Atvinnu- og menningarmálanefnd - 79. fundur - 14. nóvember 2007

Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, Sigurður Hreinsson og Kári Þór Jóhannsson. Guðmundur Þór Kristjánsson boðaði forföll og ekki náðist að boða varamenn.


Þórir Örn Guðmundsson sat fund atvinnumálanefndar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1.   Drög að samningi við atvinnuráðgjafafyrirtækið Alsýn.  2007-09-0068.


 Drög að samningi við atvinnuráðgjafafyrirtækið Alsýn. Fyrirkomulag, samkvæmt 2. gr. samningsins skal Alsýn ehf. skila nefndinni skriflegum skýrslum á þriggja mánuða fresti í fyrsta skipti í febrúar 2008. Stefnt að því að fulltrúi Alsýnar verði boðaður á næsta fund nefndarinnar. Bókun bæjarráðs að öðru leyti, lögð fram til kynningar.



2.   Fjárhagsáætlun 2008.


 Sundurliðun rekstrar lögð fram, ný verkefni tengd tjaldstæði. M.a. er tillaga um stækkun tjaldsvæðis í Tungudal og  kostnaður vegna átaksverkefnis í atvinnumálum kr. 11.536.000 á árinu. Ekki liggur fyrir kostnaður vegna upplýsingamiðstöðvar ferðamála og framlag til markaðsskrifstofu og er ekki tekin afstaða til þeirra að sinni.



3.   Málþing um atvinnumál ? Atvinna fyrir alla, haldið 20 okt. sl.  2007-02-0139.


 Formaður og nefndarmenn ræddu um umræður málþingsins, Atvinna fyrir alla. Umræður um það sem var á dagskrá þingsins og hvernig hægt er að nýta það sem fram kom í máli manna til að bæta lífskjör á svæðinu.



4.  Olíunarhreinsunarstöð ? staðan.   2007-04-0034.


 Formaður gerði grein fyrir stöðu undirbúnings um olíuhreinsunsrstöð á Vestfjörðum.



5. Vatnsverkefni ? staðan.


 Formaður gerði grein fyrir stöðu viðræðna um vatnsverksmiðju á Ísafirði.



6. Austur-Grænland samstarfsverkefni.   2006-11-0006.


 Brýnt er að halda sem fyrst sérstakan fund með hagsmunaraðilum og öðrum þeim sem málið varðar.  Nefndin tekur undir samþykkt bæjarstjórnar frá 1. nóv. s.l. um mikilvægi þess að flýta gerð úttektar þess að efla norðanverða Vestfirði sem þjónustumiðstöð fyrir Austur-Grænland og siglinga um Grænlandssund.



7. Önnur mál.


 A. Rætt um skipulagsmál með tilliti til atvinnuhúsnæðis. Kári Þór bar fram fyrirspurn um hvort hægt sé að hafa upplýsingar um lausar lóðir með tilliti til notkunar aðgengilegar á netinu. Formanni falið að ræða við forstöðumann tæknideildar um málið.


 B. Stefnt á að næsti fundur nefndarinnar verði 4. desember n.k.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 14:50.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Áslaug J. Jensdóttir. 


Kári Þór Jóhannsson.


Sigurður Hreinsson. 


Þórir Örn Guðmundsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?