Bæjarráð - 472. fundur - 6. mars 2006

Þetta var gert:





1.         Fundargerðir nefnda.



            Fræðslunefnd 28/2.  235. fundur.



            Fundargerðin er í átta liðum.



            4. liður.  Bæjarráð óskar eftir fundi með byggingarnefnd Grunnskólans á



            Ísafirði, vegna húsnæðismála GÍ.



            Fundargerðin lögð fram til kynningar.



           



2.         Drög að samningi við Teiknistofuna Eik ehf., Ísafirði. - Til kynningar.    



            Lögð fram til kynningar drög að verksamningi við Teiknistofuna Eik ehf., Ísafirði, er varðar aðalskipulag Ísafjarðarbæjar, skipulagsráðgjöf.  Á 197. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 2. mars s.l., var samþykkt að ganga til samninga við Teiknistofuna Eik ehf., á grundvelli þessara samningsdraga.



           



3.         Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í vatnsveituframkvæmdir.  2006-03-0007.



            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 2. mars s.l., varðandi opnun tilboða í verkið ,,Vatnsveita á Þingeyri, nýtt inntak í Ausudal?.  Alls bárust fjögur verktilboð frá neðangreindum aðilum.



            Gröfuþjónusta Bjarna ehf., Suðureyri,    kr. 5.385.860.-                        99,1%



            Úlfar ehf., Flateyri,                                            kr. 5.667.900.-                        104,3%



            Tígur ehf., Súðavík,                                           kr. 5.892.207.-                        108,4%



            Brautin sf., Þingeyri,                                          kr. 6.278.105.-                        115,5%



            Kostnaðaráætlun                                           kr. 5.436.100.-            100,0%



            Bæjartæknifræðingur leggur til að gengið verði til samninga við Gröfuþjónustu Bjarna ehf., Suðureyri, um verkið og að það verði unnið á tveimur árum.



            Bæjarráð óskar upplýsinga um hvort tilbjóðendur hafi samþykkt breytingar á magntölum eftir opnun tilboða.



 



4.         Afrit bréfs bæjarstjóra til Landmælinga Íslands.  2005-08-0062.



            Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Landmælinga Íslands dagsett 2. mars s.l., varðandi landamerki jarðanna Skjaldabjarnarvík í Árneshreppi og Reykjafjarðar í Ísafjarðarbæ, fyrrum Grunnavíkurhreppi.  Í bréfinu óskar bæjarstjóri eftir því, að Landmælingar Íslands taki til endurskoðunar ákvörðun sína um breytt landamerki Skjaldabjarnavíkur og Reykjafjarðar og breyti þeim til fyrri vegar.  Rökstuðningur er í greinargerð er fylgdi bréfinu.   Lagt fram til kynningar.






5.         Bréf starfsmanna Sólborgar, Ísafirði. - Styrkbeiðni.  2006-02-0077.



            Lagt fram bréf   frá starfsmönnum á leikskólanum Sólborg á Ísafirði dagsett þann  1. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir styrk vegna námsferðar til vinabæjar Ísafjarðarbæjar í Linköping í Svíþjóð dagana 19. til 23. apríl n.k.



            Bæjarráð vísar erindinu til Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar.



 



6.         Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - 51. Fjórðungsþing.  2006-03-0014.



             Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 28. febrúar s.l., þar sem tilkynnt er að á fundi stjórnar FV þann 21. febrúar s.l. var ákveðið að 51. Fjórðungs- þing Vestfirðinga verði haldið dagana 1. og 2. september n.k. í Súðavík.  Dagskrá verður send út síðar.    Lagt fram til kynningar.



                                   



7.         Undirskriftarlisti vegna Langa Manga, Ísafirði. - Miðbær eða svefnbær.



            Lagður fram undirskriftarlisti með áhersluheitinu ,,Miðbær eða svefnbær ??, áskorun til bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar og sýslumannsins á Ísafirði, þar sem skorað er á ofangreinda aðila að stytta ekki opnunartíma veitingastaðarins Langa Manga á Ísafirði.  Bent er á að Langi Mangi er eina kaffihúsið á Ísafirði og eini ,,pöbbinn?, ásamt því að sinna mjög fjölbreyttri menningarstarfsemi í bænum.



            Bæjarráð bendir á að málið er í vinnslu. 



 



8.         Bréf allsherjarnefndar Alþingis. - Frumvarp til lögreglulaga og



            framkvæmdavald ríkisins í héraði, 520. mál.  2006-03-0006.



            Lagt fram bréf frá allsherjarnefnd Alþingis dagsett 27. febrúar s.l., ásamt frumvarði til laga um breytingu á lögreglulögum nr. 90 13. júní 1996 og lögum um framkvæmdavald ríkisins í héraði, nr. 92 1. júní 1989. Nefndin óskar umsagnar um frumvarpið og berist sú umsögn til nefndasviðs Alþingis eigi síðar en 10. mars n.k.



            Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið og felur bæjarstjóra að ganga frá svari Ísafjarðarbæjar.



             



9.         Bréf Umhverfisstofnunar. - Eftirlit á leiksvæðum.  2006-03-0032.



            Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 28. febrúar s.l., upplýsingar er varða eftirlit á leiksvæðum s.s. á skólalóðum, gæsluvöllum og opnum leiksvæðum, í ljósi auglýsingar BSI á Íslandi varðandi skoðun leiksvæða.  Bréfinu fylgir afrit bréfs Umhverfisstofnunar til BSI á Íslandi, er varðar árlega úttekt leiksvæða 2006.



            Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og tæknideildar.  



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:55.



 



                                                                                                Þorleifur Pálsson, ritari.



 



Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.



 



Ragnheiður Hákonardóttir.                                                        Lárus G. Valdimarsson.



  



Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?