Atvinnu- og menningarmálanefnd - 134. fundur - 11. október 2016
Dagskrá:
1. |
Styrkir til menningarmála 2016 - 2016020039 |
|
Lagðar eru fram umsóknir um styrki til menningarmála til síðari úthlutunar 2016. |
||
Fjölmargar umsóknir bárust um styrki til menningarmála, sem ber að fagna, en aðeins er um takmarkað fé að ræða. |
||
|
||
2. |
Heimildarmynd um Fjallabræður - beiðni um styrk - 2016090078 |
|
Á 945. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni Fjallabræðra um styrk til gerðar heimildamyndar um Fjallabræður. Bæjarráð vísaði umsókninni í hefðbundið ferli til atvinnu- og menningarmálanefndar vegna styrkja til menningarmála. Beiðnin kemur fram eftir að umsóknarfrestur til styrkja til menningarmála haustið 2016 er runnin út. |
||
Atvinnu- og menningarmálanefnd hafnar erindinu en bendir Fjallabræðrum á að sækja um styrk til menningarmála fyrir 15. mars n.k. á þar tilgreindu eyðublaði m.t.t. reglna um úthlutun styrkja til menningarmála. |
||
|
||
3. |
Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025 |
|
Umræður um áhersluatriði atvinnu- og menningarmálanefndar og ákvörðun fasts fundartíma. |
||
Umræður fóru fram um atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar frá árinu 2014. Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveður að funda mánaðarlega, þriðja þriðjudag í mánuði. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15
Inga María Guðmundsdóttir |
|
Björn Davíðsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|