Atvinnu- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 5. júlí 2011
Dagskrá fundarins:
1. Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 839. mál. Tilvísun frá bæjarráði. 2011-07-0027.
Afgreiðslu málsins frestað fram á næsta fund nefndarinnar sem haldinn verður þriðjudaginn 2. ágúst.
2. Virðisaukinn, frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar. Tillögur nefndarmanna lagðar fram, þær ræddar og verðlaunahafi ákveðinn. 2011-02-0032.
Ákveðið að verðlaunin verði afhent síðar í mánuðinum.
3. Skoðanakönnun meðal atvinnurekenda. Listi yfir atvinnurekendur og tillögur að eftirfylgni lagðar fram af upplýsingafulltrúa. 2011-01-0013.
4. Önnur mál
- Samgöngur innan Ísafjarðarbæjar
Rætt um mikilvægi almenningssamgangna milli byggðarkjarna í sveitarfélaginu með tilliti til þarfa íbúa og fyrirtækja.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 09.45.
Ingólfur Þorleifsson, formaður.
Sigurður Hreinsson.
Benedikt Bjarnason.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.