Atvinnu- og menningarmálanefnd - 99. fundur - 7. maí 2010
Nefndin tók erindið fyrir og Aðalsteinn Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga kynnti verkefnið. Hugmyndin að verkefninu kom innan Vestfjarða og var unnið í góðu samstarfi innan svæðis. Háskólasetur Vestfjarða, Teiknistofan Eik og Fjórðungssamband Vestfirðinga hafa verið virkust í samstarfinu sem hefur gengið vel og vonir standa til að verkefnið verði viðmið annarra. Verkefnið er nýsköpunarverkefni fyrir þá sem koma að því og gæti aukið þá þjónustu sem í boði er innan svæðis varðandi skipulagsmál. Lögð er áhersla á áframhaldandi vinnu við verkefnið og nefndin taldi verkefnið jákvætt fyrir svæðið og mælir með því.
Nefndin ræddi tilnefningar til verðlaunanna og var nefndin sammála um verðlaunahafa sem kynntur verður á hundraðasta fundi nefndarinnar.
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir drög að könnun og starfsmanni falið að senda hana á Ferðamálasamtök Vestfjarða með beiðni um að senda hana áfram á ferðaþjóna við Skutulsfjörð á Ísafirði.
Sigurður Hreinsson
Kári Jóhansson
Shiran Þórisson, starfsmaður nefndarinnar