Atvinnu- og menningarmálanefnd - 117. fundur - 7. nóvember 2013
Dagskrá fundarins:
1. Samningur Ísafjarðarbæjar við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. 2010-08-0057
Til fundar við nefndina er mættur Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Gerði hann grein fyrir verkefnum Atvinnuþróunarfélagsins í tengslum við samning sem er í vinnslu milli félagsins og Ísafjarðarbæjar.
2. Umsókn Fánasmiðjunnar ehf. um styrki til frumkvöðla. 2013-03-0020
Atvinnumálanefnd telur að umsóknin uppfylli skilyrði um úthlutun styrkja til frumkvöðla og leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt.
3. Virðisaukinn 2013. 2013-11-0016
Rætt um veitingu Virðisaukans, frumkvöðlaverðlauna atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið klukkan 17.25.
Ingólfur Þorleifsson, formaður.
Steinþór Auðunn Ólafsson.
Benedikt Bjarnason.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.