Atvinnu- og menningarmálanefnd - 62. fundur - 21. febrúar 2006

Árið 2006, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Mættir: Kristján G Jóhannsson, formaður, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson, Áslaug Jóhanna Jensdóttir og Rúnar Óli Karlsson, ritari.


Þetta var gert:



1. Tjaldsvæði á Suðureyri.


Erindi frá Hvíldarkletti ehf., Suðureyri, sem barst í tölvupósti þann 25. janúar 2006 varðandi möguleika á að Hvíldarklettur komi upp fullkomnu tjaldsvæði við söluskála ESSÓ á Suðureyri, sem uppfylli skilyrði Ferðamálastofu um fimm stjörnu tjaldsvæði. Atvinnumálanefnd leggur til að gengið verði til samninga við Hvíldarklett ehf., í samræmi við umræður á fundinum.  Rúnari Óla falið að gera drög að samkomulagi.



2. Stefnumótun í atvinnumálum.


Atvinnumálanefnd leggur til að farið verði í eftirfarandi verkefni, sem eru skilgreind nánar í Stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum 2005 ? 2010 og er einnig gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2006:


Ísafjarðarbær, fólk, fyrirtæki og fjárfestar. Markaðssetning Ísafjarðarbæjar til fyrirtækja, fjárfesta og almennings sem ákjósanlegt búsetusvæði og til reksturs fyrirtækja og fjárfestinga.



3. Perlan Vestfirðir - sýning í Perlunni í vor.


Jón Páll Hreinsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða og framkvæmdarstjóri sýningarinnar í Perlunni í vor, mætti undir þessum lið. Sýningin verður 5. ? 7. maí og var rædd aðkoma Ísafjarðarbæjar að þessu mikilvæga verkefni.


Rúnari Óla falið að koma með tillögu að hvernig best væri að málum staðið og leggja fyrir nefndina innan hálfs mánaðar



4. Upplýsingamiðstöð Vestfjarða ? Starfslýsing forstöðumanns.


Rúnar Óli lagði fram drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann. Starfslýsingin var samþykkt eftir smávægilegar breytingar.


Atvinnumálanefnd leggur til að auglýst verði sem fyrst eftir forstöðumanni.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:30


Kristján G Jóhannsson, formaður,   


Áslaug Jóhanna Jensdóttir. 


Björn Davíðsson.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Rúnar Óli Karlsson.     


Gísli Halldór Halldórsson.    





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?