Atvinnu- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 5. júlí 2011

Dagskrá fundarins:

 

1. Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 839. mál. Tilvísun frá bæjarráði. 2011-07-0027.

Afgreiðslu málsins frestað fram á næsta fund nefndarinnar sem haldinn verður þriðjudaginn 2. ágúst.

 

2. Virðisaukinn, frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar. Tillögur nefndarmanna lagðar fram, þær ræddar og verðlaunahafi ákveðinn. 2011-02-0032.

Ákveðið að verðlaunin verði afhent síðar í mánuðinum.

 

3. Skoðanakönnun meðal atvinnurekenda. Listi yfir atvinnurekendur og tillögur að eftirfylgni lagðar fram af upplýsingafulltrúa. 2011-01-0013.

 

4. Önnur mál

 

  • Samgöngur innan Ísafjarðarbæjar

       Rætt um mikilvægi almenningssamgangna milli byggðarkjarna í sveitarfélaginu með    tilliti til þarfa íbúa og fyrirtækja.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 09.45.

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður.

Sigurður Hreinsson.                                                                           

Benedikt Bjarnason.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?