Almannavarnanefnd – sameinuð - 1. fundur - 14. mars 2007

Dagskrá:



1. Skipan nýrrar almannavarnanefndar. 


Fráfarandi formaður, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, setti 1. fund í sameinaðri almannavarnarnefnd og þakkaði samstarfið á liðnum árum. Sérstaklega þakkaði hann fráfarandi nefndarmönnum, þeim Gísla Gunnlaugssyni og Snorra Hermannssyni.


Kosning formanns sameinaðrar almannavarnanefndar í Ísafjaðarbæ og Súðavíkurhreppi.  Kristín Völundardóttir var kosin formaður nefndarinnar.


Aðrir nefndarmenn eru:


 Bæjarstjórinn á Ísafirði / Halldór Halldórsson.


 Sveitarstjórinn í Súðavíkurhreppi / Ómar Már Jónsson.


 Slökkviliðsstjórinn á Ísafirði / Þorbjörn Sveinsson.


 Slökkviliðsstjórinn í Súðavík / Hlynur Bjarki Karlsson.


 Fulltrúi tæknideildar Ísafjarðarbæjar / Jóhann Birkir Helgason.


 Fulltrúi björgunarsveita /Sigurður Mar Óskarsson.


 Fulltrúi Heilbrigðisstofnunar / Þorsteinn Jóhannesson.


 Fulltrúi vegagerðarinnar / ?



2. Vettvangsstjórar. 


Slökkviliðsstjóra og yfirlögregluþjóni var falið að skipa vettvangsstjóra á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.



3. Aðalskipulag Ísafjarðar 2008-2020.


Lagt fram bréf frá sviðsstjóra umhverfissviðs Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir markmiðum almannavarnarnefndar er varðar náttúruvá í sveitarfélaginu.



4. Viðbúnaður vegna snjóflóða.


Viðbúnaðarstig hefur verið að undanförnu að sögn formanns.


5. Ástand búnaðar.


Formaður ítrekaði að yfirfara þurfi búnað í Ísafjarðarbæ og Súðavík. Slökkviliðsstjórinn í Ísafjarðarbæ mun hafa samband við slökkviliðsstjórann í Súðavík um framhald málsins.



6. Æfing haldin 3.-5. maí 2006.


Nefndin óskar eftir skýrslu vegna æfingar sem haldin var dagana 3.-5. maí 2006  Nord - red.



7. Símanúmer almannavarnanefndar.


Símanúmer almannavarnanefndar munu breytast á næstunni og mun slökkviliðsstjóri  Ísafjarðarbæjar afhenda nefndarmönnum eintak á næsta fundi.


Í lok fundar þakkaði Snorri Hermannsson fyrir samstarfið á liðnum árum.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 15.25. 


Kristín Völundardóttir, formaður.


Snorri Hermannsson.     


Ómar Már Jónsson.


Þorsteinn Jóhannesson.    


Jóhann B. Helgason.


Gísli Gunnlaugsson.     


Sigurður Mar Óskarsson.


Þorbjörn Sveinsson.     


Halldór Halldórsson.


Önundur Jónsson.      


Helgi Kr. Sigmundsson.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?