Almannavarnanefnd – sameinuð - 28. fundur - 14. september 2017
Mættir: Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri og formaður nefndarinnar, Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri Vestfjarða, Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn, Þorbjörn Sveinsson slökkvistjóri Ísafjarðarbæjar, Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar og Sigurður Mar Óskarsson frá Vegagerðinni, Halldór Óli Hjálmarsson fulltrúi björgunarsveitanna. Fundargerð ritaði Gísli H. Halldórsson.
- Farið yfir tilnefningar HsVest. Hallgrímur Kjartansson verður í almannavarnarnefnd og Jóhann K. Torfason í aðgerðarstjórn.
- Farið yfir fundargerð síðasta fundar – enn eru mál sem þarf að ljúka en margt í vinnslu. Festa þarf fundartíma eins og rætt um (ábyrgð bæjarstjóra).
- Flugslysaæfing 7. október
- Gefinn verði sérstakur gaumur að aðbúnaði aðgerðarstjórnar á æfingunni og skráð niður hvaða búnað vantar eða þarf að uppfæra (ábyrgð slökkvistjóra)
- Tæknideild er með alla nýjustu kortagrunna og loftmyndir sem hægt er að fá aðgang að hér. Gera það tilbúið fyrir 5. október (ábyrgð sviðsstóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar)
- 5. og 6. október eru helgaðir æfingum og undirbúningi og þá væri gott að fá námskeið RLS fyrir aðgerðarstjórn
-Undirbúningsfundur er mánudaginn 18. september kl. 13:00 þar sem sitja fulltrúar aðgerðaraðila. Hann er annars öllum opinn. - Lagfæra þarf viðbragðsáætlun og leiðrétta. Hana ætti alltaf að yfirfara eftir apríl fund almannavarnarnefndar. (ábyrgð slökkvistjóra) Ritstjóri er Almannavarnadeild RLS.
- Rætt um Hádegisstein í Hnífsdal og hættu sem Veðurstofa segir að kunni að vera af honum. Ísafjarðarbær hefur óskað eftir aðstoð Ofanflóðasjóðs til að tryggja að hugsanlegri hættu af Hádegissteini verði eytt.
- Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps munu áfram ræða um sameiningu Almannavarnarnefndar með Bolungarvíkurkaupstað. Einnig þarf að endurmeta hverjir eru fulltrúar í nefndinni og hvernig ákvarðaðir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 11:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?