Atvinnu- og menningarmálanefnd - 134. fundur - 11. október 2016

Dagskrá:

 

1.  

Styrkir til menningarmála 2016 - 2016020039

 

Lagðar eru fram umsóknir um styrki til menningarmála til síðari úthlutunar 2016.

 

Fjölmargar umsóknir bárust um styrki til menningarmála, sem ber að fagna, en aðeins er um takmarkað fé að ræða.
Atvinnu- og menningarmálanefnd bendir á að skv. reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála skulu ekki veittir rekstrar-, stofnkostnaðar- eða endurbótastyrki, heldur séu framlög bæjarins ætluð til einstakra verkefna. Að jafnaði eru ekki veittir ferðastyrkir.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir eftirfarandi styrki til menningarmála haust 2016:

Kristján Pálsson, Leitað eftir fornminjum í Hnífsdal, kr. 75.000
Skúli Þórðarson, Blúshátíð á norðanverðum Vestfjörðum, kr. 150.000
Sigríður Ragnarsdóttir, Sumarkvöld í Hömrum með Jónasi Tómassyni, kr. 75.000
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, VEX, kr. 50.000
Skóbúðin, Námskeið í skapandi skrifum á vegum Skóbúðarinnar, kr. 100.000
Eyþór Jóvinsson, Ferðalagið, stuttmynd, kr. 100.000
Höfrungur leikdeild,Uppsetning á leikritinu Dýrin í Hálsaskógi, kr. 100.000
Marsibil G. Kristjánsdóttir,Afi minn og amma mín, kr. 100.000

 

   

2.  

Heimildarmynd um Fjallabræður - beiðni um styrk - 2016090078

 

Á 945. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni Fjallabræðra um styrk til gerðar heimildamyndar um Fjallabræður. Bæjarráð vísaði umsókninni í hefðbundið ferli til atvinnu- og menningarmálanefndar vegna styrkja til menningarmála. Beiðnin kemur fram eftir að umsóknarfrestur til styrkja til menningarmála haustið 2016 er runnin út.

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd hafnar erindinu en bendir Fjallabræðrum á að sækja um styrk til menningarmála fyrir 15. mars n.k. á þar tilgreindu eyðublaði m.t.t. reglna um úthlutun styrkja til menningarmála.

 

   

3.  

Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025

 

Umræður um áhersluatriði atvinnu- og menningarmálanefndar og ákvörðun fasts fundartíma.

 

Umræður fóru fram um atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar frá árinu 2014. Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveður að funda mánaðarlega, þriðja þriðjudag í mánuði.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

 

Inga María Guðmundsdóttir

 

Björn Davíðsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?