Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
424. fundur 25. október 2018 kl. 17:00 - 17:42 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varamaður
  • Sunna Einarsdóttir varamaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, er varaforseti fundarins.

1.Viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1033. fundar bæjarráðs frá 8. október sl., um að samþykkja viðauka 12 við fjárhagsáætlun 2018.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 72 - 1810003F

Fundargerð 72. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 506 - 1810005F

Fundargerð 506. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. október sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 188 - 1810001F

Fundargerð 188. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 3. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Hafnarstjórn - 200 - 1810006F

Fundargerð 200. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 8. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 1035 - 1810017F

Fundargerð 1035. fundar bæjarráðs sem haldinn var 23. október sl. Fundargerðin er í 7. liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1034 - 1810013F

Fundargerð 1034. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. október sl. Fundargerðin er í 14. liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1033 - 1810004F

Fundargerð 1033. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. október sl. Fundargerðin er í 19. liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024

Tillaga 1034. fundar bæjarráðs frá 15. október sl., um að sérreglur fyrir Ísafjarðarbæ vegna byggðakvóta 2018-2019 verði óbreyttar frá fyrra ári.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Endurskoðun erindisbréfs hafnarstjórnar - 2012110034

Tillaga 200. fundar hafnarstjórnar frá 8. október sl. um að samþykkja drög að nýju erindisbréfi nefndarinnar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2017 - 2018010095

Tillaga bæjarstjóra að svari Ísafjarðarbæjar við bréfi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélagsins vegna neikvæðrar rekstrarniðurstöðu A-hluta og A- og B- hluta 2017.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Forseti ber svohljóðandi tillögu upp til atkvæða:
„Bæjarstjóri leggur til að svar Ísafjarðarbæjar við bréfi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 8. október 2018 þar sem óskað er nánari upplýsinga um fjármál sveitarfélagsins vegna þess að rekstrarniðurstaða A-hluta og A- og B-hluta sveitarfélagsins hafi verið neikvæð árið 2017, þrátt fyrir að sveitarfélagið stæðist jafnvægisreglu og skuldareglu sveitarstjórnarlaga vegna fyrirspurnar er varðar neikvæða niðurstöðu A-hluta Ísafjarðarbæjar 2017, verði svohljóðandi:
„Svar við fyrirspurn eftirlitsnefndar er að finna skýringu nr. 22 í ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2017. Í skýringunni kemur fram að Ísafjarðarbær þurfti að gjaldfæra 159,3 milljónir króna vegna A-deildar Brúar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2017. Ekki var unnt að bregðast við gjaldfærslunni með viðauka árið 2017 þar sem, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til Brúar, fengust ekki upplýsingar um áætlaðar fjárhæðir. Fjárhæð gjaldfærslunnar lá því ekki fyrir fyrr en í janúar 2018 og þá of seint að grípa til þeirra ráðstafana sem hægt hefði verið að taka til með viðauka.““

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032

Tillaga bæjarstjóra að lántökum vegna fjárfestinga 2018.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.080.000.000,- til 16 ára með föstum verðtryggðum vöxtum, láns í lánaflokknum LSS34. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna ófjármagnaðar framkvæmdir að fjárhæð kr. 280.000.000,- á síðari hluta árs 2018 og endurfjármögnunar á kr. 800.000.000,- láni af eigin fé Lánasjóðs sveitarfélaga sem tekið var til að mæta uppgjörum vegna breytinga á A deild Brúar og framkvæmdum fyrri hluta árs 2018, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Guðmundi Gunnarssyni, kt. 230976-5119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.“

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1035. fundar bæjarráðs frá 23. október sl., um að samþykkja viðauka 13 við fjárhagsáætlun 2018.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Arna Lára Jónsdóttir tók við stjórn fundarins er forseti tók til máls.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008

Tillaga 506. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10 okt. sl., um að heimila breytingar á deiliskipulagi Flateyrarodda, þ.e. að hækka nýtingarhlutfall lóðar við Hafnarbakka 3 og stækkun byggingareits.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1033. fundar bæjarráðs frá 8. október sl., um að samþykkja viðauka 11 við fjárhagsáætlun 2018.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

16.Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1033. fundar bæjarráðs frá 8. október sl., um að samþykkja viðauka 10 við fjárhagsáætlun 2018.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

17.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1033. fundar bæjarráðs frá 8. október sl., um að samþykkja viðauka 9 við fjárhagsáætlun 2018.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

18.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1033. fundar bæjarráðs frá 8. október sl., um að samþykkja viðauka 8 við fjárhagsáætlun 2018.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

19.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1033. fundar bæjarráðs frá 8. október sl., um að samþykkja viðauka 7 við fjárhagsáætlun 2018.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

20.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1033. fundar bæjarráðs frá 8. október sl., um að samþykkja viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2018.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

21.Opnunartími sundlauga í Ísafjarðarbæ - 2018100062

Tillaga Í-lista um að opnunartími sundlauga í Ísafjarðarbæ verði endurskoðaður.

Opnunartími sundlauga var skertur fyrir þónokkrum árum. Það var gert í sparnaðarskyni og vegna þess að aðsókn í sumar laugar var frekar dræm. Nú er tilefni til að endurskoða þá ákvörðun. Íbúum er að fjölga og Ísafjarðarbær orðið heilsueflandi samfélag. Í-listinn leggur áherslu á að samráð verði haft við hverfisráð og starfsmenn íþróttamannvirkja til að meta þörf fyrir lengdan opnunartíma, auk þess að tillagan verði rædd í íþrótta- og tómstundanefnd.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sif Huld Albertsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Aron Guðmundsson og Kristján Þór Kristjánsson.

Arna Lára Jónsdóttir tók við stjórn fundarins er forseti tók til máls.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

22.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

Tillaga 72. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 9. október sl., um að skipaður verði starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal, Dagverðardal og Seljalandsdal. Starfshópinn skipi formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, byggingarfulltrúi og sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Forseti bar upp tillögu um að fresta tillögunni til næsta fundar.

Frestun tillögunnar var samþykkt 9-0.

23.Núpur - Staðfesting makaskipta og landauppskipta við Núp - 2018100022

Tillaga frá 506. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 10. okt. sl., um að samþykkja makaskiptasamning dagsettan 12. janúar 2006 milli þáverandi eigenda jarðarinnar Núps 140795 og Ríkissjóðs Íslands. Núverandi eigendur hafa staðfest makaskipti með nýrri yfirlýsingu dags. 1. júlí 2018. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að heimila að hlut Ríkiseigna verði veitt lausn úr landbúnaðarnotum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

24.Umsókn um lóð - Fjarðargata 12, Þingeyri - 2018100018

Tillaga 506. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. október sl. um að Flosason ehf., fái lóð við Fjarðargötu 12, Þingeyri, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi gerir eftirfarandi breytingartillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir tillögu 506. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. október sl. um að Flosason ehf., fái lóð við Fjarðargötu 12, Þingeyri, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Bent skal á að lóðin nýtur hverfisverndar og skal í hvívetna farið eftir þeim skilmálum. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun."

Forseti ber breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

25.Vallargata 15, Þingeyri - Umsókn um endurnýjun lóðaleigusamnings og stækkun lóðar. - 2018100020

Tillaga 506. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. október sl. um að heimila gerð deiliskipulags sem afmarkast af Brekkugötu, Vallargötu, Aðalstræti og Kirkjugötu. Tilgangur með deiliskipulagi er að afmarka lóðir Vallargötu 15, Vallargötu 7, þ.e. heilsugæslu, og jafnframt að tvær til þrjár nýjar lóðir verði stofnaðar eftir því sem skipulag heimilar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Sif Huld Albertsdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir tók við stjórn fundarins er forseti tók til máls.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 17:42.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?