Atvinnu- og menningarmálanefnd - 70. fundur - 31. janúar 2007

Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug Jóhanna Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson, Jón Fanndal Þórðarson og Kári Þór Jóhannsson.  Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson. Guðmundur Þór Kristjánsson er í 3ja mánaða leyfi og mætti Jón Fanndal Þórðarson í hans stað.


Þetta var gert:



1. Markmið aðalskipulags


Lagður fram tölvupóstur frá Jóhanni Birki Helgasyni, forstöðumanni tæknideildar, dags. 5. desember sl., þar sem óskað er eftir markmiðum og framtíðarsýn atvinnumálanefndar. Þetta er hluti af vinnu við gerð aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020. Í tölvupóstinum eru tvö skjöl sem fjalla um markmið og leiðir. Atvinnumálanefnd vill benda á ?Stefnumótun í atvinnumálum?, sem gefin var út í nóvember 2005 og gildir út árið 2010. Stefnumótunin var unnin af fjölda fólks í samfélaginu og mikið af verkefnum koma fram í stefnumótuninni, sem nauðsynlegt er að halda áfram að vinna að. Eins bendir atvinnumálanefnd á kaflann ?atvinnulíf?, sem kemur fram í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Varðandi kaflann um samgöngur í skjalinu, vill atvinnumálanefnd benda á að ekki er minnst á nauðsyn þess að koma á nútímalegum samgöngum við sunnanverða Vestfirði til að stækka hér atvinnu- og þjónustusvæði Vestfjarða.



2. Fjárhagsáætlun 2007


Rúnar Óli kynnti niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir nefndinni og þau verkefni sem snúa að atvinnumálanefnd.



3. Viðurkenning atvinnumálanefndar.


Atvinnumálanefnd hefur veitt viðurkennningu sl. þrjú ár til þess fyrirtækis, sem nefndinni hefur þótt skara fram úr á árinu. Fyrirhugað er að veita viðurkenningu á þessu ári og nefndarmenn beðnir að koma með tillögur.



4. ESSI ? skýrsla.


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 29. janúar s.l., var lögð fram skýrsla ESSI - The Earth Systems Science Institute of Iceland, frá því í nóvember 2006. Bæjarráð vísaði skýrslunni til atvinnumálanefndar til skoðunar. 


Skýrslan er vísinda- og viðskiptamódel varðandi stofnun vísindastofnunar á sviði jarðkerfisfræða.


Grunnskýrsla um stofnun alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði jarðkerfisfræða (e. Earth System Sciences) með sérstaka áherslu á loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra var kynnt á Ísafirði þann 12. desember 2005 að viðstöddum Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra.  Jarðkerfisfræði er þverfagleg, og kannar tengingar og samspil milli höfuðþátta í jarðríkinu, eins og samspilinu milli hafstrauma og loftslags. Í skýrslunni sem kynnt var í desember 2005, er bent á að Ísafjörður er að mörgu leyti heppileg staðsetning fyrir slíka stofnun, meðal annars vegna þess að myndun djúpsjávar í norðurhöfum er einn mikilvægasti þátturinn í virkni svokallaðs færibands heimshafanna, en þetta fer m.a. fram í hafinu norðvestan Íslands, í grennd við Ísafjörð.  Staðsetning rannsóknarstöðvar á Ísafirði er því hagstæð með tilliti til tveggja mikilvægra rannsóknasviða hafsins: myndun djúpsjávar í norðurhöfum og flæði djúpsjávar um Grænlandssund, yfir hrygginn milli Íslands og Grænlands.  Stofnunin myndi stuðla að eflingu þekkingariðnaðar á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, og jafnan efla menntunarstigið og styrkja byggð á Vestfjörðum í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um eflingu atvinnumöguleika og lífsskilyrða á landsbyggðinni. 


Atvinnumálanefnd fagnar skýrslunni og hvetur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að fylgja málinu fast eftir.


  


5. Hagvöxtur landshluta 1998 ? 2004.



Lögð fram skýrsla, ódagsett,  sem ber heitið ?Hagvöxtur landshluta? og var unnin af Byggðastofnun. Í skýrslunni segir m.a.: ?Á Vestfjörðum er dauft yfir atvinnulífi á tímabilinu. Þrjú ár af sex, sem skoðuð eru, dregst framleiðsla saman og öll árin nema tvö er vöxtur minni en að meðaltali á landinu öllu. Árið 1999 dragast fiskveiðar saman um fjórðung á Vestfjörðum og nokkur samdráttur er einnig í vinnslu. Árið 2001 rétta veiðar heldur úr kútnum, en árin 2002 og 2003 dragast veiðar og vinnsla aftur saman.?


Þá segir enn fremur í skýrslunni: ?Athygli vekur hvað vöxtur er mismikill þegar horft er á einstaka landshluta. Framleiðsla vex um tæp 40% á höfuðborgarsvæðinu, en dregst saman á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. [...] Fróðlegt er að bera saman hagvaxtartölur og tölur um fólksflutninga undanfarin ár. Fólk hneigist til þess að flytja frá stöðum þar sem tekjur vaxa lítið til þeirra staða þar sem uppgripin eru.[...] Þar sem hagvöxtur á mann er mjög lítill á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra er freistandi að líta á tölurnar sem fyrirboða um flutninga á komandi árum. Ætla má að meðal þeirra sem búa í þessum landshlutum séu ýmsir að hugsa sinn gang. Ef tekjur á mann aukast þar ekki meira en annars staðar á komandi árum er freistandi að flytja þangað sem tekjur hafa aukist meira að undanförnu.?


Lagt fram til kynningar og Rúnari Óla falið að athuga hvort að hægt sé að fá svipaðar upplýsingar fyrir Ísafjarðarbæ.



6. Fyrir stafni haf.   (2005-03-0074)


Lögð fram skýrsla ?Fyrir stafni haf? sem fjallar um tækifæri til siglinga á norðurslóðum. Bæjarráð sendi skýrsluna til atvinnumálanefndar þann 8. janúar sl.


Lögð fram til kynningar.



7. Vestfirðir og Austur Grænland.


Formaður nefndarinnar kynnti niðurstöður skýrslu um möguleika samstarfs Vestfjarða og austur Grænlands sem styrkt var af Ísafjarðarbæ og fleiri aðilum. Í niðurlagi skýrslunnar segir m.a. að ?Næstu skref gætu því falist í stofnun þverfaglegs vinnuhóps þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Vinnuhópurinn þyrfti að skilgreina þau verkefni sem vinna þarf, gera kostnaðaráætlun fyrir verkefnin, finna fjármagn og setja verkefnin í framkvæmd.?


Nefndin mun kanna leiðir til að koma slíkum vinnuhópi á laggirnar.



8. Kræklingarækt.


Lagðar fram glærur frá Magna Guðmundssyni varðandi möguleika kræklingaræktar á Íslandi. Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:05


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Áslaug Jóhanna Jensdóttir. 


Sigurður Hreinsson.     


Jón Fanndal Þórðarson. 


Rúnar Óli Karlsson.       


Kári Þór Jóhannsson.


          


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?