Atvinnu- og menningarmálanefnd - 126. fundur - 11. júní 2015
Dagskrá:
1. |
Verkefni v/samnings við atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um atvinnuþróunarverkefni. - 2010080057 |
|
Starfsmaður atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mætir til fundarins og fer yfir hugsanleg verkefni til að fella undir samning Ísafjarðarbæjar og atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um atvinnuþróunarverkefni. |
||
Shiran Þórisson fer yfir tillögur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um verkefni undir atvinnuþróunarsamningi Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélagsins. Auk þess fer Shiran yfir samantekt verkefna starfsmanna Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. |
||
|
||
Gestir |
||
Shiran Þórisson, starfsmaður atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - 14:00 |
||
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri - 14:00 |
||
|
||
|
||
2. |
Frumkvöðlastyrkir, útfærsla ívilnanakerfa - 2014110025 |
|
Fara yfir hvort vilji er til að breyta útfærslu ívilnanakerfis frumkvöðlastyrkja. |
||
Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar eftir því að starfsmaður nefndarinnar og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða kanni hvort ástæða sé til að breyta útfærslu frumkvöðlastyrkja og taki saman tillögur að slíkum breytingum ef við á. |
||
|
||
Gestir |
||
Shiran Þórisson, starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - 14:00 |
||
|
||
|
||
3. |
17. júní 2015 - 2015060025 |
|
Yfirfarin atriði varðandi formlega dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna á Ísafirði 2015. |
||
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveður að taka framtíðarskipulagningu 17. júní fyrir á næsta fundi atvinnu- og menningarmálanefndar. Umræður fór fram um skipulagningu 17. júní árið 2015, fjallkonu og ræðumann hátíðarræðu. |
||
|
||
Gestir |
||
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - 15:22 |
||
|
||
|
||
4. |
Bæjarlistamaður 2015 - 2014120012 |
|
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 8. júní sl., vegna tilnefningar bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2015. |
||
Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur tekið ákvörðun um hver hljóti nafnbótina bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2015. Tilnefningin verður kynnt á hátíðardagskrá 17. júní á Hrafnseyri. |
||
|
||
5. |
Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025 |
|
Lagður er fram listi yfir verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar til umræðu. |
||
Umræður fóru fram um þau verkefni sem atvinnu- og menningarmálanefnd vinnur að. |
||
|
||
6. |
Málþing og sýning um sr. Sigtrygg Guðlaugsson að Núpi - 2015050065 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Kristins Jóhanns Níelssonar, frá 27. maí sl., vegna málþings og sýningar um sr. Sigtrygg Guðlaugsson, stofnanda Núpsskóla og Skrúðs í Dýrafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða - 2015040053 |
|
Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Jóns Jónssonar, menningarfulltrúa Vestfjarða frá 13. apríl sl., þar sem vakin er athygli á auglýsingum eftir umsóknum um styrki úr nýjum Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05
Stefanía Helga Ásmundsdóttir |
|
Guðmundur G Hrafnsson |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Björn Davíðsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|