþrótta- og tómstundanefnd 3/5.  61. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


1. liður. Bæjarráð vísar þessum lið til umhverfisnefndar hvað varðar


leyfisveitingar.


2. liður.  Bæjarráð fellst á tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


Landbúnaðarnefnd 2/5.  73. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


1. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögur landbúnaðarnefndar um ráðningu skotmanna.


1. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar um greiðslu skotlauna fyrir mink utan grenjatíma.


3. liður.  Bæjarráð vísar þessum lið til umsagnar umhverfisnefndar.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



2.  Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í framkvæmdir á 2. áfanga við Grunnskólann á Ísafirði.  2005-06-0019.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 4. maí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er borist hafa í verkið Grunnskólinn á Ísafirði, 2. áfangi.  Eftirfarandi tilboð bárust.


 Ágúst & Flosi ehf., kr. 518.723.535,- 143,6 %


 Spýtan ehf.,  kr. 505.516.716,- 139,9 %


 Vestfirskir verktakar kr. 370.813.369,- 102,7 % 


 (var við opnun kr.369.963.369)


 Kostnaðaráætlun kr. 361.217.314,- 100,0 %


Bæjartæknifræðingur leggur til að tilboði Vestfirskra Verktaka verði tekið á grundvelli tilboðsins.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Vestfirska Verktaka á grundvelli tilboðs þeirra.



3. Bréf Stefáns Dan Óskarssonar. - Ráðgjafaþjónusta Vestfjarða. 2006-05-0010.


Lagt fram bréf Stefáns Dan Óskarssonar, Ísafirði, dagsett 3. maí s.l., er varðar hugsanlega stofnun fyrirtækis, sem sérhæfir sig í eftirmeðferðum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga.  Einnig er um að ræða ráðgjöf fyrir aðstandendur alkóhólista, unglinga- og fjölskylduráðgjöf.


Óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld, um hvernig bærinn geti komið að málinu.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Skóla- og fjölskylduskrifstofu.  


  


4. Bréf SÁÁ. - Beiðni um styrk.  2006-05-0007.


Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ ódagsett, þar sem fram kemur að árleg álfasala SÁÁ verður dagana 18.-20. maí n.k.  Þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ að hann styrki SÁÁ um kr. 50.000.-, sem nemur andvirði einna 50 álfa.


Bæjarráð samþykkir erindið, styrkur að upphæð kr. 50.000.- færist á 21-81-995-1. 



5. Minnisblað bæjarritara. - Skíðheimar Seljalandsdal, fasteignagjöld ársins 2006.  2006-03-0111. 


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 5. maí s.l., er varðar álagningu fasteigna- gjalda á Skíðheima Seljalandsdal á árinu 2006 og það að eignin fellur ekki undir þær reglur enn sem komið er, sem settar hafa verið um styrki til félagasamtaka til greiðslu fasteignagjalda.  Málið var kynnt í bæjarráði þann 10. apríl 2006.


Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignagjalda ársins 2006.


 


6.  Bréf Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar ehf. - Húsakaup og staðsetning þess.


2006-05-0022.


Lagt fram bréf ásamt kauptilboði frá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar ehf., Ísafirði, hvoru tveggja dagsett 4. maí s.l.  Efni bréfanna er að kaupa húsið sem staðsett er á gæsluvelli við Túngötu á Ísafirði og fá heimild til að staðsetja það til bráðabirgða við aðstöðu félagsins við Sundahöfn á Ísafirði.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.  Jafnframt vísar bæjarráð erindinu til umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umsagnar.



7. Bréf Litla leikklúbbsins. - Vínveitingaleyfi.  2006-05-0021.  


Lagt fram bréf frá Litla Leikklúbbnum á Ísafirði dagsett 3. maí s.l., þar sem óskað er eftir vínveitingaleyfi vegna leiksýninga í Félagsheimilinu Hnífsdal dagana 25., 28. og 29. maí n.k.


Bæjarráð samþykkir veitingu vínveitingaleyfis til LL, að uppfylltum öðrum skilyrðum. 



8. Álagning fasteignagjalda í Landskrá fasteigna.  2005-05-0020. 


Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra samráðshóps um Landskrá fasteigna dagsett 27. apríl s.l.  Í bréfinu er gerð grein fyrir vinnu samráðshópsins og stöðu málsins nú.


Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra og tæknideildar.  



9. Bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins. - Styrkur til Faktorshúss í Neðstakaupstað á Ísafirði.  2006-05-0024.


Lagt fram bréf frá Húsafriðunarnefnd ríkisins dagsett 27. apríl s.l., þar sem fram kemur að nefndin hefur styrkt framkvæmdir við Faktorshúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði um kr. 4.000.000.- á árinu 2006.


Lagt fram til kynningar. 





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:47.


       


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?