Almannavarnanefnd – sameinuð - 29. fundur - 20. maí 2019
Fundur (29) í Almannavarnanefnd 20. maí 2019, klukkan 14:00
Mætt: Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður nefndarinnar, Bryndís Ósk Jónsdóttir staðgengill lögreglustjóra Vestfjarða, Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn, Þorbjörn Sveinsson slökkvistjóri Ísafjarðarbæjar, Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar og Halldór Óli Hjálmarsson fulltrúi björgunarsveitanna. Fundargerð ritaði Guðmundur Gunnarsson.
- Sameining almannanvarnanefnda á norðanverðum Vestfjörðum
a. Lagt fram til kynningar bréf Ísafjarðarbæjar þar sem þess er farið á leit að sameina almannavarnarnefndir Súðavíkurhrepps, Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar. Frestað til næsta fundar vegna fjarveru fulltrúa Bolungarvíkurkaupstaðar. - Aðstaða almannavarna/aðgerðastjórnar – spurning um að semja við Björgunarfélag Ísafjarðar um húsnæði.
a. Lögð fram þarfagreining þar sem gert er grein fyrir kröfum og búnaði se aðgerðastjórn þarf. Almannavarnarnefnd leggur til að hafnar verði viðræður og gert endanlegt kostnaðarmat á framkvæmdum og leigu á húsnæði. Fulltrúum Ísafjarðarbæjar falið að kalla stjórnendur Björgunarfélags til fundar. - Viðbragðsáætlanir og nýleg flugslysaæfing á Bíldudalsflugvelli sem og væntanleg flugslysaæfing á eða við flugvöllinn á Gjögri.
a. Hlynur gerir grein fyrir viðbragðsáætlunum á Vestfjörðum. Miðast að mestu við flugslysaæfingar. Viðbragðsáætlanir eru að þróast í þá átt aðgerðum sé stýrt frá Ísafirði og þaðan veittur stuðningur við aðgerðir hvar sem er á svæðinu. Almannavarnanefnd telur brýnt að fylgja þessari þróun. Framundan eru fundir með nokkrum sveitarstjórum á Vestfjörðum til að kynna þessar breytingar. Verið að uppfæra áhættuskoðun og mun þá verða skoðað í framhaldinu hvort tilefni sé til að uppfæra viðbragðsáætlanir. - Önnur mál.
a. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar leggur til að fundargerðir Almannavarnarnefndar verði eftirleiðis ritaðar og vistaðar í skjalastjórnunarkerfi Ísafjarðarbæjar. Samþykkt að fela fulltrúum Ísafjarðarbæjar að halda utan um og annast ritun funda og skjalastjórn.
b. Fyrirkomulag funda. Lagt hefur verið upp með að nefndin komi saman 1. miðvikudag í október og apríl ár hvert. Ákveðið að nefndin haldi sig við það fyrirkomulag.
c. Skrifborðsæfingar. Bryndís viðrar hugmyndir um slíka æfingu fyrir norðursvæði Vestfjarða. Þá myndi aðgerðastjórn koma saman og tala sig í gegnum aðgerðir. Almannavarnanefnd telur fullt tilefni til að halda slíka æfingu í aðdraganda sumars. Ákveðið að halda slíka æfingu og kalla aðgerðastjórn saman 5. Júní.
d. Amannavarnanefd telur rétt að skoða hvort tilnefna beri fulltrúa í aðgerðastjórn á nýju kjörtímabili.
Fundi slitið 15:10
Er hægt að bæta efnið á síðunni?