Atvinnu- og menningarmálanefnd - 90. fundur - 18. desember 2008

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Kári Þór Jóhannsson og Þorgeir Pálsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.


Sigurður Hreinsson og Guðmundur Þór Kristjánsson fjarverandi.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.



Dagskrá fundarins:



1. Staðan hjá Alsýn 2008-05-0023


Umræðum frestað fram í janúar að ósk Alsýnar.



2. Styrkbeiðni ? Víkingaverkefni 2008-10-0055


Verkefnið er áhugavert en í ljósi erfiðra aðstæðna leggur Atvinnumálanefnd til að umsóknin verðið skoðuð í samræmi við gerð fjárhagsáætlunar.



3. Stefnumótun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 


Þorgeir Pálsson fór yfir endurmótaða stefnu Atvest og yfir það hvernig unnið hefur verið að auknu og markvissu samstarfi við sveitarfélög og fór nánar yfir samning á suðursvæði Vestfjarða.



4. Stefnumótun Ísafjarðarbæjar í Atvinnumálum 2005-2010


Á fundinum lagði starfsmaður nefndarinnar fram samantekt á framgangi verkefna og einstakra aðgerða.  Fundarmenn vildu lengri tíma til að kynna sér samantektina og verður fjallað nánar um þennan lið á næstum fundum.



5. Önnur mál


Formaður lagði til að haldið yrði málþing um tækifæri svæðisins.


Áslaug  Jensdóttir, lagði fram upplýsingar um viðskiptaaðila sem hafði áhuga á að kynna starfsemi sína og var starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa þá kynningu.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:00.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Kári Þór Jóhannsson.


Áslaug J. Jensdóttir.


Þorgeir Pálsson.


Shiran Þórisson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?