Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
401. fundur 15. júní 2017 kl. 17:00 - 18:26 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varamaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Margrét Geirsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

Tillaga 478. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 7. júní 2017, um að heimila að deiliskipulagstillaga fyrir Sindragötu 4 verði auglýst skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Jón Hreinsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Deiliskipulag-Suðurtangi - 2016060017

Tillaga 478. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 7. júní 2017, um að deiliskipulagstillaga frá Verkís dags. 19.05.2017 verði auglýst skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Tillaga 977. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 12. júní 2017, um að farið verði í framkvæmdir á Sundabakkasvæðinu sem allra fyrst.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Tillaga 977. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 12. júní 2017, um að umsagnir skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar um þorsk- og silungaeldi Hábrúnar í Skutulsfirði verði sendar Skipulagsstofnun.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Sala á Páli Pálssyni ÍS-102 - 2017060018

Tillaga 977. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 12. júní 2017, um að bæjarstjórn taki til umfjöllunar erindi Hraðfrystihússins Gunnvarar um forkaupsrétt að skipinu Páli Pálssyni ÍS-102.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson.

Samkvæmt umræðum á fundinum leggur forseti til að afþakkaður verði forkaupsréttur að skipinu Páli Pálssyni ÍS-102.

Forseti ber tillöguna upp til samþykkis.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Tillaga 49. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 13. júní 2017, um að farin verði leið nr. 2 í sorphirðu og sorpförgun, þar sem gert er ráð fyrir tveggja tunnu kerfi, moltugerð og sorphirðu á 3ja vikna fresti.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnar Jónsson, Jónas Þór Birgisson, Sigurður Jón Hreinsson og Gunnhildur Björk Elíasdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.

Marzellíus Sveinbjörnsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.

7.Íbúakönnun vegna endurbóta á Sundhöllinni. - 2015090052

Bæjarfulltrúar Í-listans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að kannaður verði hugur íbúa Ísafjarðarbæjar um framtíð Sundhallarinnar og verði könnunin framkvæmd snemma í haust. Í könnuninni geti m.a. verið spurt að hvort að íbúar vilji loka sundaðstöðunni í Sundhöllinni, vilji gera lítilsháttar endurbætur á aðstöðunni eða stórtækar endurbætur. Bæjarstjóra verði falið að útfæra þessa íbúakönnun og leggja tillögur fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Greinargerð:
Í tilefni af 70 ára afmæli Sundhallarinnar ákvað bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að láta fara fram hönnunarsamkeppni um endurbætur á Sundhöllinni og mögulegum viðbótum á aðstöðu sundiðkenda, meðal annars með útisvæði. Fjölmargar stórgóðar tillögur komu fram í samkeppninni og kom þar berlega í ljós að möguleikar á að færa aðstöðu sundiðkenda á Ísafirði í átt til nútímans, eru bæði margir og góðir. Í framhaldi af niðurstöðu dómnefndar, hefur verið farið í vinnu við að gera kostnaðarmat á ýmsum þáttum mögulegra framkvæmda og því auðveldara að bera saman ólíkar útfærslur og leggja fram sem valkosti með tilliti til framkvæmdakostnaðar.
Sundhöllin á Ísafirði var á sínum tíma stórglæsilegt mannvirki og er enn í dag táknmynd um stórhug samfélagsins sem og merkilegur hluti af sögu arkitektúrs í landinu enda teiknuð af einum frægasta arkitekt landsins, Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. Sannarlega má segja að laugin hafi þjónað bæjarbúum vel frá upphafi. Staðsetning hennar í hjarta Ísafjarðar, við hliðina á Grunnskólanum, gerir það að verkum að laugin er í göngufæri fyrir stóran hluta bæjarbúa og hefur nýst einstaklega vel með skólastarfi. Því er ljóst að framtíð Sundhallarinnar verður ekki sú að húsið verði rifið, jafnvel þó að sundiðkun yrði fundinn annar staður á Ísafirði. Í þessari umræðu er því nauðsynlegt að halda til haga að áfram er þörf á að viðhalda húsinu eins og öðrum eignum sveitarfélagsins og að því mun fylgja kostnaður.
Í umræðum um sundmál á Ísafirði hefur verið ákveðin krafa um byggingu sundaðstöðu á Torfnesi í tengslum við önnur íþróttamannvirki á staðnum. Einnig hefur verið í umræðunni að réttast sé að loka sundlauginni við Austurveg og að íbúar á Ísafirði sæki til Bolungarvíkur eða í aðra byggðarkjarna Ísafjarðarbæjar til að iðka íþróttina. Því er ljóst að skoðanir íbúa á málinu eru margar og ólíkar, það er því rökrétt skref á þessum tíma að láta gera könnun á afstöðu íbúa til málsins.

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson, Gunnar Jónsson, Martha Kristín Pálmadóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-0

Jónas Þór Birgisson og Martha Kristín Pálmadóttir sitja hjá.

8.Bæjarstjórnarfundir 2017 - 2017050135

Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir og að bæjarstjórn komi næst til fundar að loknu sumarleyfi fyrsta fimmtudaginn í september 2017, 7. september. Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 149 - 1705027F

Fundargerð 149. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 8. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 977 - 1706005F

Fundargerð 977. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 12. júní sl. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 380 - 1705020F

Fundargerð 380. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 6. júní sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 478 - 1705017F

Fundargerð 478. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 7. júní sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:26.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?