Almannavarnarnefnd - 58. fundur - 29. nóvember 2005
1. Sýslumaður kynnti átak björgunarsveita á svæði 7, um átak sem gert hefur verið í uppsetningu endurvarpa fyrir UHF.
Almannavarnanefnd fagnar átakinu sem að nýtist í þágu almannavarna á svæðinu.
2. Sýslumaður kynnti almannavarnaæfingu sem fram fór á Seyðisfirði fyrir rúmri viku.
3. Undirbúningur vegan æfingar í maí 2006, þar sem æfð verða almannavarnaviðbrögð vegan farþegaskips út af Vestfjörðum.
Um er að ræða samstarfsverkefni almannavarna, Siglingastofnunar, Landhelgisgæslu og erlendra viðbragsaðila.
4. Skrifborðsæfing, æfð voru viðbrögð við snjóflóði í Hnífsdal.
Fleira ekki gert, fundagerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 17:06
Halldór Halldórsson, formaður. Jóhann B. Helgason.
Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður. Snorri Hermannsson.
Júlíus Ólafsson. Þorbjörn J. Sveinsson.
Gísli Gunnlaugsson. Þorsteinn Jóhannesson.
Önundur Jónsson.