Atvinnu- og menningarmálanefnd - 95. fundur - 30. september 2009

Mætt voru: Áslaug J. Jensdóttir formaður, Sigurður Hreinsson og Henry Bæringsson.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.


Aðrir fundargestir voru: Arna Lára Jónsdóttir frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.



Dagskrá fundarins:



1.  Hinir Fögru fimm.


Á fundinn kom Arna Lára Jónsdóttir sem kynnti þróunarverkefni um varðveislu gamalla húsa sem gæti verið mjög aðlaðandi fyrir ferðaþjónustu og almenna ásýnd Ísafjarðarbæjar.  Mörg tækifæri eru fólgin í verkefninu bæði bein áhrif í formi vinnu við uppbyggingu húsa og við sagnfræðilegu og menningarlegu hlið verkefnisins. 


Til  frekari upplýsingar er vísað í greinargerðir sem lagðar voru fram frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 


Starfsmanni nefndarinnar var falið að ræða við bæjarritara um að fá á næsta fund nefndarinnar verkefnisstjóra frá Ísafjarðarbæ.



2. Kynning á kalkþörungaverkefni á N-Vestfjörðum.  2009-07-0016.


Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða er í samstarfsverkefni með Fjárfestingastofu Íslands þar sem kynntir voru staðarvalskostir fyrir mögulega verksmiðju sem myndi vinna úr kalkþörungi.  Franskir fjárfestar heimsóttu svæðið og hafa lýst yfir áhuga á því að staðsetja verksmiðju á svæðinu.  Verið er að gera fýsileikakannanir varðandi kalkþörung í Ísafjarðardjúpi og er framganga verkefnisins háð niðurstöðum þeirra rannsókna.



3. Kynning á Nýsköpunarkeppni Vestfjarða.


Vaxtarsamningur Vestfjarða hélt Nýsköpunarkeppni í byrjun árs og voru í stuttu máli kynntar niðurstöður keppninnar.  Sigurvegarar keppninnar hafa nú þegar hafið störf á Ísafirði og hyggja á frekari uppbyggingu í takt við framgang og árangur fyrirtækisins.  Aðrir verðlaunahafar eru þegar í rekstri og eru að vinna áfram að frekari viðskiptaþróun með það að markmiði að auka umfang og arðsemi.   Áætla má að beint hafi framtakið skapað og stutt við 5,5 stöðugildi.



4. Önnur mál.


Mikið var rætt  um lokun þjónustudeildarinnar á Hlíf .  Nefndin harmar að það hafi komið til þessarar lokunar,  en telur mikilvægt að þarfir þeirra einstaklinga sem nýta sér slíka þjónustu séu ekki vanmetnar.  Jafnframt harmar nefndin þá fækkun starfa sem verður við lokunina.


Sigurður Hreinsson lagði fram eftirfarandi bókun í sínu eigin nafni:  ?Varað er við hugmyndum um tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga.  Hlutur Ísafjarðarbæjar í atvinnumarkaði er nú þegar um eða yfir 25% og með aukningu þess hlutar eru miklar líkur á neikvæðri þróun vinnumarkaðarins frá sjónarhóli launamanna.  Vinnuveitandi sem nær þriðjungi vinnumarkaðar er drottnandi. Með þeim kostum og göllum sem því fylgir.  Verulegar líkur eru á neikvæðri launaþróum á svæðinu við svo stóran vinnuveitanda.  Þá er einnig áhyggjuefni að aukin umsvif sveitarfélaga á vinnumarkaði hafi mikil áhrif á útsvarstekjur þeirra.  Við niðurskurð vegna fjárhagsstöðu sveitarfélaga verður óhjákvæmilega talsverður tekjumissir.  Er þar kominn vítahringur sem erfitt er að komast út úr.?


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.45.


Áslaug J. Jensdóttir, formaður.


Sigurður Hreinsson.


Henry Bæringsson.


Shiran Þórisson, starfsmaður nefndarinnar.


Arna Lára Jónsdóttir, boðsgestur nefndarinnar.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?