Atvinnu- og menningarmálanefnd - 104. fundur - 17. nóvember 2010
Mættir: Ingólfur Þorleifsson, formaður, Benedikt Bjarnason, Sigurður Hreinsson og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
1. Fundir með fulltrúum atvinnulífsins í Ísafjarðarbæ.
Rætt um fyrirhugaða fundi.
2. Vinna Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða við stefnumörkun í atvinnumálum í Ísafjarðarbæ. 2010-08-0057
Formaður kynnti stöðu mála og greindi frá því að starfsmaður AtVest mun kynna málið á næsta fundi nefndarinnar.
3. Horfur í atvinnumálum á Flateyri
Rætt um atvinnuástandið á Flateyri.
4. Reglur um farandsölu. 2010-11-0050
Benedikt Bjarnason bar upp tillögu þess efnis að unnin verði drög að reglum um farandsölu í Ísafjarðarbæ. Meirihluti nefndarinnar telur ekki ástæðu til að setja slíkar reglur.
Tillagan felld.
5. Önnur mál.
? Hvalárlína
Nefndin felur starfsmanni sínum að kanna mögulega aðkomu Ísafjarðarbæjar að stofnun einkahlutafélags um lagningu Hvalárlínu.
? Málefni Ísafjarðarflugvallar.
Umræður um málið.
? Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði. 2010-04-0016.
Rætt um þá vinnu sem hefur verið í gangi.
? Umsóknir um lóðir fyrir leiguhúsnæði.
Rætt um umsóknir um lóðir undir smáhýsi og meðferð þeirra innan stjórnkerfis Ísafjarðarbæjar.
? Framkvæmdir á tjaldsvæðum.
Starfsmanni falið að útvega yfirlit yfir framkvæmdir á tjaldsvæðum Ísafjarðarbæjar.
? Fundartime> atvinnumálanefndar.
Ákveðið að héðan í frá fundi atvinnumálanefnd 1. miðvikudag hvers mánaðar.
? Skoðanakönnun meðal atvinnurekenda.
Starfsmanni nefndarinnar falið að útvega lista yfir stofnanir og fyrirtæki í Ísafjarðarbæ og koma með tillögur að spurningalista til að leggja fyrir þá aðila.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17.50.
Ingólfur Þorleifsson, formaður.
Sigurður Hreinsson.
Benedikt Bjarnason.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson,
upplýsingafulltrúi.