Bæjarráð - 478. fundur - 24. apríl 2006

Þetta var gert:





1. Forsvarsmenn Hestamannafélagsins Hendingar mæta á fund bæjarráðs.


2005-03-0090.


Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði, dagsett 19. apríl s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum til að kynna fyrirhugaða byggingu félagsins á reiðhúsi í Engidal í Skutulsfirði.


Til fundar við bæjarráð eru mættir þeir Jónas Björnsson, Marinó Hákonarson og Össur P. Össurarson, fulltrúa Hestamannafélagsins Hendingar og gerðu þeir grein fyrir kostnaði við uppbyggingu reiðhúss, rekstrarkostnaði á ársgrundvelli og hugsanlegri fjármögnun. 



2. Fundargerðir nefnda.


 Barnaverndarnefnd 19/4.  67. fundur.


 Fundargerðin er í þremur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Félagsmálanefnd 11/4.  267. fundur.


 Fundargerðin er í fjórum liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Íþrótta- og tómstundanefndar 19/4.  60. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 1. liður.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Íbúasamtaka


 Holtakerfis verði tekið og gert verði ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun


 ársins 2007.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



3. Bréf sóknarnefndar Holtssóknar. - Kirkjugarðurinn í Holti.  2003-05-0054. 


Lagt fram bréf frá sóknarnefndar Holtssóknar dagsett 5. apríl s.l., varðandi framkvæmdir við kirkjugarðinn í Holti í Önundarfirði og aðkomu Ísafjarðarbæjar að þeim framkvæmdum.


Bæjarráð óskar eftir nýrri framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við kirkjugarðinn í Holti.



4. Bréf Sólbergs Jónssonar, Bolungarvík. - Stofnun lögbýlis.


Lagt fram bréf frá Sólberg Jónssyni, Bolungarvík, dagsett 18. apríl s.l., þar sem hann óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar, um stofnun lögbýlis á jörðunum Kjós (188884) í Hrafnsfirði og Leiru (188955) í Leirufirði í Jökulfjörðum.  Erindið er vegna fyrirhugaðrar þátttöku í verkefninu Skjólskógar á Vestfjörðum.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.





5. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í framkvæmdir við Hlíðarveg á Ísafirði.


2004-09-0046.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 19. apríl s.l., varðandi tilboð er borist hafa í framkvæmdir 1. áfanga við gatnagerðarframkvæmdir á Hlíðarvegi á Ísafirði. 


Eftirfarandi tilboð bárust.


Úlfar ehf.,    kr. 26.921.050,- 81,1 %


Úlfar ehf., frávikstilboð  kr. 24.493.450,- 73,8 %


KNH ehf.,    kr. 29.787.805,- 89,7 %


KNH ehf., frávikstilboð  kr. 28.274.805,- 85,1 %


KNH ehf., frávikstilboð  kr. 27.319.255,- 82,3 %


Tígur ehf.,    kr. 30.329.693,- 91,3 %


Gröfuþjónusta Bjarna ehf.,  kr. 30.382.920,- 91,5 %


Kostnaðaráætlun   kr. 33.208.720,- 100  %


Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 24,7 millj. í verkið.


Bæjartæknifræðingur leggur til að frávikstilboði Úlfars ehf., verði tekið. Frávikið gerir ráð fyrir að steypta stoðvegg í stað þess að hlaða og að kantsteinn verði staðsteyptur.  Í útboðsgögnum var gert ráð fyrir forsteyptum kantsteini.


Orkubú Vestfjarða og Síminn koma að hluta til að verkinu, þegar búið er að taka tillit til aðkomu þeirra er hlutur Ísafjarðarbæjar áætlaður kr. 23,8 millj.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, vék af fundi undir þessum lið dagskrár.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga bæjartæknifræðings verði samþykkt.



6.  Bréf Fossavatnsgöngunnar. - Afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi.


Lagt fram bréf frá Kristbirni R. Sigurjónssyni, f.h. Fossavatnsgöngunnar, móttekið 19. apríl s.l., þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Torfnesi dagana 28. til og með 30. apríl n.k., án endurgjalds.  Jafnframt er óskað eftir aðstoð bæjarstarfsmanna við flutning tækja.


Bæjarráð samþykkir erindið, millifærður kostnaður færist á liðinn 21-81-995-1. 



7. Bréf verkefnisstjóra tæknideildar. - Leikskólinn Grænigarður.  2006-04-0026. 


Lagt fram bréf Jóhanns B. Gunnarssonar, verkefnisstjóra, dagsett 11. apríl s.l., varðandi tilboð er borist hefur í utanhúss málun á leikskólanum Grænagarði á Flateyri.  Verkið var boðið út, en aðeins barst eitt tilboð frá Málningarlagernum s.f., að upphæð kr. 1.393.050.-, en kostnaðaráætlun var upp á kr. 1.480.960.-.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samið verði við Málningarlagerinn s.f., um verkið.



8. Byggðakvóti Ísafjarðarbæjar 2005/2006.  2005-06-0041.


Lögð fram afrit tveggja bréfa til sjávarútvegsráðuneytis vegna skiptingar byggða- kvóta Ísafjarðarbæjar 2005/2006, ásamt yfirliti um sundurliðun á einstaka skip eða báta.  Skiptingin hefur verið staðfest af sjávarútvegsráðuneyti og sent Fiskistofu til úrvinnslu.


Birna Lárusdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.


Lagt fram til kynningar.





9. Bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga, 1. maí nefnd. - Afnot af íþróttahúsinu


á Torfnesi.  2006-04-0032.


Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, 1. maí nefndar, dagsett 12. apríl s.l., þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Torfnesi þann 1. maí n.k., til hátíða- halda, án endurgjalds.


Bæjarráð samþykkir erindið á forsendum 100 ára afmælis.  Millifærður kostnaður færist á liðinn 21-81-995-1.  



10. Bréf Landmælinga Íslands. - Mörk sveitarfélaga milli Skjaldabjarnarvíkur og  Reykjafjarðar.   2005-08-0062.


Lagt fram bréf frá Landmælingum Íslands dagsett 19. apríl s.l., er varðar mörk sveitarfélaga milli Skjaldabjarnarvíkur og Reykjafjarðar á Ströndum.  Bréfið er í framhaldi af erindi Ísafjarðarbæjar til Landmælinga dagsettu 2. mars s.l.  Í bréfi Landmælinga Íslands kemur fram að málið er í vinnslu hjá Örnefnanefnd og verður trúlega tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 26. apríl n.k.


Lagt fram til kynningar.



11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Drög að viðmiðunarreglum, um skyldur sveitarfélaga varðandi kirkjugarðastæði ofl. 


Lagt fram tölvubréf frá Sigurði Óla Kolbeinssyni hjá Samb. ísl. sveitarf. dagsett þann 19. apríl s.l., ásamt drögum að viðmiðunarreglum, um skyldur sveitarfélaga varðandi kirkjugarðastæði ofl.  Óskað er umsagnar um reglurnar og verði umsögn skilað í síðasta lagi föstudaginn 5. maí n.k.


Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar.



12. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 733. fundi.


Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 733. fundi er haldinn var föstudaginn 24. mars s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.



13. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.


      Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2005.


Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 10. apríl s.l., ásamt 54. fundargerð heilbrigðisnefndar frá 7. apríl s.l.  Jafnframt fylgir bréfinu og er lögð fram, skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2006.


Bæjarráð þakkar skýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.  Lagt fram til kynningar.



14. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:42. 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.    


Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?