Atvinnu- og menningarmálanefnd - 87. fundur - 9. september 2008
Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson, Kári Þór Jóhannsson , Guðmundur Þór Kristjánsson.
Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
1. Staðan hjá Alsýn. 2008-05-0023
Umræðum var frestað.
2. Greining iðnaðarkosta. 2008-06-0031
Framkvæmdarstjóri Vaxtarsamnings Vestfjarða, Neil Shiran Þórisson fór yfir þær hugmyndir sem hafa komið fram í greiningarvinnu unninni á vegum samningsins. Þeirri frumgreiningu lauk í lok ágústmánaðar og verið er að undirbúa frekari markaðsgreiningu og aðrar rannsóknir til að hægt sé að vinna viðskiptaáætlanir og finna fjárfesta í verkefnin.
3. Raforkumál. 2008-09-0039
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar telur mjög mikilvægt að afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum verði tryggt með sambærilegum hætti og er í öðrum landshlutum. Þetta er forsenda þess að hér þrífist stóriðnaður, sem krefst mikillar orku, og getur veitt mikla atvinnu hér á svæðinu. Nauðsynlegt er í því sambandi að kanna alla virkjanakosti á Vestfjörðum og eflingu flutningskerfis.
Nefndin fagnar því að iðnaðarráðherra skuli hafa gert það að algeru forgangsverkefni í orkumálum í iðnaðarráðuneytinu að lyfta raforkumálum Vestfirðinga í sama gæðaflokk og er annars staðar á landinu.
Greinargerð:
Atvinnumálanefnd hefur að undanförnu kynnt sér stöðu orkumála og fengið á sinn fund sérfræðinga á því sviði. Ljóst er að miðað við ákveðnar forsendur getur Orkubú Vestfjarða afhent orku innan tveggja ára upp á 10-20 MW á ákveðnum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum. Með hliðsjón af þessu hefur atvinnumálanefnd í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Vaxtarsamning Vestfjarða hafið vinnu við greiningu iðnaðartækifæra með tilliti til afhendingaraðstæðna á raforku. Ljóst er hins vegar að afhendingaröryggi er lakara á Vestfjörðum, en annars staðar á landinu og því nauðsynlegt að það verði bætt.
4. Hvatningarverðlaun Virðisauki.
Umræður um hvatningarverðlaun.
5. Önnur mál.
Kári Þór Jóhannsson og Guðmundur Þór Kristjánsson vildu láta bóka sérstaklega í sínu nafni: Við fögnum áskorun Fjórðungssambands Vestfirðinga til sjávarútvegsráðherra um að breyta reglum þannig að kvóti línuívilnunar nýtist að fullu. Skorað er á ráðherrann að auka löndunarprósentu línuívilnunar úr 16% í 30% svo unnt verði að nýta heimildir línuívilnunar sem eru til staðar. Vegna niðurskurðar í aflaheimildum mun sú línuívilnun sem nú er til staðar ekki nýtast og má benda á að á síðasta fiskveiðiári nýttust ekki 2.115.041 kg af aflaheimildum vegna lágrar löndunarprósentu.
Sigurður Hreinsson tók undir þessi sjónarmið og bendir á að friðunarstefna síðustu 24 ára hefur engu skilað. Óeðlilegt er því að hafa reglur sem miða að því að aflamark falli niður óveitt.
Rætt var um stöðu viljayfirlýsingar um samskipti við A-Grænland og óskar Atvinnumálanefnd Ísafjarðabæjar eftir að Þorgeir Pálsson framkvæmdarstjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mæti á næsta fund til að fara yfir stöðu verkefnisins og almennt um verkefnastöðu félagsins. 2008-07-0001
Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17.30.
Kristján G. Jóhannsson, formaður.
Kári Þór Jóhannsson.
Áslaug J. Jensdóttir.
Sigurður Hreinsson.
Shiran Þórisson.