Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
408. fundur 16. nóvember 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Torfnes - óveruleg breyting á aðalskipulagi - 2017030092

Tillaga 487. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 8. nóvember sl., um að heimila óverulega breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Tillaga 487. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 8. nóvember sl., að umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu á laxi um 5800 tonn í Dýrafirði á vegum Artic Sea Farm.
Umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi:
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 4200 tonnum í 10.000 tonn á ári. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það. Áhrif uppsöfnunar næringarefna frá eldinu eru talin hafa mjög takmörkuð áhrif á botndýralíf á svæðinu, en með umhverfisvöktun er ætlun framkvæmdaraðila að fylgjast með mögulegum áhrifum á það og verða kvíaþyrpingar færðar til ef talið verður tilefni til. Í Dýrafirði og í nágrenni hans eru engar laxveiðiár og er því samkvæmt áhættumati Hafró engin áhætta fyrir villta laxfiskstofna af hugsanlegum strokufiski frá eldinu. Er það því mat skipulags- og mannvirkjanefndar að stækkunaráform fyrirtækisins séu rökrétt í framhaldi af ágætum árangri síðustu ára og áform um viðbrögð þess eðlis að neikvæð umhverfisáhrif verða í algeru lágmarki. Aðkoma skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar og álit þetta er byggt á þeirri staðreynd að bæjarfélagið og íbúar þess hafa hagsmuni af því að nýting lands og nærliggjandi sjávar, sé í sátt við umhverfi og íbúa. Jafnframt er mjög mikilvægt að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið. Í fjölda ára hafa skipulagsnefnd og bæjarstjórn ítrekað það álit að brýn þörf sé á að strandsvæði séu skipulögð og að skipulagsvaldið verði í höndum sveitarfélaganna. Það álit er hér ítrekað, en í því tilfelli sem um ræðir skal þó á það bent að önnur nýting strandsvæðis á þeim reitum sem ætlaðir eru til eldis, er í dag lítil sem engin. Líklegt má því telja að skipulagning á nýtingu fjarðarins verði vel framkvæmanleg í samvinnu við umsækjanda og aðra mögulega hagsmunaaðila.

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Kristín Hálfdánsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Kristín Hálfdánsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu, en hún situr hjá þar sem hún er starfsmaður Arctic Sea Farm.

3.Sorpmál 2018 - útboð 2017 - 2016090021

Tillaga 944. fundar bæjarráðs, frá 13. nóvember sl., um að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ 2018-2021, í samræmi við tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristín Hálfdánsdóttir.

Kristján Andri Guðjónsson, varaforseti tekur við stjórn fundarins og Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, kveður sér máls.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Tillaga 944. fundar bæjarráðs, frá 13. nóvember sl., um að samþykkja viðauka 13 við fjárhagsáætlun, er varðar viðbótar stöðugildi við Tónlistarskóla Ísafjarðar að fjárhæð kr. 431.915,-.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Viðauki 14 við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Lagður fram viðauki 14 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar viðbótarstöðugildi hjá Safnhúsinu að fjárhæð kr. 2.523.514,-. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan aðalsjóðs, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar eru því kr. 0.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til samþykkis.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Lagður fram viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar viðbótarstöðugildi á Tæknideild að fjárhæð kr. 1.901.070,-. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu á launaáætlun Þjónustumiðstöðvar að sömu fjárhæð þar sem ekki tókst að fylla allar stöður þar á árinu, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar eru því kr. 0.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til samþykkis.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Bæjarráð - 994 - 1711008F

Fundargerð 994. fundar bæjarráðs sem haldinn var 13. nóvember sl. Fundargerðin er í 32 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Hafnarstjórn - 194 - 1711004F

Fundargerð 194. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 179 - 1710026F

Fundargerð 179. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 180 - 1710027F

Fundargerð 180. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 1. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 487 - 1710028F

Fundargerð 487. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. nóvember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 56 - 1711001F

Fundargerð 56. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?