Atvinnu- og menningarmálanefnd - 65. fundur - 11. maí 2006
Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson, Áslaug Jóhanna Jensdóttir og Björn Davíðsson.
Þetta var gert:
1. Sjálfbær þróun í Ísafjarðarbæ ? tillögur staðardagskrárnefndar. (2006030136)
Greining og mat byggt á skýrslunni ?sjálfbær þróun ? vistvæn sjónarmið sem Staðardagskrárnefnd Ísafjarðarbæjar skilaði vorið 2004, hefur nú farið fram og í framhaldi af þeirri vinnu hafa verið settar fram tillögur Staðardagskrárnefndar um æskilegar umbætur á ýmsum sviðum er Staðardagskrá 21 nær til. Staðardagskrárnefnd óskaði eftir því að bæjarráð færi yfir tillögurnar en bæjarráð vísaði tillögunum til allra nefnda Ísafjarðarbæjar á fundi sínum þann 28. mars sl.
Atvinnumálanefnd fagnar tillögunum og telur að ekki sé hægt að sjá að þær séu íþyngjandi fyrir ísfirskt atvinnulíf.
2. Frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar.
Atvinumálanefnd hefur ákveðið hver hljóti frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar árið 2005. Nafn verðlaunanna verður opinberað við afhendingu verðlaunanna síðar í þessum mánuði.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:05.
Kristján G Jóhannsson, formaður.
Áslaug Jóhanna Jensdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Gísli Halldór Halldórsson.
Björn Davíðsson.