Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Hafdís Gunnarsdóttir, forseti bæjarstjórnar, leggur til að mál er varðar breytingar á dagsetningum bæjarstjórnarfunda í apríl verði tekið á dagskrá með afbrigðum.
1.Bjarstjórnarfundir 2018-2019 - 2018060018
Forseti leggur til að bæjarstjórnarfundur sem er áætlaður 4. apríl n.k. verði felldur niður. Forseti leggur til að í stað bæjarstjórnarfundar 4. apríl verði haldinn fundur 11. apríl n.k.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti
Forseti ber tillöguna til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
2.Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 3 - 1903007F
Fundargerð 3. fundar ungmennaráðs sem haldinn var 11. mars sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 516 - 1903009F
Fundargerð 516. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. mars sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 515 - 1902016F
Fundargerð 515. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. febrúar sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 9 - 1903014F
Fundargerð 9. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 14. mars sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 195 - 1903004F
Fundargerð 195. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. mars sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Fræðslunefnd - 402 - 1903011F
Fundargerð 402. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. mars sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Bæjarráð - 1054 - 1903015F
Fundargerð 1054. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. mars sl. Fundargerðin er í 22 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Bæjarráð - 1053 - 1903008F
Fundargerð 1053. fundar bæjarráðs sem haldinn var 11. mars sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093
Tillaga 1054. fundar bæjarráðs frá 18. mars sl., um að samið verði við Gömlu spýtuna ehf. um verkið "Eyrarskjól viðbygging og endurbætur" og að framlagður viðauki vegna verksins verði samþykktur.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Sigurður J. Hreinsson og Aron Guðmundsson.
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans:
„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að samið verði við lægstbjóðanda, Gömlu spýtuna, um viðbyggingu Eyrarskjóls. Bæjarstjóra verði falið að útbúa nýjan viðauka þar sem auknum kostnaði verði mætt með því að gera breytingar á fjárfestingaráætlun ársis 2019 með því að lækka framlag til byggingar knattspyrnuhúss.
Sú tillaga sem liggur fyrir fundinum mun hafa mjög neikvæð áhrif á lausafjárstöðu bæjarins sem var þröng fyrir.
Blikur er á lofti í rekstrarumhverfi bæjarins og mikilvægt að viðhafa trausta fjármálastjórn. Þess vegna er afar óskynsamlegt að auka fjárfestingar eins og tillaga meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarflokks gengur út á.
Fyrst má nefna hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að skerða framlög í Jöfnunarsjóð sem munu koma einna harkalegast niður á Ísafjarðarbæ, samkvæmt útreikningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Í öðru lagi eru tekjur ekki að vaxa eins mikið og gert var ráð fyrir í áætlunum bæjarins, t.d voru útsvarstekjur lægri árið 2018 en áætlanir gerðu ráð fyrir samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem kynnt var í bæjarráði 5. mars sl. Einnig er gert ráð fyrir að 70. m.kr. eftirágreitt framlag úr Jöfnunarsjóði berist í lok árs sem ekki er hægt að treysta á. Auk þess sem tekjur hafnarinnar eru glannalega áætlaðar og alls óvíst hvort þær áætlanir standist.
Í þriðja lagi eru að öllum líkindum framundan kostnaðarsamar viðgerðir á húsnæði Grunnskólans á Ísafirði sem eru til komnar vegna myglu í húsnæðinu og ekki er hægt að fresta.
Í fjórða lagi eru blikur á lofti varðandi þróun verðlags og hver áhrif átaka á vinnumarkaði verða á sveitarfélagið.
Þá má í fimmta lagi nefna að allar líkur eru á að umrætt knattspyrnuhús verði umtalsvert dýrari fjárfesting en gert hefur verið ráð fyrir og reiknað var með í þriggja ára fjárhagsáætlun og munar þar að líkindum tugum og jafnvel hundruðum milljóna.
Ljóst má vera að margir óvissuþættir eru í rekstri bæjarins og mikilvægt að bærinn hafi fjárhagslega getu til að takast á við þá. Þess vegna er nauðsynlegt að sýna aðhald og skynsemi í rekstri til að tryggja langtímahagsmuni og stöðugleika í rekstri bæjarins. Svigrúm bæjarins til fjárfestinga er meira árið 2020 en þá ætti framkvæmdum við Sindragötu 4a vera lokið og viðbygging við Eyrarskjól langt komin."
Forseti leggur til við bæjarstjórn að tillögunni sé skipt upp í tvær tillögur. Í fyrsta lagi tillögu að viðauka til að mæta fjárfestingum við verkið Eyrarskjól viðbygging og endurbætur og hins vegar að samþykkt verði að ganga til samninga við Gömlu spýtuna ehf. um verkið Eyrarskjól viðbygging og endurbætur.“
Forseti ber breytingartillögu Í-listans að viðauka upp til atkvæða. Tillagan felld 4-5.
Forseti ber upphaflega tillögu að viðauka upp til atkvæða. Tillagan samþykkt 5-4.
Forseti ber tillögu um að samið verði við Gömlu spýtuna ehf. um verkið “Eyrarskjól viðbygging og endurbætur.“ Tillagan samþykkt 9-0.
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans:
„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að samið verði við lægstbjóðanda, Gömlu spýtuna, um viðbyggingu Eyrarskjóls. Bæjarstjóra verði falið að útbúa nýjan viðauka þar sem auknum kostnaði verði mætt með því að gera breytingar á fjárfestingaráætlun ársis 2019 með því að lækka framlag til byggingar knattspyrnuhúss.
Sú tillaga sem liggur fyrir fundinum mun hafa mjög neikvæð áhrif á lausafjárstöðu bæjarins sem var þröng fyrir.
Blikur er á lofti í rekstrarumhverfi bæjarins og mikilvægt að viðhafa trausta fjármálastjórn. Þess vegna er afar óskynsamlegt að auka fjárfestingar eins og tillaga meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarflokks gengur út á.
Fyrst má nefna hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að skerða framlög í Jöfnunarsjóð sem munu koma einna harkalegast niður á Ísafjarðarbæ, samkvæmt útreikningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Í öðru lagi eru tekjur ekki að vaxa eins mikið og gert var ráð fyrir í áætlunum bæjarins, t.d voru útsvarstekjur lægri árið 2018 en áætlanir gerðu ráð fyrir samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem kynnt var í bæjarráði 5. mars sl. Einnig er gert ráð fyrir að 70. m.kr. eftirágreitt framlag úr Jöfnunarsjóði berist í lok árs sem ekki er hægt að treysta á. Auk þess sem tekjur hafnarinnar eru glannalega áætlaðar og alls óvíst hvort þær áætlanir standist.
Í þriðja lagi eru að öllum líkindum framundan kostnaðarsamar viðgerðir á húsnæði Grunnskólans á Ísafirði sem eru til komnar vegna myglu í húsnæðinu og ekki er hægt að fresta.
Í fjórða lagi eru blikur á lofti varðandi þróun verðlags og hver áhrif átaka á vinnumarkaði verða á sveitarfélagið.
Þá má í fimmta lagi nefna að allar líkur eru á að umrætt knattspyrnuhús verði umtalsvert dýrari fjárfesting en gert hefur verið ráð fyrir og reiknað var með í þriggja ára fjárhagsáætlun og munar þar að líkindum tugum og jafnvel hundruðum milljóna.
Ljóst má vera að margir óvissuþættir eru í rekstri bæjarins og mikilvægt að bærinn hafi fjárhagslega getu til að takast á við þá. Þess vegna er nauðsynlegt að sýna aðhald og skynsemi í rekstri til að tryggja langtímahagsmuni og stöðugleika í rekstri bæjarins. Svigrúm bæjarins til fjárfestinga er meira árið 2020 en þá ætti framkvæmdum við Sindragötu 4a vera lokið og viðbygging við Eyrarskjól langt komin."
Forseti leggur til við bæjarstjórn að tillögunni sé skipt upp í tvær tillögur. Í fyrsta lagi tillögu að viðauka til að mæta fjárfestingum við verkið Eyrarskjól viðbygging og endurbætur og hins vegar að samþykkt verði að ganga til samninga við Gömlu spýtuna ehf. um verkið Eyrarskjól viðbygging og endurbætur.“
Forseti ber breytingartillögu Í-listans að viðauka upp til atkvæða. Tillagan felld 4-5.
Forseti ber upphaflega tillögu að viðauka upp til atkvæða. Tillagan samþykkt 5-4.
Forseti ber tillögu um að samið verði við Gömlu spýtuna ehf. um verkið “Eyrarskjól viðbygging og endurbætur.“ Tillagan samþykkt 9-0.
11.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032
Tillaga 1053. fundar bæjarráðs frá 11. mars sl., vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.
Tillaga bæjarráðs er svohljóðandi:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 489.000.000,- til 16 ára með föstum verðtryggðum vöxtum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir ársins 2019.
Jafnframt er Guðmundi Gunnarssyni, kt. 230976-5119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.“
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Tillaga bæjarráðs er svohljóðandi:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 489.000.000,- til 16 ára með föstum verðtryggðum vöxtum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir ársins 2019.
Jafnframt er Guðmundi Gunnarssyni, kt. 230976-5119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.“
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
12.Skerðing á framlögum Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga - 2019030063
Ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna skerðinga sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt til á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson.
Forseti leggur fram sameiginlega tillögu að ályktun bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna hugmynda fjármálaráðuneytisins um niðurskurð á framlögum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Áhrifin munu koma mest fram á útgjaldajöfnunarframlögum, framlögum sem er ætlað að jafna aðgengi íbúa að lögboðinni þjónustu óháð búsetu. Áhrifin munu síðan leggjast mjög mismunandi á landshluta og einstaka sveitarfélög sem varla getur talist sanngjarnt. Fram kemur í greiningu í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. mars sl., að íbúar á Vestfjörðum munu bera hlutfallslega mestu skerðinguna. Þannig skerðast fjárframlög Jöfnunarsjóðs hundrað sinnum meira á Vestfjörðum en á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega þessum hugmyndum um skerðingu tekna til Jöfnunarsjóðs og krefst þess að leitað verði annarra leiða til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Óásættanlegt er að fáein og afmörkuð sveitarfélög eða landssvæði taki á sig langstærstan hluta af umræddum niðurskurði.
Sveitarfélög á Vestfjörðum skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem felst í ábyrgum rekstri sveitarfélaga eða þátttöku í kostnaði við að þjónusta íbúa þessa lands. Ef ríkisvaldið hefur raunverulega áhyggjur af horfum í efnahagsmálum þá er lausnin bæði einföld og fyrirsjáanleg. Á Vestfjörðum og Austfjörðum hefur verið unnið að atvinnuuppbyggingu sem er fyllilega tilbúin til að fylla í gatið sem hugsanleg niðursveifla í íslensku efnahagslífi mun skilja eftir sig. Atvinnuuppbygging sem mun í fyllingu tímans taka fram úr íslenskum sjávarútvegi að stærð og umfangi auk þess að vera fjármögnuð án aðkomu ríkisins á nokkurn hátt. Ef Ísland vill fá meira frá Vestfjörðum, þá stendur aukið fiskeldi til boða.“
Forseti ber ályktunina upp til atkvæða.
Ályktun samþykkt 9-0.
Forseti leggur fram sameiginlega tillögu að ályktun bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna hugmynda fjármálaráðuneytisins um niðurskurð á framlögum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Áhrifin munu koma mest fram á útgjaldajöfnunarframlögum, framlögum sem er ætlað að jafna aðgengi íbúa að lögboðinni þjónustu óháð búsetu. Áhrifin munu síðan leggjast mjög mismunandi á landshluta og einstaka sveitarfélög sem varla getur talist sanngjarnt. Fram kemur í greiningu í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. mars sl., að íbúar á Vestfjörðum munu bera hlutfallslega mestu skerðinguna. Þannig skerðast fjárframlög Jöfnunarsjóðs hundrað sinnum meira á Vestfjörðum en á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega þessum hugmyndum um skerðingu tekna til Jöfnunarsjóðs og krefst þess að leitað verði annarra leiða til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Óásættanlegt er að fáein og afmörkuð sveitarfélög eða landssvæði taki á sig langstærstan hluta af umræddum niðurskurði.
Sveitarfélög á Vestfjörðum skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem felst í ábyrgum rekstri sveitarfélaga eða þátttöku í kostnaði við að þjónusta íbúa þessa lands. Ef ríkisvaldið hefur raunverulega áhyggjur af horfum í efnahagsmálum þá er lausnin bæði einföld og fyrirsjáanleg. Á Vestfjörðum og Austfjörðum hefur verið unnið að atvinnuuppbyggingu sem er fyllilega tilbúin til að fylla í gatið sem hugsanleg niðursveifla í íslensku efnahagslífi mun skilja eftir sig. Atvinnuuppbygging sem mun í fyllingu tímans taka fram úr íslenskum sjávarútvegi að stærð og umfangi auk þess að vera fjármögnuð án aðkomu ríkisins á nokkurn hátt. Ef Ísland vill fá meira frá Vestfjörðum, þá stendur aukið fiskeldi til boða.“
Forseti ber ályktunina upp til atkvæða.
Ályktun samþykkt 9-0.
13.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks um breytingar í nefndum.
Alberta G. Guðbjartsdóttir hættir sem varamaður í velferðarnefnd og í hennar stað kemur Bjarni Pétur M. Jónasson.
Pétur Albert Sigurðsson hættir sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd og í hans stað kemur Alberta G. Guðbjartsdóttir.
Alberta G. Guðbjartsdóttir hættir sem varamaður í velferðarnefnd og í hennar stað kemur Bjarni Pétur M. Jónasson.
Pétur Albert Sigurðsson hættir sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd og í hans stað kemur Alberta G. Guðbjartsdóttir.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti og Jónas Þór Birgisson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
14.Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS-508 - forkaupsréttur - 2019030052
Tillaga 1054. fundar bæjarráðs frá 18. mars sl., um að fallið verði frá forkaupsrétti að Guðbjörgu Sigurðardóttur ÍS-508.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
15.Afnotagjald af íþróttahúsinu við Austurveg - 2019030046
Tillaga 1054. fundar bæjarráðs frá 18. mars sl., um að samþykkja breytingar á gjaldskrá er snýr að leigu íþróttahússins við Austurveg.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
16.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085
Tillaga 1054. fundar bæjarráðs frá 18. mars sl., um að samþykkja kaupsamning vegna Eyrarvegs 8, Flateyri, og að bæjarstjóra verði falið að undirrita hann fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að bæjarstjóri fái umboð til að selja eignina til sjálfseignarstofnunar Nemendagarða Lýðháskólans á Flateyri, fyrir að lágmarki jafnvirði kaupverðs eignarinnar.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Aron Guðmundsson, Jónas Þór Birgisson, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Marzellíus Sveinbjörnsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
17.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089
Tillaga 1054. fundar bæjarráðs um að samþykkja erindisbréf starfshóps um skipulag útvistarsvæða í Tungu- og Seljalandsdal. Enn fremur leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur að breytingum á skipan starfshópsins, þannig að starfshópinn skipi formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, skipulags- og byggingarfulltrúi og forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðar.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Elísabet Samúelsdóttir, Sigurður J. Hreinsson og Aron Guðmundsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
18.Uppbyggingasamningar 2019 - 2018080049
Tillaga 195. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. mars sl., um að fjármunum sem áætlaðir eru í uppbyggingasamninga til íþróttafélaga verði úthlutað jafnt milli þeirra félaga sem sóttu um, hvert félag fái 1,5 milljón.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Fundi slitið - kl. 18:31.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?