Almannavarnanefnd – sameinuð - 17. fundur - 7. mars 2013
Fundinn sátu: Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita, Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Helgi Kristinn Sigmundsson, læknir FSÍ, Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur sem einnig ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Rafmagnsmál hjá lögreglu, slökkvistöð og almannavörnum.
Rætt um nauðsyn þess að lögreglustöð, slökkvistöð og almannavarnanefnd verði í forgangi með rafmagn þegar skömmtun rafmagns á sér stað.
Nefndin felur framkvæmdastjóra og yfirlögregluþjóni að taka saman lista yfir þau hús sem ættu að vera í forgangi með rafmagn.
2. Framtíðaraðstaða almannavarnarnefndar.
Rætt um framtíðaraðstöðu fyrir almannavarnir.
Nefndin felur framkvæmdastjóra og yfirlögregluþjóni að skoða kosti og galla þeirra rýma sem rædd voru á fundinum.
3. Búnaður almannavarnanefndar/aðgerðastjórnar.
Rætt um þann búnað sem til er hjá almannavörnum og aðgerðastjórn og hvaða búnað vantar.
Nefndin felur framkvæmdastjóra og yfirlögregluþjóni að taka saman lista yfir þann búnað sem til er og hvaða búnað talið er að þurfi til viðbótar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 14:10.
Jóhann Birkir Helgason
Hlynur H.Snorrason
Þorbjörn Sveinsson
Sigurður Mar Óskarsson
Helgi Kr. Sigmundsson
Ómar Már Jónsson
Daníel Jakobsson