Almannavarnanefnd – sameinuð - 5. fundur - 11. mars 2009
Dagskrá:
1. Lagðir fram eftirfarandi tölvupóstar frá lögreglustjóranum á Vestfjörðum.
- 3. mars 2009 kl. 9:28, ákveðið hefur verið að rýma reit 9 (Grænigarður á Ísafirði og nágrenni).
- 3. mars 2009 kl. 13:21. Ákveðið var að mæla með rýmingu á:
Fremstu-húsum í Dýrafirði, Geirastöðum í Syðridal (Bolungarvík), Höfða og Kirkjubæ í Skutulsfirði, Tankinn innan Flateyrar og Hraun í Hnífsdal. Athugað verði með viðveru í Fremri- og Neðri-Breiðadal og á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði.
- 3. mars 2009 kl. 18:42. Óbreytt ástand á norðanverðum Vestfjörðum og sömu viðbúnaðarstig.
- 4. mars 2009 kl. 9:41. Ekki talin þörf á rýmingu lengur, viðbúnaðarstig er þó áfram.
- 11. mars 2009 kl. 10:48. Áhyggjur á að möguleiki sé á snjóflóðum á næstunni. Ástæða þessa er að einstaka síðbúin snjóflóð hafa fallið eftir að veðrið gekk yfir í síðustu viku.
2. Rætt um endurskoðun á verklagsreglum vegna rýmingu húsa og lokunnar á vegum.
Nefndin telur nauðsynlegt að endurskoða verklagsreglurnar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 15:05
Kristín Völundardóttir, formaður og lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar.
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir HSÍ.
Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn Ísafirði.
Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi Vegagerðarinnar.