Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
158. fundur 04. júlí 2018 kl. 10:00 - 12:19 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Þóra Hansdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Lilja Kjartansdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Guðlaug María Júlíusdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi í barnavernd
Dagskrá

1.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Nefndin skiptir með sér verkum.
Bryndís Friðgeirsdóttir gefur kost á sér sem formaður nefndar. Þóra Hansdóttir gefur kost á sér sem varaformaður nefndar. Tillögurnar samþykktar samhljóða.

2.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Lagt fram til kynningar erindisbréf barnaverndarnefndar. Þórdís Sif Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóri, og Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri, mæta til fundar undir þessum lið dagskrár.
Erindsbréf lagt fram. Nefndin felur starfsmönnum að leiðrétta orðalag erindisbréfs í samræmi við umræður á fundnum.

3.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Lögð fram umsagnarbeiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis varðandi frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál.
Barnavernardarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum tekur undir umsögn bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um ný lög um persónuvernd.

4.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Rætt um samstarf barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum.
Lagður fram til kynningar samningur um meðferð barnaverndarmála sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum.

5.Framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar - 2017110052

Rætt um stöðu framkvæmdaáætlunar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
Lögð fram framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum fyrir kjörtímabilið 2018-2022. Nefndin leggur til breytingar á gildistíma, til 2022 og að áætlunin verði lögð fyrir sveitarstjórnirnar þrjár til umfjöllunar.

6.Umsókn um að gerast stuðningsforeldrar - 2015060035

Umsókn Elsu Maríu Thompson og Jóns Skúlasonar um endurnýjun á leyfi til að gerast stuðningsforeldrar.
Nefndin samþykkir endurnýjað leyfi til að gerast stuðningsforeldrar.

7.Umsókn um að gerast stuðningsforeldrar - 2017120028

Umsókn Ragnars Sveinbjörnssonar og Odds Andra Thomassonar um endurnýjun á leyfi til að gerast stuðningsforeldrar.
Nefndin samþykkir endurnýjað leyfi til að gerast stuðningsforeldrar.

8.Umsókn um að gerast stuðningsforeldrar - 2016060085

Umsókn Tinnu Hrundar Hlynsdóttur Hafberg og Hlyns Steins Þorvaldssonar um endurnýjun á leyfi til að gerast stuðningsforeldrar.
Nefndin samþykkir endurnýjað leyfi til að gerast stuðningsforeldrar.

9.Umsókn um sumardvalarleyfi. - 2018060055

Ragnar Sveinbjörnsson og Oddur Andri Thomason sækja um sumardvalarleyfi.
Nefndin samþykkir sumardvalarleyfið.

10.Trúnaðarmál - 2012010059

Kynnt eitt trúnaðarmál, bókun færð í trúnaðarmálabók barnaverndar.
Trúnaðarmál kynnt og bókun færð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 12:19.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?