Atvinnu- og menningarmálanefnd - 73. fundur - 1. júní 2007
Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug Jóhanna Jensdóttir, varaformaður, , Guðmundur Þór Kristjánsson, Sigurður Hreinsson og Kári Þór Jóhannsson. Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.
Þetta var gert:
1. Málefni Flateyrar og stofnun almenningshlutafélags
Birna Lárusdóttir, forseti lagði fram svohljóðandi tillögu við 1. lið 528 fundargerð bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur atvinnumálanefnd að kanna möguleika á samstarfi einstaklinga, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum, um að stofna almenningshlutafélag, sem hafi þann tilgang að kaupa veiðiheimildir og tryggja fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Litið verði til reynslu af eignarhaldsfélaginu Glámu og leitað eftir samstarfi við fjármálastofnanir, Byggðastofnun eigi síðar en 15. júní n.k.?
Atvinnumálanefnd leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Nefndin telur mögulegt að stofna almenningshlutafélag, sem hefði þann tilgang að kaupa veiðiheimildir, en líta verður til þess að þær geta fallið niður vegna veiðiskyldu, nema þær séu vistaðar á skipum, sem eru í rekstri. Væntanlega er hægt að fá lánsfé fyrir um 60-70% af kaupverði aflaheimilda. Miðað við það væri hægt að kaupa 400-500 tonn af varanlegu aflamarki af þorski ef hlutafé félagsins væri um 500 milljónir króna. Ljóst er að slíkt félag þyrfti að leigja veiðiheimildirnar á markaðsvirði til að geta staðið straum af vöxtum og afborgunum af lánum og því vandséð að þetta tryggi fullvinnslu sjávarafurða á svæðinu. Gera þyrfti ráð fyrir því í samþykktum félagsins að útgerðaraðilar/ fiskverkendur á svæðinu hefðu forleigurétt á aflaheimildum á markaðsverði. Hagstæðast er að taka erlend lán með hagstæðum vöxtum, en um leið kemur áhætta vegna breytinga á gengi gjaldmiðla.
Einföld rekstraráætlun fyrir slíkt félag gæti litið þannig út.
Keypt aflamark
400 tonn af þorski 1.200.000.000 kr
Hlutafé 500.000.000 kr
Lánsfé 700.000.000 kr
Vaxtagjöld á ári 5% 35.000.000 kr
Leigutekjur 60 ? 80 milljónir kr.
Forsendur þessarar rekstraráætlunar eru að verð á aflamarki í þorski sé kr. 3.000 pr. kg. Og mögulegt að fá erlend lán á 5% vörtum fyrir um 60% af kaupverði. Miðað er við að leiguverð á aflamarki verði á bilinu 150 ? 200 kr. pr. kg.
Tillaga að aðgerðaráætlun
- Unnin verði einföld viðskiptaáætlun fyrir almenningshlutafélag um kaup á veiðiheimildum ásamt tillögum að samþykktum.
- Tillaga um starfsreglur félagsins m.a. um ákvarðanir um leigu aflamarks, þar sem m.a. yrði gert ráð fyrir forleigurétti útgerða og fiskverkenda á svæðinu.
- Erindi verði sent til Byggðastofnunar, Hvetjanda ehf. og fjármálastofnana í Ísafjarðarbæ og óskað eftir þátttöku þeirra. Auk þess verði kannaðir möguleikar á lánsfjármögnun félagsins.
- Boðað verði til almenns fundar til að kanna áhuga almennings, fyrirtækja og sveitarfélaga fyrir stofnun slíks félags.
Þann 15. mars var atvinnumálanefnd falið að kanna möguleika á stofnun fyrirtækis sem nýtti ferskvatn úr Vestfjarðagöngum til framleiðslu á gæðavöru. Var þar fyrst og fremst horft til bjórframleiðslu eða útflutning á ferskvatni.
Formaður atvinnumálanefndar átti fund með tveimur starfsmönnum Fjárfestingarstofu, þeim Einari Hansen Tómassyni, verkefnisstjóra og Þórði Hilmarssyni, framkvæmdastjóra, 21. maí sl.
Í máli þeirra kom fram að markaðssetning á íslensku vatni erlendis væri torsótt og ekki hafi nást mikill árangur hingað til. Töldu þeir að frekar ætti að líta til lítillar bjórverksmiðju, sem framleiddi fyrir innanlandsmarkað. Mögulegt væri að fá háskólanema til að gera úttekst á slíkum möguleikum sem lokaverkefni.
Einnig kom fram að rannsaka þyrfti efnainnihald og magn vatnsins og koma þeim niðurstöðum til Fjárfestingastofu þannig að hægt væri að benda á Ísafjörð ef einhverjir áhugasamir aðilar hefðu samband.
Reglulega eru framkvæmdar mælingar á efnainnihaldi vatns samkvæmt kröfum frá Umhverfisstofnun. Fyrirtæki selja vatn í neysluumbúðum, gera þó ennþá meiri kröfur og þarf að rannsaka ákveðna þætti betur. Búið er að senda sýni til rannsóknarstofu í Svíþjóð og verður forvitnilegt að fá þær niðurstöður til skoðunar.
Að minnsta kosti tveir hópar fjárfesta hafa verið í viðræðum við Ísafjarðarbæ um möguleika á vatnsútflutningi. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Andri Árnason, lögfræðingur Ísafjarðarbæjar, áttu fund ekki alls fyrir löngu með einum hópi fjárfesta og eru þær viðræður á trúnaðarstigi, en málin ættu að skýrast á næstu mánuðum.
Atvinnumálanefnd er tilbúin til samstarfs við þá aðila sem áhuga hafa á nýtingu ferskvatns, hvort sem er til drykkjarframleiðslu eða útflutnings á fersku vatni. Nefndin gæti t.d. aðstoðað við gerð grunn rekstraráætlunar fyrir slíkt fyrirtæki.
3. Önnur mál.
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að Ísafjarðarbær strandi fyrir átaki til atvinnusköpunar, sem fælist í því að hvetja einstaklinga til að stofna smærri fyrirtæki. Markmiðið gæti t.d. verið að skapa 50 störf á tveimur árum, bæði í framleiðslu og þjónustu og ekki síst lögð áhersla á þjónustu út af svæðinu.
Átakið innifæli m.a.
- Námskeið um stofnun fyrirtækja og rekstur. Haldið í samstarfi Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
- Námskeið um Nýsköpun og Hagvöxtur á heimaslóð. Haldið í samstarfi við Impru.
- Óskað verði eftir fjárstuðningi frá stéttarfélögum, Vaxtarsamningi Vestfjarða og starfsmenntassjóðum til að greiða niður þátttökugjöld.
- Nýtt stöðugildi hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða með stuðningi. Nýsköpunarmiðstöðvar til að vinna að nýsköpun í smærri fyrirtækjum.
- Hvetjandi ehf. verði efldur sem fjárfestingasjóður og reglur þannig að sjóðurinn geti keypt hlutafé í litlum fyrirtækjum sem skapa atvinnu.
- Leitað verði eftir stuðningi Byggðastofnunar við slíkt tímabundið átaksverkefni.
Rúnar Óli starfsmaður nefndarinnar sat sinn síðasta fund með nefndinni. Hann þakkaði fyrir samstarfið á liðnum árum og atvinnumálanefnd þakkaði honum sömuleiðis fyrir ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.
Fleira ekki gert, fundarbókin upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:30.
Kristján G. Jóhannesson
Áslaug Jóhanna Jensdóttir
Sigurður Hreinsson
Guðmundur Þór Kristjánsson
Rúnar Óli Karlsson
Kári Þór Jóhannesson