Bæjarráð - 474. fundur - 20. mars 2006


Þetta var gert:





1.         Til fundar við bæjarráð er mætt byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis



            Grunnskólans á Ísafirði.



            Fulltrúar í byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði eru mættir til fundar við bæjarráð. Þau eru Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir og Skarphéðinn Jónsson.  Rætt var um kennsluhúsnæði GÍ með hliðsjón af þeim byggingarframkvæmdum sem framundan eru.



            Bæjarráð telur, að ekki sé rétt að flytja tvo árganga til bráðabirgða í húsnæði Íshúsfélagsins. 



            Byggingarnefnd um framtíðarhúsnæði GÍ, er falið að finna og gera tillögu um aðra lausn.



                       



2.         Bréf Guðmundar Hjaltasonar. - Vínveitingaleyfi vegna Langa Manga,



            Ísafirði.  2005-11-0038.



            Lagt fram bréf frá Guðmundi Hjaltasyni, f.h. Langa Manga ehf., Ísafirði, dagsett þann 14. mars s.l., þar sem óskað er eftir vínveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði, fyrir tímabilið 14. mars til 13. júní 2006.  Bréfinu fylgir afrit af skemmtanaleyfi útgefnu af sýslumanninum á Ísafirði þann 14. mars s.l. með gildistíma til 13. júní 2006.



            Bæjarráð samþykkir að Langa Manga verði veitt vínveitingaleyfi til 13. júní 2006.



           



3.         Bréf frá Rótum, félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni.  2006-03-0059.



            Lagt fram bréf frá Rótum, félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni, dagsett þann 9. mars s.l., þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 42.000.- til að standa straum af kosntaði við greiðslu húsaleigu vegna afnota af íþróttahúsinu á Torfnesi þann 26. mars n.k. vegna þjóðahátíðar.



            Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 42.000.- er færist á liðinn 21-81-995-1.



 



4.         Bréf Landmótunar. - Aðalskipulag Vesturbyggðar.  2006-03-0060.



            Lagt fram bréf  frá Landmótun, Kópavogi, dagsett 9. mars s.l., er varðar aðalskipulag Vesturbyggðar.  Í bréfinu kemur fram að sveitarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að fara fram á að tillaga að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið verði auglýst.  Skipulagsstofnun er að yfirfara og meta gögn og er jafnframt leitað til allra lögformlegra umsagnaraðila svo sem Ísafjarðarbæjar um slíkt hið sama.  Með bréfinu er því óskað eftir ábendingum og athugasemdum Ísafjarðarbæjar.  Frekari upplýsingar fylgdu bréfinu á pdf-formati.



            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.



 



5.         Bréf foreldrafélags Grunnskóla Önundarfjarðar. - Umhverfi GÖ á Flateyri.



            2006-03-0082.



            Lagt fram bréf frá stjórn foreldrafélags Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri dagsett 13. mars s.l., þar sem rætt er um lóð og umhverfi GÖ á Flateyri, sem og aðstæður innan dyra.



            Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og tæknideildar.  Jafnfram er bréfinu vísað til fræðslunefndar til kynningar. 



 



6.         Bréf Ríkiskaupa. - Rammasamningsútboð á árinu 2006.  2006-03-0083.



            Lagt fram bréf frá Ríkiskaupum dagsett 28. febrúar s.l., er varðar fyrirhuguð rammasamningsútboð á árinu 2006, en ákveðið hefur verið að kynna sérstaklega fyrir forstöðumönnum sveitarfélaga yfirlit um rammasamninga, sem þarf ýmist að bjóða út eða framlegja á árinu.



            Bæjarráð vísar bréfinu til sviðsstjóra og stjórnenda stofnana Ísafjarðarbæjar.



                                   



7.         Bréf Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði. - Stuðningur við íbúa á Vestfjörðum.  



            Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki í Dýrafirði dagsett 12. mars s.l., ásamt undirskriftalista, þar sem íbúar Dýrafjarðar mótmæla úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Vestfjarðavegar nr. 60, Bjarkalundur-Eyri í Reykhólahreppi.



            Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar um sama mál á 198. fundi þann 16. mars s.l.



 



8.         Bréf Landmælinga Íslands. - Landamerki jarðanna Skjaldabjarnarvíkur



            og Reykjafjarðar.  2005-08-0062.



            Lagt fram bréf frá Landmælingum Íslands dagsett 15. mars s.l., þar sem staðfest er móttaka bréfs Ísafjarðarbæjar frá 2. mars .sl., varðandi landamerki jarðanna Skjaldabjarnarvíkur í Árneshreppi og Reykjafjarðar í Ísafjarðarbæ, Grunnavíkurhreppi hinum forna.



            Lagt fram til kynningar.



             



9.         Bréf félagsmálaráðuneytis. - Listabókstafir stjórnmálasamtaka.



            2006-03-0089.



            Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 14. mars s.l., er varðar sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 27. maí n.k. og er m.a. vakin athygli kjörstjórna á listabókstöfum stjórnmálasamtaka og úthlutun listabókstafa í komandi kosningum.



            Bæjarráð vísar bréfinu til yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar.



 



10.       Trúnaðarmál.



            Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:52.



 



Þorleifur Pálsson, ritari.



Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.



Birna Lárusdóttir.



Lárus G. Valdimarsson.



Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



 



 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?