Bæjarráð - 477. fundur - 10. apríl 2006


Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


 Almannavarnanefnd 21/3.  62. fundur.


 Fundargerðin er í tveimur liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Almannavarnanefnd 24/3.  63. fundur.


 Fundargerðin er í sex liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Landbúnaðarnefnd 6/4.  72. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefnd 5/4.  230. fundur.


 Fundargerðin er í ellefu liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf bæjarstjóra. - Gamli slippurinn á Suðurtanga.  2005-11-0099.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. apríl s.l., þar sem hann kynnir viðræður sínar við forsvarsmenn Sæfara, félags áhugamanna um sjósport á Ísafirði, um hugsanleg kaup Ísafjarðarbæjar á gamla slippnum á Suðurtanga, Ísafirði.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn Sæfara.



3. Bréf bæjarstjóra. - Faktorshúsið í Hæstakaupstað.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. apríl s.l., varðandi Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði. 


Bæjarráð leggur til að gengið verði til viðræðna við eigendur hússins vegna upphaflegs kaupverðs þess árið 1993.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við eigendur á grundvelli umræðna í bæjarráði. 



4. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Tilnefning í stjórn SpVf. - Boðun aðalfundar 28. apríl     n.k.   2006-04-0002.


Lagt fram bréf frá Sparisjóði Vestfirðinga dagsett 30. mars s.l., þar sem minnt er á að Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur tilnefni sameiginlega einn mann í aðalstjórn Sparisjóðs Vestfirðinga og einn varamann með sama hætti.  Tilnefning þarf að liggja fyrir á aðalfundi sjóðsins þann 28. apríl n.k.


Jafnframt er lögð fram boðun aðalfundar SpVf. þann 28. apríl n.k.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.



5. Afrit bréfs fjármálastjóra. - Beiðni um ívilnun fasteignagjalda.  2006-03-0123.


Lagt fram afrit bréfs Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 30. mars s.l., er varðar afgreiðslu á beiðni um ívilnun fasteignagjalda 2006 á Vallargötu 6, Þingeyri.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við viðkomandi húseiganda.



6.  Afrit bréfs fjármálastjóra. - Beiðni um ívilnun fasteignagjalda.  2006-03-0111.


Lagt fram afrit bréfs Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 30. mars s.l., er varðar afgreiðslu á beiðni um ívilnun fasteignagjalda 2006 á Skíðheima á Seljalandsdal.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmann húseigenda.



7. Tvö afrit bréfa Umhverfisstofnunar til sýslumannsins á Ísafirði.


    - Akstur beltagröfu í Reykjafjörð á Hornströndum.  2006-03-0035. 


Lögð fram afrit tveggja bréfa Umhverfisstofnunar til sýslumannsins á Ísafirði, dagsett þann 29. mars og 5. apríl s.l.  Bréfin varða bæði væntanlegan akstur beltagröfu frá Steingrímsfjarðarheiði í Reykjafjörð um Fossadalsheiði á Hornströndum.


Lagt fram til kynningar.



8. Byggðasafn Vestfjarða. - Fundargerð 8. stjórnarfundar.


Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá 8. fundi er haldinn var í Safnahúsinu Eyrartúni, Ísafirði, þann 31. mars 2006.


Lagt fram til kynningar.


  


9. Bréf Þóris Arnar Guðmundssonar. - Framkvæmdastjórn Skrúðs.  2006-04-0004.


Lagt fram bréf frá Þóri Erni Guðmundssyni, dagsett 4. apríl s.l., fulltrúa Ísafjarðarbæjar hvað varðar Skrúð í Dýrafirði.  Bréfinu fylgir rekstraryfirlit Skrúðs fyrir árið 2005, yfirlit um starfið á síðasta ári, minnispunktar frá fundi Framkvæmdastjórnar Skrúðs þann 20. mars s.l. og ársreikningur Framkvæmdasjóðs Skrúðs fyrir árið 2005.


Lagt fram til kynningar. 



10. Bréf Landhelgisgæslu Íslands. - Starfsemi á norðanverðum Vestfjörðum.


      2006-03-0130.


Lagt fram bréf frá Landhelgisgæslu Íslands dagsett 4. apríl s.l., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar dagsettu 28. mars s.l., um mikilvægi starfsemi Landhelgisgæslunnar á norðanverðum Vestfjörðum.  Í lok bréfsins kemur fram, að það sé fullur vilji hjá Landhelgisgæslunni, að varðskip geti haft reglubundna viðveru í höfnum Ísafjarðarbæjar, hvort sem hafnir þar eru skilgreindar sem neyðarhafnir eða ekki.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.



11. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Lög um kosningar til sveitarstjórna.  2006-03-0089.


Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 4. apríl s.l., ásamt lögum nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.


Bæjarráð vísar bréfinu til yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:10.         


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Lárus G. Valdimarsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.








Er hægt að bæta efnið á síðunni?