Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
133. fundur 28. maí 2015 kl. 10:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Lilja Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þóra Hansdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir Ráðgjafi á fjölskyldusviði
Dagskrá
Þóra Marý Arnórsdóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra, sat einnig fundinn.

1.Trúnaðarmál - 2012010059

Lögð fyrir 6 trúnaðarmál.
Trúnaðarmálin rædd og færð til trúnaðarmálabókar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

2.Sískráning 2015 - 2015030077

Sískráning fyrir mars og apríl 2015 lögð fram.
Lagt fram til kynningar

3.Barnaverndarstofa - Ýmis erindi 2015-2016 - 2015010023

Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu dags. 17. febrúar s.l. þar sem óskað er eftir framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í barnaverndarmálum fyrir kjörtímabilið 2014-2018.
Ákveðið að fela starfsmönnum að hefja undirbúning framkvæmdaáætlunarinnar, afla gagna og senda til nefndarmanna.

4.Námskeið um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi. - 2015050008

Lögð fram auglýsing um námskeið um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi, sem haldið verður á Ísafirði 2. júní n.k. á vegum Jafnréttisstofu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?