Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Forseti ber upp beiðni Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, að lántaka Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga verði tekin á dagskrá með afbrigðum.
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 2. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1005. fundi sínum 12. febrúar sl., og vísaði til velferðarnefndar, sem ekki hefur gefið umsögn um frumvarpið.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1005. fundi sínum 12. febrúar sl., og vísaði til velferðarnefndar, sem ekki hefur gefið umsögn um frumvarpið.
Til máls tóku: Guðjón Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Öldungaráð - 8 - 1802005F
Fundargerð 8. fundar öldungaráðs sem haldinn var 7. febrúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60 - 1801023F
Fundargerð 60. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 6. febrúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 493 - 1801025F
Fundargerð 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. febrúar sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Fræðslunefnd - 388 - 1801022F
Fundargerð 388. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. febrúar sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Bæjarráð - 1005 - 1802008F
Fundargerð 1005. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. febrúar sl. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Bæjarráð - 1004 - 1802001F
Fundargerð 1004. fundar bæjarráðs sem haldinn var 5. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032
Lögð eru fram drög að lánssamningi milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Ísafjarðarbæjar, nr. 1802_14, að fjárhæð kr. 800.000.000,- áttahundruð milljónir, til 15 ára, til að fjármagna fjárfestingar fyrstu 6 mánaða ársins 2018 og vegna uppgjörs breytinga á A deild Brúar. Fjárfestingarnar eru í samræmi við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2018.
Bæjarstjóri leggur til að samþykkt verði eftirfarandi bókun vegna lánveitinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
„Bæjarstjórn samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000,- með lokagjalddaga þann 15. febrúar 2033, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið vegna uppgjörs breytinga á A deild Brúar, að fjárhæð um 560 milljónir króna og vegna fjárfestinga fyrstu 6 mánuði ársins 2018 að fjárhæð 240 milljónir króna, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Gísla H. Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“
Bæjarstjóri leggur til að samþykkt verði eftirfarandi bókun vegna lánveitinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
„Bæjarstjórn samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000,- með lokagjalddaga þann 15. febrúar 2033, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið vegna uppgjörs breytinga á A deild Brúar, að fjárhæð um 560 milljónir króna og vegna fjárfestinga fyrstu 6 mánuði ársins 2018 að fjárhæð 240 milljónir króna, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Gísla H. Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Jónas Þór Birgisson.
Jónas Þór Birgisson tók við stjórn fundarins í fjarveru Kristjáns Andra Guðjónssonar.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Jónas Þór Birgisson tók við stjórn fundarins í fjarveru Kristjáns Andra Guðjónssonar.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál. Umsagnarfrestur er til 14. febrúar nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar tillögunni til umsagnar í velferðarnefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1004. fundi sínum 5. febrúar sl., og vísaði til velferðarnefndar, sem ekki hefur gefið umsögn um frumvarpið.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar tillögunni til umsagnar í velferðarnefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1004. fundi sínum 5. febrúar sl., og vísaði til velferðarnefndar, sem ekki hefur gefið umsögn um frumvarpið.
Til máls tóku: Guðjón Andri Guðjónsson, forseti og Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053
Tillaga 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. febrúar sl., um að heimila 3X-Technology að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir reit Sindragötu 5 og 7.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.
Sigurður J. Hreinsson víkur af fundi við afgreiðslu máls þessa.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Sigurður J. Hreinsson víkur af fundi við afgreiðslu máls þessa.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
11.Uppgjör lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098
Lögð fyrir á ný tillaga 1001. fundar bæjarráðs frá 15. janúar sl., um að samþykkja samkomulag um uppgjör við Brú, lífeyrissjóð. Tillaga frá 1001. fundi bæjarráðs er lögð aftur fram til samþykktar.
Á 411. fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl., var samþykkt að fresta ákvörðun þar til ítarlegri upplýsingar hefðu borist um útreikning á hlut Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. febrúar sl., með útskýringum, ásamt útreikningi.
Á 411. fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl., var samþykkt að fresta ákvörðun þar til ítarlegri upplýsingar hefðu borist um útreikning á hlut Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. febrúar sl., með útskýringum, ásamt útreikningi.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Kristín Hálfdánsdóttir.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Sigurður J. Hreinsson situr hjá.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Sigurður J. Hreinsson situr hjá.
12.Keðjuábyrgð verkkaupa og aðalverktaka. - 2018020015
Á 1005. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 5. febrúar 2018, þar sem lagt var til að Ísafjarðarbær setti ákvæði um keðjuábyrgð aðalverktaka í alla innlenda verk-, vörukaupa- og þjónustusamninga.
Einnig var lagt fram minnisblað Juris slf., lögfræðistofu, dagsett 9. febrúar sl. með lögfræðiáliti um heimild Ísafjarðarbæjar til að fara fram á keðjuábyrgð.
Bókun bæjarráðs var eftirfarandi:
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að gera tillögu að ákvæði um keðjuábyrgð sem sett skal í alla innlenda samninga Ísafjarðarbæjar þ.e. verk-, vörukaupa- og þjónustusamninga.
Lögð er fram tillaga Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, að ákvæði um keðjuábyrgð í samningum Ísafjarðarbæjar í samræmi við ofangreinda bókun.
Einnig var lagt fram minnisblað Juris slf., lögfræðistofu, dagsett 9. febrúar sl. með lögfræðiáliti um heimild Ísafjarðarbæjar til að fara fram á keðjuábyrgð.
Bókun bæjarráðs var eftirfarandi:
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að gera tillögu að ákvæði um keðjuábyrgð sem sett skal í alla innlenda samninga Ísafjarðarbæjar þ.e. verk-, vörukaupa- og þjónustusamninga.
Lögð er fram tillaga Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, að ákvæði um keðjuábyrgð í samningum Ísafjarðarbæjar í samræmi við ofangreinda bókun.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gunnhildur B. Elíasdóttir og Jónas Þór Birgisson.
Tillaga Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra er svo hljóðandi:
„Verktaki skal tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi, í samræmi við samninginn, gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Ofangreint skal eiga við óháð lengd starfstíma starfsmanns.
Hvenær sem er á samningstíma skal verktaki geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur skv. ofangreindu séu uppfyllt. Verktaki skal framvísa gögnum sem sýna verkkaupa fram á að ofangreind réttindi og skyldur séu uppfyllt innan 5 virkra daga frá þeim degi sem þess er óskað.
Verktaki ber ábyrgð á og skal hafa í gildi og viðhalda tryggingum fyrir tjóni vegna slysa, veikinda, sjúkdóma, sjúkrakostnaði eða dauða sem starfsmenn verktaka verða fyrir og rekja má til framkvæmda verksins. Verktaki ber ábyrgð á að undirverktakar og starfsmannaleigur og starfsmenn þeirra hafi samskonar tryggingar. Um lágmarks ábyrgðarfjárhæðir trygginga og aðra skilmála skal miða við ákvæði um skyldutryggingar í kjarasamningum hverju sinni. Verktaki skal halda verkkaupa skaðlausum af kröfum starfsmanna, verktaka, undirverktaka og starfsmannaleiga sem rekja má til slíkra tilvika. Slík trygging skal vera í gildi allan verktímann og er verktaka skylt að afhenda afrit af tryggingarskírteini sem sýna að slík trygging sé fyrir hendi.
Hvenær sem er á samningstíma skal verktaki geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur skv. ofangreindu séu uppfyllt. Verktaki skal framvísa gögnum sem sýna verkkaupa fram á að ofangreind réttindi og skyldur séu uppfyllt innan 5 virkra daga frá þeim degi sem þess er óskað.
Séu gögn ekki afhent innan þess tíma eða verktaki getur ekki sýnt fram á að ofangreind réttindi eða skyldur séu uppfylltar að mati verkkaupa, er verkkaupa heimilt að innheimta dagsektir úr hendi verktaka að fjárhæð allt að kr. 50.000 með VSK á dag, fyrir hvern starfsmann þar sem réttindi eru ekki uppfyllt, eða fyrir hvern dag sem gögn eru ekki afhent innan tilgreinds tímafrests. Dagsektir skulu greiðast þar til bætt hefur verið úr. Nái heildarfjárhæð dagsekta 10% af samningsfjárhæð er verkkaupa heimilt að rifta samningi.
Verkkaupa er heimilt vegna dagsekta eða vangoldinna launa að halda eftir greiðslum eða ganga á verktryggingu og áskilur sér rétt til að ráðstafa greiðslum til þolanda/starfsmanns í samráði við viðkomandi stéttarfélag eftir því sem við á.
Sambærilegur texti hefur verið settur í gögn Vegagerðarinnar og Landsvirkjunar.“
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Tillaga Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra er svo hljóðandi:
„Verktaki skal tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi, í samræmi við samninginn, gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Ofangreint skal eiga við óháð lengd starfstíma starfsmanns.
Hvenær sem er á samningstíma skal verktaki geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur skv. ofangreindu séu uppfyllt. Verktaki skal framvísa gögnum sem sýna verkkaupa fram á að ofangreind réttindi og skyldur séu uppfyllt innan 5 virkra daga frá þeim degi sem þess er óskað.
Verktaki ber ábyrgð á og skal hafa í gildi og viðhalda tryggingum fyrir tjóni vegna slysa, veikinda, sjúkdóma, sjúkrakostnaði eða dauða sem starfsmenn verktaka verða fyrir og rekja má til framkvæmda verksins. Verktaki ber ábyrgð á að undirverktakar og starfsmannaleigur og starfsmenn þeirra hafi samskonar tryggingar. Um lágmarks ábyrgðarfjárhæðir trygginga og aðra skilmála skal miða við ákvæði um skyldutryggingar í kjarasamningum hverju sinni. Verktaki skal halda verkkaupa skaðlausum af kröfum starfsmanna, verktaka, undirverktaka og starfsmannaleiga sem rekja má til slíkra tilvika. Slík trygging skal vera í gildi allan verktímann og er verktaka skylt að afhenda afrit af tryggingarskírteini sem sýna að slík trygging sé fyrir hendi.
Hvenær sem er á samningstíma skal verktaki geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur skv. ofangreindu séu uppfyllt. Verktaki skal framvísa gögnum sem sýna verkkaupa fram á að ofangreind réttindi og skyldur séu uppfyllt innan 5 virkra daga frá þeim degi sem þess er óskað.
Séu gögn ekki afhent innan þess tíma eða verktaki getur ekki sýnt fram á að ofangreind réttindi eða skyldur séu uppfylltar að mati verkkaupa, er verkkaupa heimilt að innheimta dagsektir úr hendi verktaka að fjárhæð allt að kr. 50.000 með VSK á dag, fyrir hvern starfsmann þar sem réttindi eru ekki uppfyllt, eða fyrir hvern dag sem gögn eru ekki afhent innan tilgreinds tímafrests. Dagsektir skulu greiðast þar til bætt hefur verið úr. Nái heildarfjárhæð dagsekta 10% af samningsfjárhæð er verkkaupa heimilt að rifta samningi.
Verkkaupa er heimilt vegna dagsekta eða vangoldinna launa að halda eftir greiðslum eða ganga á verktryggingu og áskilur sér rétt til að ráðstafa greiðslum til þolanda/starfsmanns í samráði við viðkomandi stéttarfélag eftir því sem við á.
Sambærilegur texti hefur verið settur í gögn Vegagerðarinnar og Landsvirkjunar.“
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
13.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - 2018020033
Á 1005. fundi bæjarráðs, 12. febrúar sl., var formanni bæjarráðs falið að gera tillögu til bæjarstjórnar að ákvæði um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Tillaga formanns bæjarráðs:
„Ísafjarðarbær áskilur sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur og viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Félögin skulu tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun. Einnig skulu þeir sem Ísafjarðarbær styrkir hafa jafnréttisáætlun og skýra aðgerðaráætlun sem unnið er eftir. Ísafjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt.
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur.“
Tillaga formanns bæjarráðs:
„Ísafjarðarbær áskilur sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur og viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Félögin skulu tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun. Einnig skulu þeir sem Ísafjarðarbær styrkir hafa jafnréttisáætlun og skýra aðgerðaráætlun sem unnið er eftir. Ísafjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt.
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur.“
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, foresti, Arna Lára Jónsdóttir og Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
14.Upplýsingaskilti við innakstur þorpa Ísafjarðarbæjar - 2018020049
Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista til 413. fundar bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn samþykkir að stefna að uppsetningu skilta við innakstur í þorp Ísafjarðarbæjar þar sem fram komi hið gamla skjaldamerki viðkomandi þorps, nafn þorpsins og nafn sveitarfélagins Ísafjarðarbæjar. Kallað verði eftir umsögn hverfisráða um tillöguna og hugmyndum þeirra um framsetningu.“
„Bæjarstjórn samþykkir að stefna að uppsetningu skilta við innakstur í þorp Ísafjarðarbæjar þar sem fram komi hið gamla skjaldamerki viðkomandi þorps, nafn þorpsins og nafn sveitarfélagins Ísafjarðarbæjar. Kallað verði eftir umsögn hverfisráða um tillöguna og hugmyndum þeirra um framsetningu.“
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnhildur B. Elíasdóttir, Daníel Jakobsson, Gunnar Jónsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður J. Hreinsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
15.Skólamál á Flateyri - 2016110039
Tillaga 1005. fundar bæjarráðs frá 12. febrúar sl., um að samþykkja ósk starfshóps um framtíðarskipan skólamála á Flateyri, um að fá að starfa til 30. júní nk.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Daníel Jakobsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
16.Brekkugata 5 -umsókn um stækkun á lóð - 2017120006
Tillaga 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. febrúar sl., um að heimila stækkun lóðarinnar Brekkugötu 5 á Þingeyri.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson og Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
17.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072
Tillaga 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar að umsögn um allt að 700 tonna eldi Hábrúnar, á þorski og regnbogasilungi í Skutulsfirði.
Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi: Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Hábrúnar. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsla á 700 tonnum á vegum Hábrúnar, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Líta verður á að umskipti úr þorskeldi yfir í regnbogasilung hafi mildari áhrif á botndýralíf m.t.t. minni mengunar. Fóðurnotkun minnkar úr 1600 tonnum í 840 tonn, í sama hlutfalli minnka önnur efni s.s. nitur, fosfór og kolefni. Fóðurstuðull regnbogasilungs er 1.2 kg. fyrir hvert kg af fiski í eldi, fyrir þorsk er fóðurstuðull 4 kg af fóðri fyrir hvert kg af fiski, þannig að hlutfallstölur varðandi magn úrgangsefna og næringarefna sem berast frá eldi lækka töluvert. Miðað við uppgefnar forsendur er ekki talið að framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Skutulsfirði. Nefndin gerir ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar.
Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi: Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Hábrúnar. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsla á 700 tonnum á vegum Hábrúnar, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Líta verður á að umskipti úr þorskeldi yfir í regnbogasilung hafi mildari áhrif á botndýralíf m.t.t. minni mengunar. Fóðurnotkun minnkar úr 1600 tonnum í 840 tonn, í sama hlutfalli minnka önnur efni s.s. nitur, fosfór og kolefni. Fóðurstuðull regnbogasilungs er 1.2 kg. fyrir hvert kg af fiski í eldi, fyrir þorsk er fóðurstuðull 4 kg af fóðri fyrir hvert kg af fiski, þannig að hlutfallstölur varðandi magn úrgangsefna og næringarefna sem berast frá eldi lækka töluvert. Miðað við uppgefnar forsendur er ekki talið að framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Skutulsfirði. Nefndin gerir ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Daníel Jakobsson.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, leggur til að bæjarstjórn breyti umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar með þeim hætti að eftirfarandi bókun bætist aftan við umsögn nefndarinnar:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir alvarlegar athugasemdir við það hve mjög afgreiðsla þessa máls og annarra sambærilegra hefur dregist hjá stofnunum ríkisins. Þessar tafir, sem virðast að miklu leyti óþarfar, gera það að verkum að rekstri fyrirtækisins sem að umsókninni stendur er nú stefnt í tvísýnu. Auk þess hafa þessar tafir neikvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu í í sveitarfélaginu.“
Forseti ber breytingartillögu bæjarstjóra upp til atkvæða.
Breytingartillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að umsögn ásamt breytingartillögu bæjarstjóra upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, leggur til að bæjarstjórn breyti umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar með þeim hætti að eftirfarandi bókun bætist aftan við umsögn nefndarinnar:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir alvarlegar athugasemdir við það hve mjög afgreiðsla þessa máls og annarra sambærilegra hefur dregist hjá stofnunum ríkisins. Þessar tafir, sem virðast að miklu leyti óþarfar, gera það að verkum að rekstri fyrirtækisins sem að umsókninni stendur er nú stefnt í tvísýnu. Auk þess hafa þessar tafir neikvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu í í sveitarfélaginu.“
Forseti ber breytingartillögu bæjarstjóra upp til atkvæða.
Breytingartillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að umsögn ásamt breytingartillögu bæjarstjóra upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Fundi slitið - kl. 18:27.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?