Almannavarnanefnd – sameinuð - 31. fundur - 6. febrúar 2020

31. fundur almannavarnanefndar 6. febrúar 2020, klukkan 11.

Mætt: Þórdís Sif Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Bragi Þór Thoroddssen, bæjarstjóri Súðavíkur, Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri, Bryndís Ósk Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari, Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn, Sigurður Arnar Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, Axel Överby, sviðsstjóri eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Andri Konráðsson, yfirlæknir HVEST, Halldór Óli Hjálmarsson, svæðisstjórn, Hilmar Pálsson, RKÍ og Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Harpa Grímsdóttir og Magni Hreinn Jónsson gestir frá Veðurstofu Íslands
Fundarstjóri: Bryndís Ósk Jónsdóttir
Fundarritari: Tinna Ólafsdóttir

Dagskrá:

  1. Formleg skipun almannavarnanefndar
    Lagt til að útbúa nýtt skipunarbréf fyrir næsta fund nefndarinnar. Bryndísi falið þetta.
  2. Formleg kosning formanns
    Frestað til næsta fundar.
  3. Fjölgun í almannavarnanefnd
    Almannavarnanefnd felur bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að óska eftir því að hverfisráð tilnefni áheyrnarfulltrúa, einn frá hverjum byggðarkjarna. Einnig að sveitarstjóri Súðavíkur finni áheyrnarfulltrúa fyrir hönd íbúa Súðavíkur.
  4. Sameining almannavarnanefnda Ísafjarðarbæjar, Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar
    Upplýst um stöðu mála en ákvörðun frá Bolungarvíkurkaupstað liggur ekki fyrir.
  5. Vefur Ísafjarðarbæjar – upplýsingar
    Lagt til að uppfærðar upplýsingar um almannavarnanefnd verði settar inn á vefi sveitarfélagsins. Einnig að fundargerðir verði birtar þar. Falið bæjarstjóra að vinna.
  6. Vefur Súðavíkurhrepps - upplýsingar
    Lagt til að uppfærðar upplýsingar um almannavarnanefnd verði settar inn á vefi sveitarfélagsins. Einnig að fundargerðir verði birtar þar. Falið bæjarstjóra að vinna.
  7. Upplýsingar frá Veðurstofu Íslands vegna nýs hættumats og rýminga
    Harpa Grímsdóttir og Magni Hreinn Jónsson frá Veðurstofu Íslands kynna snjóflóðavakt Veðurstofunnar, fyrstu viðbrögð Veðurstofunnar vegna flóðanna á Flateyri og í Súgandafirði og hugmyndir að endurbótum til að bæta öryggi í byggð.
  8. Gerð viðbúnaðaráætlunar vegna sjávarflóðahættu á Suðureyri
    Almannavarnanefnd óskar eftir að fá mat á áhrifasvæði vegna sjávarflóða frá Veðurstofu Íslands. Almannavarnanefnd mælist til þess að Ísafjarðarbær komi upp viðvörunarljósum eða öðrum viðvörunarmerkjum á Suðureyri. Bæjarstjóra falið að vinna áfram.
  9. Gera viðbúnaðaráætlun vegna snjóflóðahættu á Flateyri
    Almannavarnanefnd óskar eftir að fá breytta rýmingaráætlun fyrir Flateyri frá Veðurstofu Íslands. Nefndin felur fulltrúa lögreglu í almannavarnanefnd að útbúa viðbúnaðaráætlun vegna rýminga vegna snjóflóðahættu á Flateyri.
  10. Vettvangsstjóranámskeið
    Almannavarnanefnd felur fulltrúa lögreglu að setja sig í samband við almannavarnadeild með uppsetningu á vettvangsstjóranámskeiði fyrir viðbragðsaðila.
  11. Vettvangssliðar
    Fulltrúi Heilbrigðisstofnunar kynnir hlutverk vettvangsliða og fyrirkomulag vettvangsliðanáms.
  12. Bættur útbúnaður HVEST í hverjum byggðakjarna
    Fulltrúi Heilbrigðisstofnunar kynnir aðgerðir HVest til að bæta útbúnað í minni byggðakjörnum.
  13. Kórónaveira
    Fulltrúi Heilbrigðisstofnunar upplýsir almannavarnanefnd um stöðu mála vegna kórónaveiru og kynnir viðbrögð stofnunarinnar við óvissustigi.
  14. Bættur aðbúnaður almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar
    Niðurstaða beiðni almannavarnanefndar til Ísafjarðarbæjar um fjárveitingu vegna kaupa á búnaði fyrir stjórnstöð aðgerðarstjórnar kynnt. Samþykkt í bæjarráði 3. febrúar 2020.
  15. Bætt aðstaða almannavarnanefndar og aðgerðarstjórnar
    Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar er falið að ganga til samninga við Björgunarfélag Ísafjarðar um að fá leigða aðstöðu fyrir almannavarnanefnd og aðgerðarstjórn í Guðmundarbúð.

Fleira ekki gert, fundi slitið 14:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?