Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
128. fundur 29. ágúst 2014 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bryndís G Friðgeirsdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Þóra Hansdóttir
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir
Dagskrá

1.Endurskoðun erindisbréfa nefnda - 2012110034

Lögð fram drög að erindisbréfi barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
Umræður um erindisbréfið. Starfsmönnum falið að gera breytingar á erindisbréfinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum kýs Bryndísi Friðgeirsdóttur sem formann nefndarinnar og Þóru Hansdóttur sem varaformann.

2.Nefndarmenn 2014 - 2014020030

Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa í Ísafjarðarbæ.
Undirritun frestað til næsta fundar vegna nauðsynlegra breytinga á siðareglum m.t.t. barnaverndarnefndar.

3.Reglur og önnur skjöl 2014 - 2014080068

Lagðar fram umboðsreglur barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Ennfremur lagðar fram verklagsreglur barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
Umræður um umboðs- og verklagsreglur. Starfsmönnum falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

4.Ársskýrslur Barnaverndarnstofu - 2003050057

Lagðar fram til kynningar Samtölur 2014, sem er árskýrsla barnaverndarnefnda til Barnaverndarstofu.
Lagt fram til kynningar.

5.Sískráning 2014 - 2014040014

Lögð fram til kynningar sískráning fyrir apríl, maí, júní og júlí 2014.
Lagt fram til kynningar.

6.Trúnaðarmál - 2012010059

Lögð fram 2 trúnaðarmál.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?