Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
417. fundur 03. maí 2018 kl. 17:00 - 18:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða - 2018020003

Á 497. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25.04.2018 var lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alingis, dagsettur 20. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.

Á 1015. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að gera umsögn við frumvarpið og leggja til við bæjarstjórn og er tillagan lögð fram undir þessum lið.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Gísil H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Kristján Andri Guðjónsson leysir Nanný Örnu Guðmundsdóttur af sem forseti.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu að umsögn bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um skipulag haf- og strandsvæða:
"Ísafjarðarbær skorar á Alþingi að hafna framlögðu frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða nema sú breyting verði gerð að skipulagsvald yfir strandsvæðum fari til sveitarfélaganna. Betra verður að hafa engin lög en þessi, sem færa þetta skipulagsvald til ríkisstofnana og embættismanna þeirra í höfuðborginni.
Skipulagsvald sveitarfélaga er ein af grunnstoðum þeirra og fá verkfæri eru betur til þess fallin að gera sveitarfélögum kleift að móta sér framtíðarstefnu. Ísafjarðarbær telur í því ljósi að skipulagsvald yfir strandsvæðum ætti að fela sveitarfélögum og skilja það þannig frá skipulagsvaldi yfir hafsvæðum sem ætti að vera á hendi ríkisvaldsins. Slíkt fyrirkomulag er í eðlilegu og nauðsynlegu samhengi við skipulagsvald sveitarfélaga og styrkir um leið staðbundna sjálfbæra samfélagsþróun, náttúruvernd, atvinnulíf og atvinnuþróun.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum fer forgörðum kjörið tækifæri til valdeflingar sveitafélaga og eflingu þátttökulýðræðis. Það gæti orðið mikill drifkraftur í því verkefni að móta stefnu um skipulag strandsvæða ef frumkvæði heimamanna væri virkjað með því að færa þeim verkefnið. Búast má við að lærdómsferli íslensks samfélags verði hraðara ef fjölmörg sveitarfélög nálgast verkefnið á mismunandi forsendum, en þó á sama grunni og unnið er að skipulagi í dag.
Í samfélaginu er mikil umræða um aukið íbúalýðræði. Nærtæk leið til að auka íbúalýðræði er að beina því m.a. í gegnum þann farveg sem nefndir sveitarfélaga og skipulagslög hafa þegar búið til. Metnaðarfull sveitarfélög hafa, undir eftirliti Skipulagsstofnunar, gert vandaðar skipulagsáætlanir á borð við aðalskipulag sveitarfélaga. Slík vinna er bæði samfélagslega eflandi og lýðræðisleg.
Svæðisráð er, samkvæmt frumvarpinu, að mestu skipað fulltrúum ráðuneyta sem jafnramt fara með formennsku, Skipulagsstofnun sér hinsvegar um gerð skipulagsins í umboði svæðisráðs. Strandsvæðaskipulag sem með þessum hætti er unnið frá höfuðborgarsvæðinu býður heim hættunni á að það missi mikilvæga tengingu við staðinn sem verið er að skipuleggja.
Samkvæmt frumvarpinu verður skörun milli aðalskipulags sveitarfélaganna og strandsvæðaskipulags á tiltölulega stóru svæði, þar sem strandsvæðaskipulagið nær 30m upp á land frá stórstraumsflóði og aðalskipulag 115m út í sjó frá stórstraumsfjöru (skv. jarðarlögum). Þetta gefur stórt svæði við strandlínuna sem er óvíst hvort sveitarfélag stýri eða hvort strandsvæðaskipulagið geti yfirstýrt í ósamræmi við það sem er nú þegar tiltekið í Aðalskipulagi. Þetta svæði gæti skapað ágreiningsmál í framtíðinni.
Víða um heim eru strandsvæðin innan einnar sjómílu utan við grunnlínu á skipulagsvaldi sveitarfélaga - þannig er það í Noregi. Í Svíþjóð og Finnlandi eru skipulagsmörk sveitarfélaga 12 sjómílur utan grunnlínu. Að auki miðast Vatnatilskipun Evrópusambandsins við eina sjómílu utan við grunnlínu. Það er tæpast nokkur ástæða til þess fyrir Íslendinga að halda í flókna og svifaseina miðstýringu að svo miklu leyti sem hægt er að greiða úr málum með skipulagsvaldi sveitarfélaga og því íbúalýðræði sem því fylgir. Gera má ráð fyrir að skipulagsmál yrðu skilvirkari, heildstæðari og einfaldari ef skipulagsvald á strandssvæðum yrði fært til sveitarfélaga.
Eftirfarandi breytingar á frumvarpinu væru til bóta, þó að þær séu veginn fullnægjandi til þess að Ísafjarðarbær geti fallist á að frumvarpið verði að lögum:
a)
Að kveðið yrði á um að stefnt skuli að tilraunum með að færa vald yfir strandsvæðaskipulagi til sveitarfélaga, jafnvel þó að á öðrum stöðum verði svæðisráð rekin samhliða. Sveitarfélög á Austfjörðum og Vestfjörðum liggja sennilega best við þessari tilraun þar sem mikil umræða hefur farið fram á þeim svæðum um þessi mál og góð reynsla komin á skipulagsferli og áætlanir.
b)
Að í svæðisráði sem kveðið er á um í frumvarpinu hafi aðliggjandi sveitarfélög aukið vægi í svæðisráðinu og að öll sveitarfélög sem ráða ströndum aðliggjandi strandsvæðaskipulagi eigi minnst einn fulltrúa í svæðisráði."

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Velferðarnefnd - 427 - 1804011F

Fundargerð 427. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 17. apríl sl. fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 65 - 1804020F

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 497 - 1804018F

Fundargerð 497. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. apríl sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 496 - 1803024F

Fundargerð 496. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. apríl sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 184 - 1804024F

Fundargerð 184. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 30. apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 1015 - 1804025F

Fundargerð 1015. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 30. apríl sl. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1014 - 1804019F

Fundargerð 1014. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 23. apríl sl. Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1013 - 1804010F

Fundargerð 1013. fundar bæjarráðs sem haldinn var 16. apríl sl. fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 157 - 1804012F

Fundargerð 157. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 18. apríl sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2017 - 2018010095

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2017, til síðari umræðu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti leggur ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2017 til samþykkis.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

12.Uppbyggingasamningur við Hestmannafélagið Hendingu - 2017020028

Tillaga 184. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 30. apríl sl., um að samþykkja drög að rammasamningi um uppbyggingarsamning við Hestamannafélagið Hendingu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnhildur B. Elíasdóttir og Sigurður J. Hreinsson.

Í ljósi óska frá bæjarfulltrúum minnihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggur forseti fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Bæjarstjórn lýsir yfir vilja til að gerður verði uppbyggingarsamningur við Hestamannafélagið Hendingu vegna ársins 2018 með 3ja milljóna króna framlagi Ísafjarðarbæjar, í samræmi við framlagða tillögu, og að hann verði lagður fyrir bæjarráð ásamt nauðsynlegum viðauka við fjárhagsáætlun. Rammasamningnum í heild sinni er að öðru leyti vísað til nýkjörinnar bæjarstjórnar sem taka mun við um miðjan júní næstkomandi."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 5-0. Fjórir sátu hjá.

Forsetinn ber þá tillöguna með áorðnum breytingum upp til atkvæða.

Tillagan með áorðnum breytingum samþykkt 5-0. Fjórir sátu hjá.

13.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa framsóknarflokks, sem vísað var til bæjarstjórnar frá 1014. fundi bæjarráðs 23. apríl sl., um að frestur til niðurfellingar gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis, sem samþykktur var á 398. fundi bæjarstjórnar, verði framlengdur til 1. september nk.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Daníel Jakobsson.

Daníel Jakobsson leggur fram breytingartillögu um að frestur til niðurfellingar gatnagerðargjalda verði framlengdur til 1. maí 2019.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

Forsetinn ber þá tillöguna með áorðnum breytingum upp til atkvæða.

Tillagan með áorðnum breytingum samþykkt 9-0.

14.Umsókn um lóð fyrir reiðhöll í Engidal - 2017110012

Tillaga 497. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. apríl sl., um að Kaplaskjól ehf. fái lóðina Kaplaskjól Reiðhöll, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 4 - 2018040059

Tillaga 497. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. apríl sl. um að Sjávareldi ehf. og Hábrún ehf. fái lóðina Hrafnatangi 4, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Lóðin Hrafnartangi 4 er ekki að fullu nothæf fyrr en að uppfyllingu og hafnarframkvæmdum á svæðinu er lokið.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Bæjarstjóri leggur fram breytingartillögu á öðrum málslið tillögurnar og að hann verði svohljóðandi:
"Lóðarumsókn falli úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 12 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 24 mánaða frá úthlutun."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

Forsetinn ber þá tillöguna með áorðnum breytingum upp til atkvæða.

Tillagan með áorðnum breytingum samþykkt 9-0.

16.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 2 - 2018030103

Tillaga 496. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. apríl sl., um að Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. fái lóð við Hrafnatanga 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Sigurður J. Hreinsson, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

Bæjarstjóri leggur fram breytingartillögu á síðasta málslið tillögurnar og að hann verði svohljóðandi:
"Lóðarumsókn falli úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 12 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 24 mánaða frá úthlutun."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

Forsetinn ber þá tillöguna með áorðnum breytingum upp til atkvæða.

Tillagan með áorðnum breytingum samþykkt 9-0.

17.Umsókn um lóð - Ártunga 2 - 2018040033

Tillaga 497. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. apríl sl., um að Einar Byggir ehf. fái lóð við Ártungu 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

18.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Tillaga 497. fundar skipulags- og mannvirkjanefdnar frá 25. apríl sl., um að bæjarstjórn samþykki að nýju áður auglýstan uppdrátt fyrir Torfnes, sem auglýstur var skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Vegna formgalla í fyrri bókun er eftirfarandi erindi tekið fyrir að nýju.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 8-0. Einn situr hjá.

19.Tunguskeið - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033

Tillaga 497. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. apríl sl. um að samþykkja auglýsta deiliskiplagstillögu frá Verkís dags. 5. janúar 2018. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu og taldi nefndin að athugasemd ætti ekki rétt á sér.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson og Daníel Jakobsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

20.Deiliskipulag - Sæborg, Aðalvík - 2018040002

Tillaga 496. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. apríl sl. um að deiliskipulagstillaga og greinargerð dags. apríl 2018 fyrir jörðina Sæborg í Aðalvík, verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?