Atvinnu- og menningarmálanefnd - 98. fundur - 13. apríl 2010

Mætt voru: Áslaug J. Jensdóttir, formaður, Sigurður Hreinsson og Kári Jóhannsson.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.



Dagskrá fundarins:



1.  Beiðni um styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna.  2009-01-0068.


Nefndin tók erindið fyrir og umsókninni var hafnað.  Hagsmunum Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum er betur varið með því að styðja við það staðbundna stuðningsumhverfi sem starfar á svæðinu.



2. Tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar.  2010-01-0029.


Starfsmanni nefndarinnar falið að koma með tillögu að afstöðukönnun til þjónustuaðila og ferðþjóna varðandi staðsetningu tjaldsvæða í Skutulsfirði.



3. Atvinnuástand í Ísafjarðarbæ.


Almennar umræður  voru um atvinnuástand og rætt var um atvinnuleysistölur, hagtölur og farið yfir upplýsingar frá stærri verktökum svæðisins sem starfsmaður tók saman.



4. Hinir Fögru Fimm.


Starfsmaður nefndarinnar fór yfir fyrsta fund verkefnishóps um málið .  Verið er að vinna að framgangi verkefnisins og leita leiða til þess að fjármagna hluta af þeirri greiningar- og undirbúningsvinnu sem þarf fyrir verkefnið.



5. Raforkumál.  2008-04-0065.


Kynnt var niðurstaða bréfs sem starfsmaður nefndarinnar sendi til Orkustofnunar varðandi möguleika á lagningu Hvalárlínu.  Niðurstaða bréfsins var sú að lagalega væri ekki hægt að leggja slíka línu í einkaframkvæmd.  Nefndin leggur áherslu á að staða raforkumála sé slík á Vestfjörðum að það kallar á brýnar aðgerðir.



6. Önnur mál.


Rætt var um að halda fund fljótlega til að taka afstöðu um verðlaunin Virðisaukann.  


Fundi slitið kl. 13.30


Áslaug J. Jensdóttir, formaður.


Sigurður Hreinsson.  


Kári Jóhansson.


Shiran Þórisson, starfsmaður nefndarinnar.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?