Atvinnu- og menningarmálanefnd - 126. fundur - 11. júní 2015

Dagskrá:

1.  

Verkefni v/samnings við atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um atvinnuþróunarverkefni. - 2010080057

 

Starfsmaður atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mætir til fundarins og fer yfir hugsanleg verkefni til að fella undir samning Ísafjarðarbæjar og atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um atvinnuþróunarverkefni.

 

Shiran Þórisson fer yfir tillögur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um verkefni undir atvinnuþróunarsamningi Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélagsins. Auk þess fer Shiran yfir samantekt verkefna starfsmanna Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Vegna viðburðastjórnunarverkefna Atvinnuþróunarfélagsins telur atvinnu- og menningarmálanefnd að nauðsynlegt sé að klára verkefni ársins 2015 með þeim stuðningi sem veittur hefur verið með vinnuafli til viðburða í sveitarfélaginu á árinu.

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fjármagn í eftirfarandi verkefni:
1. Hækkun framlaga vegna viðburðastjórnunar kr. 1.000.000,-
2. Isafjordur Subarctic Marine Station kr. 1.000.000,-, með fyrirvara um að settu fjármögnunarmarkmiði verði náð.
3. Inwestfjords fjárfestingaverkefni kr. 1.000.000,-

Framlög Ísafjarðarbæjar til verkefna á grundvelli samningsins vegna ársins 2015 væri því að fullu úthlutað með þessu framlagi.

 

 

Gestir

 

Shiran Þórisson, starfsmaður atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - 14:00

 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri - 14:00


Gísli vék af fundinum kl. 15:00.

 

   

2.  

Frumkvöðlastyrkir, útfærsla ívilnanakerfa - 2014110025

 

Fara yfir hvort vilji er til að breyta útfærslu ívilnanakerfis frumkvöðlastyrkja.

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar eftir því að starfsmaður nefndarinnar og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða kanni hvort ástæða sé til að breyta útfærslu frumkvöðlastyrkja og taki saman tillögur að slíkum breytingum ef við á.

 

 

Gestir

 

Shiran Þórisson, starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - 14:00


Shiran Þórisson yfirgefur fundinn kl. 15:19.

 

   

3.  

17. júní 2015 - 2015060025

 

Yfirfarin atriði varðandi formlega dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna á Ísafirði 2015.

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveður að taka framtíðarskipulagningu 17. júní fyrir á næsta fundi atvinnu- og menningarmálanefndar. Umræður fór fram um skipulagningu 17. júní árið 2015, fjallkonu og ræðumann hátíðarræðu.

 

 

Gestir

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - 15:22


Hálfdán Bjarki yfirgefur fundinn kl. 15:48.

 

   

4.  

Bæjarlistamaður 2015 - 2014120012

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 8. júní sl., vegna tilnefningar bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2015.

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur tekið ákvörðun um hver hljóti nafnbótina bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2015. Tilnefningin verður kynnt á hátíðardagskrá 17. júní á Hrafnseyri.

 

   

5.  

Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025

 

Lagður er fram listi yfir verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar til umræðu.

 

Umræður fóru fram um þau verkefni sem atvinnu- og menningarmálanefnd vinnur að.

 

   

6.  

Málþing og sýning um sr. Sigtrygg Guðlaugsson að Núpi - 2015050065

 

Lagður er fram tölvupóstur Kristins Jóhanns Níelssonar, frá 27. maí sl., vegna málþings og sýningar um sr. Sigtrygg Guðlaugsson, stofnanda Núpsskóla og Skrúðs í Dýrafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða - 2015040053

 

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Jóns Jónssonar, menningarfulltrúa Vestfjarða frá 13. apríl sl., þar sem vakin er athygli á auglýsingum eftir umsóknum um styrki úr nýjum Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05

 

Stefanía Helga Ásmundsdóttir

 

Guðmundur G Hrafnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Björn Davíðsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?