Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
156. fundur 14. mars 2018 kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Lilja Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þóra Hansdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Guðlaug María Júlíusdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Ásta María Guðmundsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Ásta María Guðmundsdóttir ráðgjafi í barnavernd
Dagskrá

1.Barnaverndarmál (ársskýrsla 2017) - 2018010002

Kynnt drög að ársskýrslu barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum fyrir árið 2017.
Drög kynnt.

2.Úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 - 2018030009

Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu þar sem óskað er eftir upplýsingum um úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum felur starfsmönnum nefndarinnar að fara þess á leit við þær stuðningsfjölskyldur, sem eru þegar að störfum fyrir nefndina, að sækja um tilskilin leyfi skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

3.Barnavernd - ýmis mál 2018 - 2018030065

Lagður fram rökstuðningur vegna stöðugildis tilsjónar í barnavernd.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar og sveitastjórn Súðavíkurhrepps að stöðugildi tilsjónar fari úr 50% í 60% stöðugildi. Vísað er til 24. gr. barnverndarlaga nr. 80/2002. Nefndin óskar eftir að starfsmenn nefndarinnar taki saman kostnað vegna úrræðisins, enda ekki gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

4.Trúnaðarmál - 2012010059

Lagt fram eitt trúnaðarmál.
Trúnaðarmál kynnt og fært til bókunar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?