Almannavarnarnefnd - 57. fundur - 21. september 2005
Þetta var gert.
1. Lögreglustjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðri skrifborðsæfingu um sjóslys, sem verður haldin 6.-9. maí 2006 og stendur almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar til boða að taka þátt í æfingunni.
Almannavarnanefnd er sammála um að taka þátt í þessari skrifborðsæfingu.
2. Rætt um sameiningu almannavarnanefnda Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra falið að leggja fram drög að nýju skipuriti fyrir sameinaða almannavarnanefnd og nýrri skipan umsjónamanna með almannavörnum í byggðakjörnunum í Ísafjarðarbæ.
3. Rætt um grjóthrun á Óshlíð.
Lögreglustjóra falið að vera í sambandi við almannavarnarnefnd Bolungarvíkur vegan þess máls og gliðnun í Óshyrnu, sem almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar hefur fjallað um. Almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar hvetur til að rannsóknum og aðgerðum, sem tryggja eigi öryggi vegfarenda um Óshlíð verði flýtt.
4. Lögreglustjóra gerð grein fyrir sprengingum á grjóti í Gleiðahjalla en þeirri aðgerð er nú lokið degi á undan áætlun og tókst vel í alla staði.
Á næstunni verður ráðist í sambærilega aðgerð á Suðureyri.
5. Lagt fram bréf dags. 20. sept. 2005 frá Háskóla Íslands og "Stofnun um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir" Þar sem gert er grein fyrir verkefninu "Langtímaviðbrögð sveitarfélaga við náttúruvá" og farið fram á samstarf almannaverndanefnda Ísafjaraðrbæjar í verkefninu.
Almannavarnarnefnd tekur jákvætt í erindið.
6. Stefnt er að því að halda mánaðarlegar skrifborðsæfingar síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 16.00.
Fleira ekki gert, fundagerð upplesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 17:20
Halldór Halldórsson, formaður. Stefán Brynjólfsson.
Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslumaður. Snorri Hermannsson.
Ólafur Hallgrímsson. Þorbjörn J. Sveinsson.
Gísli Gunnlaugsson. Þorsteinn Jóhannesson.
Önundur Jónsson.