Atvinnu- og menningarmálanefnd - 129. fundur - 14. desember 2015

Ingólfur Þorleifsson mætti ekki til fundarins og enginn varamaður í hans stað.

 

Dagskrá:

1.  

Samningur Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um atvinnuþróunarverkefni. - 2010080057

 

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mætir til fundarins með tillögur að verkefnum vegna samnings Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélagsins um atvinnuþróunarverkefni.

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða verði veittar kr. 1.000.000,- af framlagi samnings milli Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni árið 2015 og kr. 1.000.000,- af framlagi samkvæmt samningnum til Atvest árið 2016.

 

 

Gestir

 

Shiran Þórisson, forstöðumaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mætti til fundarins - 16:00


Shiran Þórisson yfirgaf fundinn kl. 16:15

 

   

2.  

Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069

 

Tekið upp frá síðasta fundi nefndarinnar. Ákveðið var að kalla til fundar þá sem hefðu uppi hugmyndir um hvernig hægt væri að nýta húsið til framtíðar.

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu á húsinu Engi, sbr. minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. desember að gerðum þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 

   

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:32

 

 

Inga María Guðmundsdóttir

 

Björn Davíðsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?