Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Trúnaðarmál - 2012010059
Sex trúnaðarmál kynnt og rædd.
Trúnaðarmál færð í trúnaðarmálamöppu barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Nefndinni kynnt möguleg framúrkeyrsla á árinu 2019 og að öllu óbreyttu þurfi að gera viðauka við fjárhagsáæltun.
Kynntur kostnaður sem mun koma til á árinu vegna barnaverndarmáls.
3.Umsókn um að gerast vistforeldrar - 2019030101
Lögð fram umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda samkvæmt 85. gr barnaverndarlaga.
Nefndin samþykkir að veita þeim leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda.
4.Stuðningsfjölskylda - 2019040016
Lögð fram til umsagnar umsókn Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur og Atla Þórs Jakobssonar um að gerast fósturforeldrar.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum leggur til við Barnaverndarstofu að umsækjendum verði veitt leyfi til að taka barn í fóstur skv. 66.gr barnaverndarlaga nr. 80/2002.
5.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi sem fósturforeldrar - 2018110074
Lögð fram til umsagnar umsókn Karls Guðmunda Kjartanssonar og Guðrúnar G.E. Long um að gerast fósturforeldrar.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum leggur til við Barnaverndarstofu að umsækjendum verði veitt leyfi til að taka barn í fóstur skv. 66.gr barnaverndarlaga nr. 80/2002.
6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál. Umsagnarfrestur er til 14. mars.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?