Atvinnu- og menningarmálanefnd - 77. fundur - 3. október 2007

Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug Jóhanna Jensdóttir, Guðmundur Þór Kristjánsson, Sigurður Hreinsson og Kári Þór Jóhannsson.


Fundargerð ritaði Kristján G. Jóhannsson.



1. Átak atvinnumálanefndar til atvinnusköpunar. ? Ráðning verkefnisstjóra.  2007-09-0068.


Á síðasta fundi nefndarinnar var ákveðið að ræða við umsækjendur um stöðu verkefnisstjóra til að sjá um átak til atvinnusköpunar. Umsækjendur mættu fyrir nefndina sem hér segir.


Til fundarins mætti kl. 16.30  Neil Shiran Þórisson og vék hann af fundi kl. 17.00.


Til fundarins mætti kl. 17.00 Steinþór Bragason og með aðstoð síma var Ólafur Ingólfsson í sambandi við fundinn.  Þeir véku af fundi kl. 17:30. 


Til fundarins mætti kl. 17:30 Ingi Þór Ágústsson og vék hann af fundi kl. 18:10.


Umsækjendur gerðu grein fyrir því hvernig þeir hygðust standa að verkinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.


Niðurstaða atvinnumálanefndar.


Atvinnumálanefnd leggur til að gengið verði til samninga við væntanlegt félag í eigu Steinþórs Bragasonar, Ólafs Arnar Ingólfssonar, Einars Ársæls Hrafnssonar og Sigmundar R. Guðnasonar, um verkefnisstjórn á fyrirhuguðu átaki til atvinnusköpunar í Ísafjarðarbæ.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Áslaug Jóhanna Jensdóttir. 


Kári Þór Jóhannsson.


Sigurður Hreinsson. 


Guðmundur Þór Kristjánsson.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?